Opið bréf til dóms- og kirkjumálaráðherra: Er kirkjan hlaðin mistökum? Ómar Torfason skrifar 10. nóvember 2019 08:00 Ágæti ráðherra, Þú hélst sem kirkjumálaráðherra, þ.e. æðsti yfirmaður kirkjunnar að forseta lýðveldisins undanskildum, erindi á nýafstöðnu Kirkjuþingi, þar sem þú lagðir á það áherslu að kirkjan lærði af þeim mistökum sínum að hafa fyrrum daufheyrst við kalli samtímans í þágu mannréttinda, fyrst og fremst samkynheigðra, og skilið kærleikann og umburðarlyndið eftir utan garðs. Þú segir reyndar í lok erindisins að „þannig sýnir kirkjan að hún hefur lært af mistökunum – með því að beita sér í þágu mannréttinda, standa með fólkinu, mennskunni og sýna kærleika í verki.“ Hún á sem sagt sitthvað ólært (af mistökum sínum), þótt hún hafi nú þegar lært mikið. Þjóðkirkjan er kristin, envangelísk-lútersk kirkja, sem kennir sig við þýska siðbótarfrömuðinn Martein Lúther (1483-1546). Hún á sér rætur í trúarumróti þess tíma sem og fyrri tíma. Fylgismenn hennar nefnast prótestantar, sem á íslensku hefur verið útlagt sem mótmælendur, sem er í reynd hjáskot, þar sem grunnhugmyndin er pro = fyrir og testimonium = vitnisburður, þ.e. kirkja sem stendur fyrir því sem rétt er, þ.e. lýðræði og samviskufrelsi. Hún er öllum opin óháð trúarafstöðu. Hún er kristin því að hún grundvallar tilveru sína og tilurð á Jesú Kristi, orðum hans og athöfnum svo sem fram kemur í Nýja-testamentinu. Nánari skilgreinig á Jesúm er að „hann mun frelsa lýð sinn frá syndum hans“ (Matt. 1:21). Kristur er útlagt sem „hinn smurði“, eða Messías, og „sá sem sendur er“. Til nánari útlistunar hafa forvígismenn kirkjunnar frá bernskudögum hennar komið sér saman um trúarjátningu, og eru þær nú fimm talsins, og er þar helst að nefna Ágsborgarjátninguna frá 1530. Jesús Kristur er þungamiðjan, frelsari mannsins, höfundur lífsins og skapari alls. Hann gerir tilkall til guðdómsins sem upphaf allrar tilveru. Hann er Guð (JHWH) Gamla-testamentisins (Jóh. 8:58). Kirkjan, með Jesúm Krist að grunni, stendur frammi fyrir tvíbentum vanda, þ.e. kenningunni um ríkin tvö. Annars vegar er það ríki andans, þar sem Guð leiðir manninn til tímanlegs og um síðir eilífs hjálpræðis, og hins vegar veraldarríkið, sem er handleiðsla Guðs varðandi ytri skipan mannlegu skipulagi til nauðsynjar, sem um leið lýtur skynsemi mannsins og úrræðum hans og stjórnast af ytra valdi. Þetta tvíþætta hlutverk hefur reynst henni miserfitt, og þekkt er að hún hefur átt það til að beita valdi til að verja hina „sönnu“ kenningu ríkis andans á kostnað samviskufrelsisins. Það er hér sem komið er að skilgreiningunni „mistök“, sem þú nefnir svo. Kirkjan hefur í tímans rás tekist á við guðfræðina annars vegar og samfélagsandann hins vegar. Slíkt tekur tíma og getur sú glíma ekki talist til mistaka. Reynslur verða að mistökum þegar endurtekningar þeirra eiga sér stað með neikvæðum afleiðingum fyrir færri eða fleiri. Glíman við hugmyndafræði lútandi að samkynhneigð var á sínum tíma ný reynsla sem kirkjan þurfti svigrúm til að vinna úr, en oft hefur gætt óþolinmæði í hennar garð við úrvinnslu, einkum þegar tveir andstæðir pólar mætast. Þessi togstreita milli ríkis andans og veraldarríkisins kom sterklega fram í hugmyndafræðilegri glímu kirkjunnar við samfélagið varðandi kynhneigð og kynhegðun. Var málefnið guðfræðilegs eðlis, þ.e. ríki andans, eða siðfræðilegs/samfélgaslegs eðlis, þ.e. veraldarríkið? Þann 27. júni 2010 samþykkti kirkjan um síðir hjúskaparlögin sem ná einnig til samkynja para. Þar með vék guðfræðin fyrir samfélagsþrýstingnum; veraldarríkið varð ríki andans yfirsterkara. Jesús Kristur er skapari mannsins, kallaði hann fram á sjónarsviðið á sínum tíma. Ferlið sem slíkt verður hér látið liggja milli hluta, en sköpunin hefur í sér innbyggðan tilgang. Guð er skapari, það er innbyggt og órofa heild í eðli hans og skilgreiningu. Tilvist mannsins hefur þannig í sér fólginn vissan tilgang. Jesús Kristur staðhæfði, að maðurinn hafi verið skapaður sem karl (hebr. ish) og kona (hebr. isha) og saman myndi þá heild sem kallast maður (hebr. adam). Konan var mynduð úr síðu mannsins, allegóría eða ekki, til ítrekunar á því að þau væru jafningjar. Það er því ófrávíkjanlegur guðfræðilegur skilningur Ritningarinnar að ímynd sköpunarinnar byggi á jafnræði og gagnkynhneigð. Þú ert æðsti yfirmaður kirkjunnar hvað veraldarríkið varðar, en hvað ríki andans varðar þá ríkir biskup kirkjunnar þar með vígslubiskupana tvo sér við hlið. Það er þeirra að stýra kirkjunni í stormviðri kenninganna. Þú hefur þar enga skilgreinda aðkomu sem ráðherra. Það að „þjóðkirkjan verði (framtíð (innskot mitt)) að læra af mistökum sínum“ fellur óhjákvæmilega utan þíns ramma, þar sem meint mistök kirkjunnar varða guðfræði og þar með alfarið ríki andans. „Hákoni varð helst að falli, að hlýddi hann eigi tímans kalli“ á sér eflaust marga stoðina í raunveruleikanum, en að sama skapi má segja það sama varðandi staðhæfingu F. W. Nietzsche (1844-1900): „Guðfræðingur hefur samkvæmt skilgreiningu rangt fyrir sér.“Ecclesia semper reformanda (kirkja þess að vera stöðugt siðbætt) er ekki algild kenning.Höfundur er sjúkraþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ómar Torfason Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Ágæti ráðherra, Þú hélst sem kirkjumálaráðherra, þ.e. æðsti yfirmaður kirkjunnar að forseta lýðveldisins undanskildum, erindi á nýafstöðnu Kirkjuþingi, þar sem þú lagðir á það áherslu að kirkjan lærði af þeim mistökum sínum að hafa fyrrum daufheyrst við kalli samtímans í þágu mannréttinda, fyrst og fremst samkynheigðra, og skilið kærleikann og umburðarlyndið eftir utan garðs. Þú segir reyndar í lok erindisins að „þannig sýnir kirkjan að hún hefur lært af mistökunum – með því að beita sér í þágu mannréttinda, standa með fólkinu, mennskunni og sýna kærleika í verki.“ Hún á sem sagt sitthvað ólært (af mistökum sínum), þótt hún hafi nú þegar lært mikið. Þjóðkirkjan er kristin, envangelísk-lútersk kirkja, sem kennir sig við þýska siðbótarfrömuðinn Martein Lúther (1483-1546). Hún á sér rætur í trúarumróti þess tíma sem og fyrri tíma. Fylgismenn hennar nefnast prótestantar, sem á íslensku hefur verið útlagt sem mótmælendur, sem er í reynd hjáskot, þar sem grunnhugmyndin er pro = fyrir og testimonium = vitnisburður, þ.e. kirkja sem stendur fyrir því sem rétt er, þ.e. lýðræði og samviskufrelsi. Hún er öllum opin óháð trúarafstöðu. Hún er kristin því að hún grundvallar tilveru sína og tilurð á Jesú Kristi, orðum hans og athöfnum svo sem fram kemur í Nýja-testamentinu. Nánari skilgreinig á Jesúm er að „hann mun frelsa lýð sinn frá syndum hans“ (Matt. 1:21). Kristur er útlagt sem „hinn smurði“, eða Messías, og „sá sem sendur er“. Til nánari útlistunar hafa forvígismenn kirkjunnar frá bernskudögum hennar komið sér saman um trúarjátningu, og eru þær nú fimm talsins, og er þar helst að nefna Ágsborgarjátninguna frá 1530. Jesús Kristur er þungamiðjan, frelsari mannsins, höfundur lífsins og skapari alls. Hann gerir tilkall til guðdómsins sem upphaf allrar tilveru. Hann er Guð (JHWH) Gamla-testamentisins (Jóh. 8:58). Kirkjan, með Jesúm Krist að grunni, stendur frammi fyrir tvíbentum vanda, þ.e. kenningunni um ríkin tvö. Annars vegar er það ríki andans, þar sem Guð leiðir manninn til tímanlegs og um síðir eilífs hjálpræðis, og hins vegar veraldarríkið, sem er handleiðsla Guðs varðandi ytri skipan mannlegu skipulagi til nauðsynjar, sem um leið lýtur skynsemi mannsins og úrræðum hans og stjórnast af ytra valdi. Þetta tvíþætta hlutverk hefur reynst henni miserfitt, og þekkt er að hún hefur átt það til að beita valdi til að verja hina „sönnu“ kenningu ríkis andans á kostnað samviskufrelsisins. Það er hér sem komið er að skilgreiningunni „mistök“, sem þú nefnir svo. Kirkjan hefur í tímans rás tekist á við guðfræðina annars vegar og samfélagsandann hins vegar. Slíkt tekur tíma og getur sú glíma ekki talist til mistaka. Reynslur verða að mistökum þegar endurtekningar þeirra eiga sér stað með neikvæðum afleiðingum fyrir færri eða fleiri. Glíman við hugmyndafræði lútandi að samkynhneigð var á sínum tíma ný reynsla sem kirkjan þurfti svigrúm til að vinna úr, en oft hefur gætt óþolinmæði í hennar garð við úrvinnslu, einkum þegar tveir andstæðir pólar mætast. Þessi togstreita milli ríkis andans og veraldarríkisins kom sterklega fram í hugmyndafræðilegri glímu kirkjunnar við samfélagið varðandi kynhneigð og kynhegðun. Var málefnið guðfræðilegs eðlis, þ.e. ríki andans, eða siðfræðilegs/samfélgaslegs eðlis, þ.e. veraldarríkið? Þann 27. júni 2010 samþykkti kirkjan um síðir hjúskaparlögin sem ná einnig til samkynja para. Þar með vék guðfræðin fyrir samfélagsþrýstingnum; veraldarríkið varð ríki andans yfirsterkara. Jesús Kristur er skapari mannsins, kallaði hann fram á sjónarsviðið á sínum tíma. Ferlið sem slíkt verður hér látið liggja milli hluta, en sköpunin hefur í sér innbyggðan tilgang. Guð er skapari, það er innbyggt og órofa heild í eðli hans og skilgreiningu. Tilvist mannsins hefur þannig í sér fólginn vissan tilgang. Jesús Kristur staðhæfði, að maðurinn hafi verið skapaður sem karl (hebr. ish) og kona (hebr. isha) og saman myndi þá heild sem kallast maður (hebr. adam). Konan var mynduð úr síðu mannsins, allegóría eða ekki, til ítrekunar á því að þau væru jafningjar. Það er því ófrávíkjanlegur guðfræðilegur skilningur Ritningarinnar að ímynd sköpunarinnar byggi á jafnræði og gagnkynhneigð. Þú ert æðsti yfirmaður kirkjunnar hvað veraldarríkið varðar, en hvað ríki andans varðar þá ríkir biskup kirkjunnar þar með vígslubiskupana tvo sér við hlið. Það er þeirra að stýra kirkjunni í stormviðri kenninganna. Þú hefur þar enga skilgreinda aðkomu sem ráðherra. Það að „þjóðkirkjan verði (framtíð (innskot mitt)) að læra af mistökum sínum“ fellur óhjákvæmilega utan þíns ramma, þar sem meint mistök kirkjunnar varða guðfræði og þar með alfarið ríki andans. „Hákoni varð helst að falli, að hlýddi hann eigi tímans kalli“ á sér eflaust marga stoðina í raunveruleikanum, en að sama skapi má segja það sama varðandi staðhæfingu F. W. Nietzsche (1844-1900): „Guðfræðingur hefur samkvæmt skilgreiningu rangt fyrir sér.“Ecclesia semper reformanda (kirkja þess að vera stöðugt siðbætt) er ekki algild kenning.Höfundur er sjúkraþjálfari.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun