Helgi hefur selt í Marel fyrir um 800 milljónir Hörður Ægisson skrifar 30. október 2019 06:45 Helgi Magnússon. Helgi Magnússon fjárfestir, sem sat í stjórn Marels á árunum 2005 til 2019, hefur á síðustu mánuðum selt tæplega helming bréfa sinna í fyrirtækinu fyrir jafnvirði samtals um 820 milljóna króna miðað við núverandi hlutabréfaverð Marels. Þetta má lesa út úr lista yfir alla hluthafa Marels, sem Markaðurinn hefur séð, en samkvæmt honum eiga félögin Hofgarðar og Eignarhaldsfélagið Harpa í dag samanlagt 1.645 þúsund bréf í fyrirtækinu að nafnverði, sem jafngildir rúmlega 0,2 prósenta eignarhlut, og eru þau metin á um 970 milljónir króna. Hofgarðar eru að öllu leyti í eigu Helga en hlutur hans í Hörpu nemur 56 prósentum. Helgi er aðaleigandi Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins. Í byrjun mars á þessu ári, þegar Helgi hætti í stjórn Marels, áttu hins vegar þrjú félög Helga samtals rúmlega þrjár milljónir hluta að nafnverði í Marel og nam markaðsvirði bréfanna á þeim tíma, þegar hlutabréfaverðið stóð í 505 krónum á hlut, um 1.550 milljónum króna. Hlutabréfaverð Marels hefur hækkað talsvert síðan þá og hefur gengi bréfa félagsins að jafnaði verið á bilinu um 550 til 600 krónur á hlut. Við lokun markaða í gær stóð gengið í 587 og frá áramótum hefur það hækkað um 57 prósent. Félagið Varðberg, sem er að öllu leyti í eigu Helga, hefur þannig selt öll bréf sín í Marel en það átti 316 þúsund hluti. Þá hafa Hofgarðar og Eignarhaldsfélagið Harpa, sem áttu samanlagt um 2,72 milljónir hluta í Marel í mars síðastliðnum, selt nærri helming bréfa sinna. Helgi, sem er meðal annars stjórnarformaður Bláa lónsins og fyrrverandi stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna og Samtaka iðnaðarins, hefur á undanförnum mánuðum fjárfest í félögum á borð við Iceland Seafood, Kviku banka og fjárfestingafélagið Stoðir. Þá keypti Helgi einnig í júní helmingshlut í Torgi, og fyrr í þessum mánuði eignaðist hann, ásamt fleiri aðilum, félagið að fullu. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Sjá meira
Helgi Magnússon fjárfestir, sem sat í stjórn Marels á árunum 2005 til 2019, hefur á síðustu mánuðum selt tæplega helming bréfa sinna í fyrirtækinu fyrir jafnvirði samtals um 820 milljóna króna miðað við núverandi hlutabréfaverð Marels. Þetta má lesa út úr lista yfir alla hluthafa Marels, sem Markaðurinn hefur séð, en samkvæmt honum eiga félögin Hofgarðar og Eignarhaldsfélagið Harpa í dag samanlagt 1.645 þúsund bréf í fyrirtækinu að nafnverði, sem jafngildir rúmlega 0,2 prósenta eignarhlut, og eru þau metin á um 970 milljónir króna. Hofgarðar eru að öllu leyti í eigu Helga en hlutur hans í Hörpu nemur 56 prósentum. Helgi er aðaleigandi Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins. Í byrjun mars á þessu ári, þegar Helgi hætti í stjórn Marels, áttu hins vegar þrjú félög Helga samtals rúmlega þrjár milljónir hluta að nafnverði í Marel og nam markaðsvirði bréfanna á þeim tíma, þegar hlutabréfaverðið stóð í 505 krónum á hlut, um 1.550 milljónum króna. Hlutabréfaverð Marels hefur hækkað talsvert síðan þá og hefur gengi bréfa félagsins að jafnaði verið á bilinu um 550 til 600 krónur á hlut. Við lokun markaða í gær stóð gengið í 587 og frá áramótum hefur það hækkað um 57 prósent. Félagið Varðberg, sem er að öllu leyti í eigu Helga, hefur þannig selt öll bréf sín í Marel en það átti 316 þúsund hluti. Þá hafa Hofgarðar og Eignarhaldsfélagið Harpa, sem áttu samanlagt um 2,72 milljónir hluta í Marel í mars síðastliðnum, selt nærri helming bréfa sinna. Helgi, sem er meðal annars stjórnarformaður Bláa lónsins og fyrrverandi stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna og Samtaka iðnaðarins, hefur á undanförnum mánuðum fjárfest í félögum á borð við Iceland Seafood, Kviku banka og fjárfestingafélagið Stoðir. Þá keypti Helgi einnig í júní helmingshlut í Torgi, og fyrr í þessum mánuði eignaðist hann, ásamt fleiri aðilum, félagið að fullu.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Sjá meira