„Ég var fljótasta stelpan í Bandaríkjunum en svo samdi ég við Nike“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2019 10:00 Mary Cain kemur hér fyrst í mark í hlaupi þegar allt var í blóma. Getty/Bill Frakes Hlaupakonan Mary Cain sagði sláandi sögu sína í myndbandi sem birtist í New York Times en einu sinni var þessi 23 ára gamla stelpa talin vera mesta efni í heimi í millivegahlaupum. Árið 2013 var Mary Cain yngsti liðsmaður bandaríska frjálsíþróttalandsliðsins frá upphafi sem vann sér sæti í heimsmeistaramótsliði. Hún var aðeins sautján ára gömul og var búin að slá í gegn með því að bæta hvert metið á fætur öðru. Hún var í sérflokki í sinni grein meðal jafnaldra sinna í Bandaríkjunum og var líka toppnemandi. Hún hafði allt til að vera stórstjarna í íþróttaheiminum en ein afdrifarík ákvörðun átti að hennar mati eftir að rústa hennar ferli.Mary Cain: I Was the Fastest Girl in America, Until I Joined Nike https://t.co/eTJgDvGWb7 — Buster Olney (@Buster_ESPN) November 7, 2019Á þessu sama ári skrifaði Mary Cain undir samning við Nike og var hluti af Oregon Project liðinu hjá þessum stóra bandaríska íþróttavöruframleiðanda. Hún hélt að hún væri með því að stíga rétta skrefið í átt að verða sú besta í heimi. Það var hins vegar þá sem allt breyttist til hins verra. Mary Cain kom mjög ung inn í sviðsljósið en hún réði ekki við þær ósanngjörnu kröfur sem settar voru á hana. Cain hafði hæfileikana til að vinna gull á næstu Ólympíuleikum en var aldrei sú sama. Mikil pressa var sett á Mary Cain að verða grennri og grennri og hún réð ekki við þær fáránlegu kröfur sem voru settar á hana af þjálfurunum hjá Nike Oregon Project. Allir bestu tímar hennar eru frá 2013 og 2014. Yfirmaður verkefnisins var Alberto Salazar en hann hefur nú verið fundinn sekur um að nota ólögleg lyf og er nú að taka út fjögurra ára bann vegna þessa. Í framhaldinu var Nike Oregon Project lagt niður. Eftir stendur Mary Cain niðurbrotin en var tilbúin að segja sögu sína. Cain talar um að Alberto Salazar og hinir þjálfararnir hafi meðal annars látið hana taka ólögleg lyf til að léttast en það hafi á endanum leitt til bæði líkamlegra og andlega þjáninga. Allt snerist um að hún yrði að grennast en á sama tíma fékk hún ekkert aðgengi að íþróttasálfræðingi eða öðrum sem gætu hjálpað henni í gegnum þessa martröð. Mary Cain hætti þannig að fá blæðingar í þrjú ár og bein hennar urðu mjög veikbyggð. Hún brotnaði þannig fimm sinnum á meðan hún tók þátt í Nike Oregon Project. Mary Cain sagði sögu sína í myndbandi sem New York Times birti á heimasíðu sinni og er aðgengilegt hér fyrir neðan. Bandaríkin Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Sjá meira
Hlaupakonan Mary Cain sagði sláandi sögu sína í myndbandi sem birtist í New York Times en einu sinni var þessi 23 ára gamla stelpa talin vera mesta efni í heimi í millivegahlaupum. Árið 2013 var Mary Cain yngsti liðsmaður bandaríska frjálsíþróttalandsliðsins frá upphafi sem vann sér sæti í heimsmeistaramótsliði. Hún var aðeins sautján ára gömul og var búin að slá í gegn með því að bæta hvert metið á fætur öðru. Hún var í sérflokki í sinni grein meðal jafnaldra sinna í Bandaríkjunum og var líka toppnemandi. Hún hafði allt til að vera stórstjarna í íþróttaheiminum en ein afdrifarík ákvörðun átti að hennar mati eftir að rústa hennar ferli.Mary Cain: I Was the Fastest Girl in America, Until I Joined Nike https://t.co/eTJgDvGWb7 — Buster Olney (@Buster_ESPN) November 7, 2019Á þessu sama ári skrifaði Mary Cain undir samning við Nike og var hluti af Oregon Project liðinu hjá þessum stóra bandaríska íþróttavöruframleiðanda. Hún hélt að hún væri með því að stíga rétta skrefið í átt að verða sú besta í heimi. Það var hins vegar þá sem allt breyttist til hins verra. Mary Cain kom mjög ung inn í sviðsljósið en hún réði ekki við þær ósanngjörnu kröfur sem settar voru á hana. Cain hafði hæfileikana til að vinna gull á næstu Ólympíuleikum en var aldrei sú sama. Mikil pressa var sett á Mary Cain að verða grennri og grennri og hún réð ekki við þær fáránlegu kröfur sem voru settar á hana af þjálfurunum hjá Nike Oregon Project. Allir bestu tímar hennar eru frá 2013 og 2014. Yfirmaður verkefnisins var Alberto Salazar en hann hefur nú verið fundinn sekur um að nota ólögleg lyf og er nú að taka út fjögurra ára bann vegna þessa. Í framhaldinu var Nike Oregon Project lagt niður. Eftir stendur Mary Cain niðurbrotin en var tilbúin að segja sögu sína. Cain talar um að Alberto Salazar og hinir þjálfararnir hafi meðal annars látið hana taka ólögleg lyf til að léttast en það hafi á endanum leitt til bæði líkamlegra og andlega þjáninga. Allt snerist um að hún yrði að grennast en á sama tíma fékk hún ekkert aðgengi að íþróttasálfræðingi eða öðrum sem gætu hjálpað henni í gegnum þessa martröð. Mary Cain hætti þannig að fá blæðingar í þrjú ár og bein hennar urðu mjög veikbyggð. Hún brotnaði þannig fimm sinnum á meðan hún tók þátt í Nike Oregon Project. Mary Cain sagði sögu sína í myndbandi sem New York Times birti á heimasíðu sinni og er aðgengilegt hér fyrir neðan.
Bandaríkin Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Sjá meira