Meirihluti hefur ekki öðlast jafnlaunavottun á tilsettum tíma Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 9. nóvember 2019 08:45 Katrín segir að fjölgun vottunarstofa muni hraða ferlinu. Fréttablaðið/Ernir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti stöðu jafnlaunavottunar á ríkisstjórnarfundi í vikunni. Á fundinum kom fram að kallað hefði verið eftir upplýsingum um stöðu jafnlaunavottunar hjá ríkisstofnunum frá öllum ráðuneytum og höfðu upplýsingar borist frá 122 sem öðlast eiga vottun fyrir áramót. Alls hafa 35 opinberir aðilar af þessum 122 fengið jafnlaunavottun, 43 stefna á að öðlast hana fyrir áramót og 42 eru í innleiðingarferli sem ekki er gert ráð fyrir að klárist fyrir áramót. Tvær stofnanir hafa ekki hafið innleiðingarferli, Lánasjóður íslenskra námsmanna og Samkeppniseftirlitið. Öllum opinberum stofnunum, sjóðum og fyrirtækjum sem eru að hálfu eða að meirihluta rekin af ríkinu og þar sem starfa 25 starfsmenn eða fleiri ber samkvæmt lögum að hafa öðlast jafnlaunavottun fyrir 31. desember 2019. Sömu lög gilda um öll fyrirtæki þar sem starfa fleiri en 250 manns. Heimilt er að beita dagsektum verði skilyrði laganna ekki uppfyllt. Katrín Jakobsdóttir telur ólíklegt að það takist að klára innleiðingarferli þeirra 85 aðila sem samkvæmt lögum skuli öðlast vottun fyrir áramót en hafa enn ekki gert það. „Ég er bjartsýn á að þetta verði allavega komið af stað hjá þeim sem heyra undir lögin en ég á ekki von á því að það verði klappað og klárt fyrir áramót,“ segir hún. „Þetta er verkefni sem fór hægt af stað en hefur tekið við sér og ferlið er þannig að gert er ráð fyrir að sjálfstæð vottunarstofa veiti vottunina. Þeim hefur fjölgað og það hraðar á ferlinu,“ segir Katrín. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti stöðu jafnlaunavottunar á ríkisstjórnarfundi í vikunni. Á fundinum kom fram að kallað hefði verið eftir upplýsingum um stöðu jafnlaunavottunar hjá ríkisstofnunum frá öllum ráðuneytum og höfðu upplýsingar borist frá 122 sem öðlast eiga vottun fyrir áramót. Alls hafa 35 opinberir aðilar af þessum 122 fengið jafnlaunavottun, 43 stefna á að öðlast hana fyrir áramót og 42 eru í innleiðingarferli sem ekki er gert ráð fyrir að klárist fyrir áramót. Tvær stofnanir hafa ekki hafið innleiðingarferli, Lánasjóður íslenskra námsmanna og Samkeppniseftirlitið. Öllum opinberum stofnunum, sjóðum og fyrirtækjum sem eru að hálfu eða að meirihluta rekin af ríkinu og þar sem starfa 25 starfsmenn eða fleiri ber samkvæmt lögum að hafa öðlast jafnlaunavottun fyrir 31. desember 2019. Sömu lög gilda um öll fyrirtæki þar sem starfa fleiri en 250 manns. Heimilt er að beita dagsektum verði skilyrði laganna ekki uppfyllt. Katrín Jakobsdóttir telur ólíklegt að það takist að klára innleiðingarferli þeirra 85 aðila sem samkvæmt lögum skuli öðlast vottun fyrir áramót en hafa enn ekki gert það. „Ég er bjartsýn á að þetta verði allavega komið af stað hjá þeim sem heyra undir lögin en ég á ekki von á því að það verði klappað og klárt fyrir áramót,“ segir hún. „Þetta er verkefni sem fór hægt af stað en hefur tekið við sér og ferlið er þannig að gert er ráð fyrir að sjálfstæð vottunarstofa veiti vottunina. Þeim hefur fjölgað og það hraðar á ferlinu,“ segir Katrín.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Sjá meira