Borgi sig að hafa rangt fyrir sér með gagnlegum hætti Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. nóvember 2019 20:00 Smár McCarthy, þingmaður Pírata og formaður framtíðarnefndar. Það er ómögulegt að hafa rétt fyrir sér um framtíðina, en þó er mikilvægt að hafa rangt fyrir sér með gagnlegum hætti. Þetta segir formaður framtíðarnefndar forsætisráðherra, en fyrsta skýrsla nefndarinnar var gerð opinber í dag. Forsætisráðherra skipaði framtíðarnefndina árið 2018 til þess að fjalla um áskoranir og tækifæri vegna tæknibreytinga. Fyrsta skýrslan fjallar um þróun atvinnulífs, umhverfis, byggðar og lýðfræðilegra þátta fyrir árin 2035 til 2040. „Það er ekki hægt að spá fyrir um framtíðina, það er alveg á hreinu. En við getum gefið okkur ákveðnar sviðsmyndir, við getum leikið okkur með þær upplýsingar sem við höfum um það hvaða þróun er að eiga sér stað, getum reynt að leiða líkum að ákveðnum hlutum,“ segir Smári McCarthy, þingmaður Pírata og formaður nefndarinnar. „En í lok dags þá munum við hafa rangt fyrir okkur og þá skiptir máli að við höfum rangt fyrir okkur á eins gagnlegan hátt og hægt er.“ Meðal þess sem nefndin leggur til í skýrslunni er að komið verði á heildstæðu raunfærnismati sem tekur til allra skólastiga og alls vinnumarkaðar. Greina þurfi mannafla- og færniþörf með reglubundnum hætti og að mótuð verði heildarstefna í nýsköpun-, atvinnu- og iðnaði. Þá verði tekjuöflun ríkisins í stöðugri endurskoðun í ljósi breyttra skattstofna, nýting auðlinda verði í öllum tilfellum sjálfbær og greina þurfi betur áhrif sjálfvirknivæðingar á landsbyggðina og brothættar byggðir. Þá þurfi að leysa áskoranir tengdum breyttri aldurssamsetningu þjóðarinnar og flæði fólks milli landa. „Vonandi munu þessar hugmyndir síast í gegn en ég á von á því að þetta sé kannski fyrst og fremst kannski bara fyrsta atlagan að því að opna meiri umræðu um hvert við ætlum að fara sem samfélag,“ segir Smári. Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira
Það er ómögulegt að hafa rétt fyrir sér um framtíðina, en þó er mikilvægt að hafa rangt fyrir sér með gagnlegum hætti. Þetta segir formaður framtíðarnefndar forsætisráðherra, en fyrsta skýrsla nefndarinnar var gerð opinber í dag. Forsætisráðherra skipaði framtíðarnefndina árið 2018 til þess að fjalla um áskoranir og tækifæri vegna tæknibreytinga. Fyrsta skýrslan fjallar um þróun atvinnulífs, umhverfis, byggðar og lýðfræðilegra þátta fyrir árin 2035 til 2040. „Það er ekki hægt að spá fyrir um framtíðina, það er alveg á hreinu. En við getum gefið okkur ákveðnar sviðsmyndir, við getum leikið okkur með þær upplýsingar sem við höfum um það hvaða þróun er að eiga sér stað, getum reynt að leiða líkum að ákveðnum hlutum,“ segir Smári McCarthy, þingmaður Pírata og formaður nefndarinnar. „En í lok dags þá munum við hafa rangt fyrir okkur og þá skiptir máli að við höfum rangt fyrir okkur á eins gagnlegan hátt og hægt er.“ Meðal þess sem nefndin leggur til í skýrslunni er að komið verði á heildstæðu raunfærnismati sem tekur til allra skólastiga og alls vinnumarkaðar. Greina þurfi mannafla- og færniþörf með reglubundnum hætti og að mótuð verði heildarstefna í nýsköpun-, atvinnu- og iðnaði. Þá verði tekjuöflun ríkisins í stöðugri endurskoðun í ljósi breyttra skattstofna, nýting auðlinda verði í öllum tilfellum sjálfbær og greina þurfi betur áhrif sjálfvirknivæðingar á landsbyggðina og brothættar byggðir. Þá þurfi að leysa áskoranir tengdum breyttri aldurssamsetningu þjóðarinnar og flæði fólks milli landa. „Vonandi munu þessar hugmyndir síast í gegn en ég á von á því að þetta sé kannski fyrst og fremst kannski bara fyrsta atlagan að því að opna meiri umræðu um hvert við ætlum að fara sem samfélag,“ segir Smári.
Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira