Er lífskjarasamningurinn í uppnámi? Hjálmar Jónsson skrifar 7. nóvember 2019 09:56 Samningur Samtaka atvinnulífsins eða fyrirtækis innan þeirra vébanda, Landsvirkjunar, við þrjú stærstu iðnfélög landsins, markar þáttaskil í mörgu tilliti og vekur spurningar um hvort að svonefndur lífskjarasamningur sé í uppnámi. Í öllu falli hlýtur samningurinn að koma til skoðunar í þeim kjaraviðræðum sem nú standa yfir í Karphúsinu, en ósamið er enn við stóran hluta launþega í þessu landi, einkum þá sem eiga í samningssambandi við ríki og sveitarfélög. Fyrir það fyrsta er samningurinn afturvirkur. Samtök atvinnulífsins hafa alltaf haldið því fram að þau geri ekki afturvirka samninga og þess vegna hefur verið samið um eingreiðslur, misháar í gegnum tíðina, til að bæta fyrir liðna tíð hafi samningar dregist úr hófi. Þessi samningur er hins vegar samkvæmt efni sínu afturvirkur frá 1. apríl síðastliðnum eða í sjö mánuði. Það gildir bæði um mánaðarlega hækkun frá 1. apríl samkvæmt lífskjarasamningnum og verulega hækkun í launatöflu sem einnig er afturvirk í sjö mánuði. Athyglisvert við launatöfluhækkunina, sem kveðið er á um í bókun sem fylgir kjarasamningnum, en ekki honum sjálfum, er að hluti ábata sem ætla megi að fylgi endurskoðun vinnufyrirkomulags, sem ekki hefur verið ráðist í ennþá „hefur verið veitt inn í launatöflu samnings þessa með viðbótarhækkun mánaðarlauna umfram almennar hækkanir kauptaxta kjarasamnings,“ eins og segir í samningnum. Þannig er samið um afturvirka hækkun vegna ábata sem ekki er fyrir hendi og alls óvíst hvort af verði og hversu mikill. Loks er kveðið um frekari ábata til starfsmanna „þegar endurskoðað vinnufyrirkomulag liggur fyrir.“ Samkvæmt launatöflunni sem gildir frá 1. apríl síðastliðnum eru lægstu byrjendalaun 464.920 og hæstu laun eftir 7 ár í starfi 778.467 krónur. Spanið í töflunni er þannig yfir 300 þúsund krónur og deilist á 38 launaflokka og 5 aldursþrep. Til viðbótar er kveðið á um 36 tíma vinnuviku frá næsta vori og deilitölu 156 í mánaðarlaun í stað 173,33. Það þýðir að tímakaup í dagvinnu hækkar um rúm 11%. Svo einfalt dæmi sé tekið af launþega með 500.000 krónur í mánaðarlaun að þá er tímakaup hans fyrir vinnutímastyttingu 2.885 krónur. Eftir vinnutímastyttinguna verður tímakaupið 3.205 krónur, sem er rúmlega 300 króna hækkun á tímann. SA hafa haldið því fram í ræðu og riti að upptaka virks vinnutíma í þessu samhengi, þ.e. að kaffitímar séu teknir út úr vinnutímanum, skipti máli, þar sem mánaðarlaunin eru óbreytt fyrir og eftir vinnutímastyttinguna. Nú kann það að skipta máli á einstaka vinnustað, háð vinnufyrirkomulagi og eðli þess starfs sem um er að ræða. Meginatriðið hlýtur þó að vera þau laun sem fólk fær á unna tímaeiningu. Svo einfalt dæmi sé tekið: Ef þú vinnur að meðaltali 50 tíma á viku, eins og sannarlega margir gera, þá eru 40 tímar dagvinna og 10 tímar yfirvinna. Eftir vinnutímastyttinguna vinnur sami maður 36 tíma í dagvinnu og 14 tíma yfirvinnu og hefur því hækkað í launum sem því nemur. Sú staðreynd að SA gerðu kröfu um upptöku yfirvinnu 1 og yfirvinnu 2 undirstrikar þessa staðreynd. Loks er athyglisvert að samkvæmt samningi Landsvirkjunar og iðnaðarmannafélaganna er heimilt að sleppa því að taka upp eftirvinnu 1 og 2, eins og kveðið er á um í almennum kjarasamningum SA og iðnaðarmanna. Mikil óánægja var með það ákvæði meðal margra iðnaðarmannafélaga og gerði það næstum verkum að þeir samningar voru felldir síðastliðið vor, enda leiddi þetta ákvæði til þess að sumir iðnaðarmenn voru mögulega að lækka í yfirvinnulaunum vegna lækkunar á hlutfalli í yfirvinnu 1. Nú er reynsla fyrir því að oft í gegnum tíðina hefur verið samið við smærri aðila um eitthvað annað og meira en samdist um við stóra borðið. Það sem er sérstakt við þennan samning er, að þarna er eitt stærsta fyrirtæki landsins, sem sækir tekjur sínar til skattborgara þessa lands og er innan Samtaka atvinnulífsins, að semja við þrjú stærstu iðnfélög landsins. Það hlýtur að vekja umhugsun í ljósi þeirrar kjarastefnu sem mótuð var í landinu síðastliðið vor og lögð hefur verið áhersla á að gildi um alla landsmenn. Skylt er að nefna að undirritaður er blaðamaður, sem skrifaði um kjaramál fyrir Morgunblaðið í 20 ár og er nú um stundir formaður Blaðamannafélags Íslands, sem á í kjaradeilu við Samtök atvinnulífsins.Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Hjálmar Jónsson Kjaramál Tengdar fréttir „Gjafir eru yður gefnar” Það er fagnaðarefni að Landsvirkjun skuli hafa náð samningum við starfsmenn sína, eins og ég les um í fréttum í morgun. 6. nóvember 2019 11:00 Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Samningur Samtaka atvinnulífsins eða fyrirtækis innan þeirra vébanda, Landsvirkjunar, við þrjú stærstu iðnfélög landsins, markar þáttaskil í mörgu tilliti og vekur spurningar um hvort að svonefndur lífskjarasamningur sé í uppnámi. Í öllu falli hlýtur samningurinn að koma til skoðunar í þeim kjaraviðræðum sem nú standa yfir í Karphúsinu, en ósamið er enn við stóran hluta launþega í þessu landi, einkum þá sem eiga í samningssambandi við ríki og sveitarfélög. Fyrir það fyrsta er samningurinn afturvirkur. Samtök atvinnulífsins hafa alltaf haldið því fram að þau geri ekki afturvirka samninga og þess vegna hefur verið samið um eingreiðslur, misháar í gegnum tíðina, til að bæta fyrir liðna tíð hafi samningar dregist úr hófi. Þessi samningur er hins vegar samkvæmt efni sínu afturvirkur frá 1. apríl síðastliðnum eða í sjö mánuði. Það gildir bæði um mánaðarlega hækkun frá 1. apríl samkvæmt lífskjarasamningnum og verulega hækkun í launatöflu sem einnig er afturvirk í sjö mánuði. Athyglisvert við launatöfluhækkunina, sem kveðið er á um í bókun sem fylgir kjarasamningnum, en ekki honum sjálfum, er að hluti ábata sem ætla megi að fylgi endurskoðun vinnufyrirkomulags, sem ekki hefur verið ráðist í ennþá „hefur verið veitt inn í launatöflu samnings þessa með viðbótarhækkun mánaðarlauna umfram almennar hækkanir kauptaxta kjarasamnings,“ eins og segir í samningnum. Þannig er samið um afturvirka hækkun vegna ábata sem ekki er fyrir hendi og alls óvíst hvort af verði og hversu mikill. Loks er kveðið um frekari ábata til starfsmanna „þegar endurskoðað vinnufyrirkomulag liggur fyrir.“ Samkvæmt launatöflunni sem gildir frá 1. apríl síðastliðnum eru lægstu byrjendalaun 464.920 og hæstu laun eftir 7 ár í starfi 778.467 krónur. Spanið í töflunni er þannig yfir 300 þúsund krónur og deilist á 38 launaflokka og 5 aldursþrep. Til viðbótar er kveðið á um 36 tíma vinnuviku frá næsta vori og deilitölu 156 í mánaðarlaun í stað 173,33. Það þýðir að tímakaup í dagvinnu hækkar um rúm 11%. Svo einfalt dæmi sé tekið af launþega með 500.000 krónur í mánaðarlaun að þá er tímakaup hans fyrir vinnutímastyttingu 2.885 krónur. Eftir vinnutímastyttinguna verður tímakaupið 3.205 krónur, sem er rúmlega 300 króna hækkun á tímann. SA hafa haldið því fram í ræðu og riti að upptaka virks vinnutíma í þessu samhengi, þ.e. að kaffitímar séu teknir út úr vinnutímanum, skipti máli, þar sem mánaðarlaunin eru óbreytt fyrir og eftir vinnutímastyttinguna. Nú kann það að skipta máli á einstaka vinnustað, háð vinnufyrirkomulagi og eðli þess starfs sem um er að ræða. Meginatriðið hlýtur þó að vera þau laun sem fólk fær á unna tímaeiningu. Svo einfalt dæmi sé tekið: Ef þú vinnur að meðaltali 50 tíma á viku, eins og sannarlega margir gera, þá eru 40 tímar dagvinna og 10 tímar yfirvinna. Eftir vinnutímastyttinguna vinnur sami maður 36 tíma í dagvinnu og 14 tíma yfirvinnu og hefur því hækkað í launum sem því nemur. Sú staðreynd að SA gerðu kröfu um upptöku yfirvinnu 1 og yfirvinnu 2 undirstrikar þessa staðreynd. Loks er athyglisvert að samkvæmt samningi Landsvirkjunar og iðnaðarmannafélaganna er heimilt að sleppa því að taka upp eftirvinnu 1 og 2, eins og kveðið er á um í almennum kjarasamningum SA og iðnaðarmanna. Mikil óánægja var með það ákvæði meðal margra iðnaðarmannafélaga og gerði það næstum verkum að þeir samningar voru felldir síðastliðið vor, enda leiddi þetta ákvæði til þess að sumir iðnaðarmenn voru mögulega að lækka í yfirvinnulaunum vegna lækkunar á hlutfalli í yfirvinnu 1. Nú er reynsla fyrir því að oft í gegnum tíðina hefur verið samið við smærri aðila um eitthvað annað og meira en samdist um við stóra borðið. Það sem er sérstakt við þennan samning er, að þarna er eitt stærsta fyrirtæki landsins, sem sækir tekjur sínar til skattborgara þessa lands og er innan Samtaka atvinnulífsins, að semja við þrjú stærstu iðnfélög landsins. Það hlýtur að vekja umhugsun í ljósi þeirrar kjarastefnu sem mótuð var í landinu síðastliðið vor og lögð hefur verið áhersla á að gildi um alla landsmenn. Skylt er að nefna að undirritaður er blaðamaður, sem skrifaði um kjaramál fyrir Morgunblaðið í 20 ár og er nú um stundir formaður Blaðamannafélags Íslands, sem á í kjaradeilu við Samtök atvinnulífsins.Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands.
„Gjafir eru yður gefnar” Það er fagnaðarefni að Landsvirkjun skuli hafa náð samningum við starfsmenn sína, eins og ég les um í fréttum í morgun. 6. nóvember 2019 11:00
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar