Táknmynd illskunnar Davíð Stefánsson skrifar 9. nóvember 2019 07:15 Á þessum degi, 9. nóvember, fyrir þrjátíu árum, féll Berlínarmúrinn. „Varnarveggur gegn fasisma“ sem reistur var árið 1961, fangelsaði þegna hinnar sósíalísku paradísar sem annars hefðu lagt á flótta undan kúguninni. Í sama tilgangi hafði sæluríkið komið upp meira en milljón jarðsprengjum á landamærunum í vestri ásamt öðrum vígvélum. Þúsundir grimmra árásarhunda áttu einnig að varna mönnum frelsis. Margir reyndu, svo slæmt var ástandið. Sumum tókst það, en á annað hundrað féllu við flóttatilraunir. Berlínarmúrinn var tákngervingur kalda stríðsins, stjórnkerfis mannvonsku og lygi. Hann var ímynd þjóðskipulags þar sem tjáningar-, funda- og ferðafrelsi var fótum troðið. Hann var teikn hagkerfis stöðnunar og heimskulegrar oftrúar á getu ríkisskipulags alls mannlífs. Fjölskyldur, vinir og nágrannar í Austur- og Vestur-Berlín voru aðskildir í 28 ár. Í Þýska alþýðulýðveldinu voru þegnarnir undir stöðugu eftirliti leynilögreglunnar Stasi. Fólk var neytt til uppljóstrana og eftirlits hvert með öðru. Börn voru jafnvel hvött til að segja til foreldra sinna. Stjórn- og valdakerfi kommúnista í Mið- og Austur-Evrópu var þó komið að fótum fram og það splundraðist. Ófrelsið og stöðnunin varð ljós. Ekki yrði aftur snúið. Þessi ríki voru efnahagslega komin í þrot. Hagvöxtur þeirra fjaraði út. Efnahagskerfið, sem batt atvinnugreinar á klafa ríkisreksturs og ofskipulags, virkaði ekki til lengdar. Afleiðingin var stöðnun á flestum sviðum. Samanburður á miðstýringu austursins og viðskiptafrelsi vestursins fyrir lífskjör almennings varð æ skýrari. Frjálsir menn skapa og framleiða meira. Ríkisstjórnir hinna sósíalísku ríkja, sem sátu í skjóli Ráðstjórnarríkjanna, tóku að hrynja hver á fætur annarri. Hrun Berlínarmúrsins varð sögulegur punktur í þeirri þróun. Við tók sameining Þýskalands sem var og verður flókið viðfangsefni næstu áratuga. Enn er austurhlutinn talsvert frábrugðinn. Sameinað Þýskaland telst vart fullkomið en fáum dylst að lífskjör almennings eru betri. Þeir eru til sem telja sameiningu ríkjanna mistök. Líkt og í Sovétríkjunum sakna sumir öryggis og stöðugleika einræðisins. Þrátt fyrir njósnir um eigin þegna voru leikskólapláss. Þrátt fyrir miklar ferðatakmarkanir og vöruskort var atvinna flestra tryggð, að minnsta kosti í orði. Þrjátíu ára sögu hins illræmda múrs lauk þegar harðstjórnin lyppaðist niður, þrotin að kröftum, en fólkið reif niður, nánast með berum höndum, þessa táknmynd illskunnar. Þessa skal minnst. Frelsi og borgaraleg réttindi eru ekki sjálfgefin. Þau kalla á þjóðskipulag sem þarf sífellt að verja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á þessum degi, 9. nóvember, fyrir þrjátíu árum, féll Berlínarmúrinn. „Varnarveggur gegn fasisma“ sem reistur var árið 1961, fangelsaði þegna hinnar sósíalísku paradísar sem annars hefðu lagt á flótta undan kúguninni. Í sama tilgangi hafði sæluríkið komið upp meira en milljón jarðsprengjum á landamærunum í vestri ásamt öðrum vígvélum. Þúsundir grimmra árásarhunda áttu einnig að varna mönnum frelsis. Margir reyndu, svo slæmt var ástandið. Sumum tókst það, en á annað hundrað féllu við flóttatilraunir. Berlínarmúrinn var tákngervingur kalda stríðsins, stjórnkerfis mannvonsku og lygi. Hann var ímynd þjóðskipulags þar sem tjáningar-, funda- og ferðafrelsi var fótum troðið. Hann var teikn hagkerfis stöðnunar og heimskulegrar oftrúar á getu ríkisskipulags alls mannlífs. Fjölskyldur, vinir og nágrannar í Austur- og Vestur-Berlín voru aðskildir í 28 ár. Í Þýska alþýðulýðveldinu voru þegnarnir undir stöðugu eftirliti leynilögreglunnar Stasi. Fólk var neytt til uppljóstrana og eftirlits hvert með öðru. Börn voru jafnvel hvött til að segja til foreldra sinna. Stjórn- og valdakerfi kommúnista í Mið- og Austur-Evrópu var þó komið að fótum fram og það splundraðist. Ófrelsið og stöðnunin varð ljós. Ekki yrði aftur snúið. Þessi ríki voru efnahagslega komin í þrot. Hagvöxtur þeirra fjaraði út. Efnahagskerfið, sem batt atvinnugreinar á klafa ríkisreksturs og ofskipulags, virkaði ekki til lengdar. Afleiðingin var stöðnun á flestum sviðum. Samanburður á miðstýringu austursins og viðskiptafrelsi vestursins fyrir lífskjör almennings varð æ skýrari. Frjálsir menn skapa og framleiða meira. Ríkisstjórnir hinna sósíalísku ríkja, sem sátu í skjóli Ráðstjórnarríkjanna, tóku að hrynja hver á fætur annarri. Hrun Berlínarmúrsins varð sögulegur punktur í þeirri þróun. Við tók sameining Þýskalands sem var og verður flókið viðfangsefni næstu áratuga. Enn er austurhlutinn talsvert frábrugðinn. Sameinað Þýskaland telst vart fullkomið en fáum dylst að lífskjör almennings eru betri. Þeir eru til sem telja sameiningu ríkjanna mistök. Líkt og í Sovétríkjunum sakna sumir öryggis og stöðugleika einræðisins. Þrátt fyrir njósnir um eigin þegna voru leikskólapláss. Þrátt fyrir miklar ferðatakmarkanir og vöruskort var atvinna flestra tryggð, að minnsta kosti í orði. Þrjátíu ára sögu hins illræmda múrs lauk þegar harðstjórnin lyppaðist niður, þrotin að kröftum, en fólkið reif niður, nánast með berum höndum, þessa táknmynd illskunnar. Þessa skal minnst. Frelsi og borgaraleg réttindi eru ekki sjálfgefin. Þau kalla á þjóðskipulag sem þarf sífellt að verja.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun