Þjóðernissamtökin Norðurvígi dreifa áróðri í Háskóla Íslands Birgir Olgeirsson skrifar 7. nóvember 2019 11:01 Samtökin hafa farið víða á svæði Háskóla Íslands undanfarna daga. Vísir/Vilhelm Hatursfullum og rasískum skilaboðum hefur verið dreift í svæði Háskóla Íslands undanfarna daga. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Þar segir hann forsvarsmenn Háskóla Íslands muni ekki láta það líðast. Hefur hann beðið umsjónarmenn fasteigna Háskóla Íslands um að vera á varðbergi og henda öllum kynþáttaáróðri rakleitt þangað sem hann á heima, í ruslið. „Jafnrétti er leiðarljós í starfi Háskóla Íslands og grundvöllur fjölbreytni og virðingar í háskólasamfélaginu. Þess vegna hryggir það mig að sjá að samtök þjóðernissinna hafa undanfarna daga dreift um háskólasvæðið hatursfullum og rasískum skilaboðum,“ skrifar Jón Atli og bætir við: „Í Háskóla Íslands eiga allir að upplifa sig örugga og við eigum öll að hjálpast að við að tryggja að virðing sé borin fyrir fjölbreytileika mannlífsins.“ Þjóðernissamtökin sem standa fyrir þessari dreifingu nefnast Norðurvígi sem hafa áður dreift áróðri á háskólasvæðinu. Er um að ræða límmiða sem hafa verið límdir á fasteignir en bæði starfsfólk og nemendur skólans hafa fjarlægt þá jafn harðan. Þá hafa samtökin einnig sett dreifimiða í pósthólf á stúdentagörðum. Hér má sjá dreifimiða Norðurvígis.AðsendNorðurvígi er hluti af Norrænu mótstöðuhreyfingunni, sem starfar í Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Hafa þessi samtök verið kölluð nýnasistahreyfing en embætti ríkislögreglustjóra fjallaði um þessi samtök í greiningu sinni á hættu á hryðjuverkum hér á landi. Á vef Norðurvígis kemur fram að um sé að ræða borgaralega og löglega stjórnarandstöðuhreyfingu. Vilja samtökin stöðva stór innflutning á fólki til landsins og vilja vinna með öllum ráðum að því að taka völdin af alþjóðlegum Síonistum sem „valdi eða fjármunum stjórna stórum hluta þessa heims.“ Skóla - og menntamál Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Hatursfullum og rasískum skilaboðum hefur verið dreift í svæði Háskóla Íslands undanfarna daga. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Þar segir hann forsvarsmenn Háskóla Íslands muni ekki láta það líðast. Hefur hann beðið umsjónarmenn fasteigna Háskóla Íslands um að vera á varðbergi og henda öllum kynþáttaáróðri rakleitt þangað sem hann á heima, í ruslið. „Jafnrétti er leiðarljós í starfi Háskóla Íslands og grundvöllur fjölbreytni og virðingar í háskólasamfélaginu. Þess vegna hryggir það mig að sjá að samtök þjóðernissinna hafa undanfarna daga dreift um háskólasvæðið hatursfullum og rasískum skilaboðum,“ skrifar Jón Atli og bætir við: „Í Háskóla Íslands eiga allir að upplifa sig örugga og við eigum öll að hjálpast að við að tryggja að virðing sé borin fyrir fjölbreytileika mannlífsins.“ Þjóðernissamtökin sem standa fyrir þessari dreifingu nefnast Norðurvígi sem hafa áður dreift áróðri á háskólasvæðinu. Er um að ræða límmiða sem hafa verið límdir á fasteignir en bæði starfsfólk og nemendur skólans hafa fjarlægt þá jafn harðan. Þá hafa samtökin einnig sett dreifimiða í pósthólf á stúdentagörðum. Hér má sjá dreifimiða Norðurvígis.AðsendNorðurvígi er hluti af Norrænu mótstöðuhreyfingunni, sem starfar í Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Hafa þessi samtök verið kölluð nýnasistahreyfing en embætti ríkislögreglustjóra fjallaði um þessi samtök í greiningu sinni á hættu á hryðjuverkum hér á landi. Á vef Norðurvígis kemur fram að um sé að ræða borgaralega og löglega stjórnarandstöðuhreyfingu. Vilja samtökin stöðva stór innflutning á fólki til landsins og vilja vinna með öllum ráðum að því að taka völdin af alþjóðlegum Síonistum sem „valdi eða fjármunum stjórna stórum hluta þessa heims.“
Skóla - og menntamál Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira