Skoraði fyrsta markið sitt á móti Íslandi og er nú orðaður við Liverpool og Man. United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2019 13:00 Denis Zakaria í leiknum á móti Íslandi. Getty/ TF-Images Ensku stórliðin Liverpool, Manchester United og Arsenal hafa öll verið í sambandi við forráðamenn Borussia Mönchengladbach vegna áhuga á einum leikmanna þýska liðsins. Leikmaðurinn heitir Denis Zakaria og er 22 ára gamall miðjumaður. Hann hefur staðið sig mjög vel í þýsku deildinni undanfarin og er nú farinn að vekja áhuga hjá knattspyrnustjórum eins og Jürgen Klopp, Ole Gunnari Solskjær og Unai Emery. Það er einnig vitað af áhuga frá stærstu liðunum í Þýskalandi eins og Bayern München og Borussia Dortmund og lið eins og Internazionale, Atletico Madrid og Tottenham vita einnig af leikmanninum.pic.twitter.com/JZYS90f9nT — The Kopite (@TheKopiteOFF) October 29, 2019 Liverpool, Manchester United og Arsenal hafa hins vegar gengið skrefinu lengra samkvæmt frétt Sky í Þýskalandi því þau hafa öll hafið frumviðræður um möguleg kaup á leikmanninum. Það er ólíklegt að hann verði seldur í janúar en það gæti orðið erfitt fyrir Gladbach að halda honum næsta sumar. Zakaria hefur verið í svissneska landsliðinu undanfarin ár og spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2016. Zakaria var í 23 manna HM-hópi Sviss sumarið 2018. Denis Zakaria á líka góðar minningar frá landsleik við Ísland 8. september í fyrra. Þetta var hans þrettándi landsleikur en þar náði hann að skora sitt fyrsta landsliðsmark.Liverpool and Arsenal 'make contact with Denis Zakaria’ over Premier League transferhttps://t.co/mkrRZFEMSvpic.twitter.com/99TpqrHbms — Mirror Football (@MirrorFootball) October 29, 2019 Zakaria skoraði markið á 23. mínútu og kom svissneska landsliðinu í 2-0 en leikurinn endaði með 6-0 stórsigri Sviss. Hannes Þór Halldórsson varði þá aukaspyrnu frá Liverpool-manninum Xherdan Shaqiri en Denis Zakaria fylgdi á eftir og kom boltanum í markið. Denis Zakaria hefur bætt við tveimur landsliðsmörkum en þau komu á móti Georgíu og Gíbraltar. Denis Zakaria er fæddur árið 1996 og verður 23 ára gamall í næsta mánuði. Hann spilar sem afturliggjandi miðjumaður og hefur verið í herbúðum frá því í júní 2017. Denis Zakaria gerði fimm ára samning við þýska félagið sem keypti hann frá svissneska félaginu Young Boys fyrir tíu milljónir evra.Denis Zakaria skorar hér markið sitt í leiknum á móti Íslandi. Þetta var hans fyrsta landsliðsmark.Getty/TF-Images Enski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Fleiri fréttir Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Sjá meira
Ensku stórliðin Liverpool, Manchester United og Arsenal hafa öll verið í sambandi við forráðamenn Borussia Mönchengladbach vegna áhuga á einum leikmanna þýska liðsins. Leikmaðurinn heitir Denis Zakaria og er 22 ára gamall miðjumaður. Hann hefur staðið sig mjög vel í þýsku deildinni undanfarin og er nú farinn að vekja áhuga hjá knattspyrnustjórum eins og Jürgen Klopp, Ole Gunnari Solskjær og Unai Emery. Það er einnig vitað af áhuga frá stærstu liðunum í Þýskalandi eins og Bayern München og Borussia Dortmund og lið eins og Internazionale, Atletico Madrid og Tottenham vita einnig af leikmanninum.pic.twitter.com/JZYS90f9nT — The Kopite (@TheKopiteOFF) October 29, 2019 Liverpool, Manchester United og Arsenal hafa hins vegar gengið skrefinu lengra samkvæmt frétt Sky í Þýskalandi því þau hafa öll hafið frumviðræður um möguleg kaup á leikmanninum. Það er ólíklegt að hann verði seldur í janúar en það gæti orðið erfitt fyrir Gladbach að halda honum næsta sumar. Zakaria hefur verið í svissneska landsliðinu undanfarin ár og spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2016. Zakaria var í 23 manna HM-hópi Sviss sumarið 2018. Denis Zakaria á líka góðar minningar frá landsleik við Ísland 8. september í fyrra. Þetta var hans þrettándi landsleikur en þar náði hann að skora sitt fyrsta landsliðsmark.Liverpool and Arsenal 'make contact with Denis Zakaria’ over Premier League transferhttps://t.co/mkrRZFEMSvpic.twitter.com/99TpqrHbms — Mirror Football (@MirrorFootball) October 29, 2019 Zakaria skoraði markið á 23. mínútu og kom svissneska landsliðinu í 2-0 en leikurinn endaði með 6-0 stórsigri Sviss. Hannes Þór Halldórsson varði þá aukaspyrnu frá Liverpool-manninum Xherdan Shaqiri en Denis Zakaria fylgdi á eftir og kom boltanum í markið. Denis Zakaria hefur bætt við tveimur landsliðsmörkum en þau komu á móti Georgíu og Gíbraltar. Denis Zakaria er fæddur árið 1996 og verður 23 ára gamall í næsta mánuði. Hann spilar sem afturliggjandi miðjumaður og hefur verið í herbúðum frá því í júní 2017. Denis Zakaria gerði fimm ára samning við þýska félagið sem keypti hann frá svissneska félaginu Young Boys fyrir tíu milljónir evra.Denis Zakaria skorar hér markið sitt í leiknum á móti Íslandi. Þetta var hans fyrsta landsliðsmark.Getty/TF-Images
Enski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Fleiri fréttir Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti