Bjóða dæmdum mönnum fé til að flytja úr „gettóum“ Óðinsvéa Atli Ísleifsson skrifar 7. nóvember 2019 11:31 Ákvörðunin að bjóða dæmdum fé til að flytja naut víðtæks stuðnings í borgarstjórn Óðinsvéa. Getty Borgaryfirvöld í Óðinsvéum hafa boðið þeim sem hafa fengið dóm á árinu 2019 og búa í ákveðnum hverfum borgarinnar 15 þúsund danskar krónur, um 280 þúsund íslenskar, til að flytja á brott. Telja stjórnvöld að kostnaðurinn verði meiri, fari svo að fólkið verði allt um kyrrt, vegna þeirra krafna sem koma fram í hinum svokölluðu „gettólögum“ sem samþykkt voru á danska þinginu á síðasta ári. Fréttir bárust af því um helgina að borgaryfirvöld í Óðinsvéum hafi hengt upp auglýsingar víðs vegar í hverfunum Påskeløkken, Risingparken, Smedeløkken og Solbakken. Þar stóð: „Tilboð. Styrkir til flutninga. Hefur þú hlotið dóm á árinu 2019? Þá átt þú möguleika á aðstoð vegna nýs upphafs. 15.000 krónur og greitt fyrir flutning.“Fyens Stiftstidende greindi fyrst frá framtakinu sem hefur skapað nokkra umræðu í Danmörku. „Gettólögin“ svokölluðu tóku gildi í nóvember á síðasta ári sem skylda sveitarstjórnir og fasteignafélög til að breyta samsetningu íbúa í íbúahverfum sem hafna á svokölluðum „hörðum gettólista“, þar sem félagsleg vandamál eru skilgreind sérstaklega mikil. Með framtakinu vilja yfirvöld í Óðinsvéum koma í veg fyrir að umrædd hverfi hafni á listanum.Til að framfylgja lögunum er sveitarstjórnum veitt heimild til að rífa heilu íbúðablokkirnar og flytja heilu fjölskyldurnar nauðungaflutningum. Ákvörðunin að bjóða dæmdum fé til að flytja naut víðtæks stuðnings í borgarstjórn Óðinsvéa. Fjölmargir hafa þó gagnrýnt „gettólögin“, bæði vegna orðanotkunarinnar og að þau feli í sér árás á almennan húsnæðismarkað í Danmörku. Eru þau sögð knúin áfram af fólki sem vill auka einkavæðingu á húsnæðismarkaði. Danmörk Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Sjá meira
Borgaryfirvöld í Óðinsvéum hafa boðið þeim sem hafa fengið dóm á árinu 2019 og búa í ákveðnum hverfum borgarinnar 15 þúsund danskar krónur, um 280 þúsund íslenskar, til að flytja á brott. Telja stjórnvöld að kostnaðurinn verði meiri, fari svo að fólkið verði allt um kyrrt, vegna þeirra krafna sem koma fram í hinum svokölluðu „gettólögum“ sem samþykkt voru á danska þinginu á síðasta ári. Fréttir bárust af því um helgina að borgaryfirvöld í Óðinsvéum hafi hengt upp auglýsingar víðs vegar í hverfunum Påskeløkken, Risingparken, Smedeløkken og Solbakken. Þar stóð: „Tilboð. Styrkir til flutninga. Hefur þú hlotið dóm á árinu 2019? Þá átt þú möguleika á aðstoð vegna nýs upphafs. 15.000 krónur og greitt fyrir flutning.“Fyens Stiftstidende greindi fyrst frá framtakinu sem hefur skapað nokkra umræðu í Danmörku. „Gettólögin“ svokölluðu tóku gildi í nóvember á síðasta ári sem skylda sveitarstjórnir og fasteignafélög til að breyta samsetningu íbúa í íbúahverfum sem hafna á svokölluðum „hörðum gettólista“, þar sem félagsleg vandamál eru skilgreind sérstaklega mikil. Með framtakinu vilja yfirvöld í Óðinsvéum koma í veg fyrir að umrædd hverfi hafni á listanum.Til að framfylgja lögunum er sveitarstjórnum veitt heimild til að rífa heilu íbúðablokkirnar og flytja heilu fjölskyldurnar nauðungaflutningum. Ákvörðunin að bjóða dæmdum fé til að flytja naut víðtæks stuðnings í borgarstjórn Óðinsvéa. Fjölmargir hafa þó gagnrýnt „gettólögin“, bæði vegna orðanotkunarinnar og að þau feli í sér árás á almennan húsnæðismarkað í Danmörku. Eru þau sögð knúin áfram af fólki sem vill auka einkavæðingu á húsnæðismarkaði.
Danmörk Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Sjá meira