Frá slagsmálum í bakgörðum Miami á stóra sviðið í New York | Ótrúleg saga Masvidal Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. október 2019 12:00 Masvidal skömmu áður en hann rotaði Askren. vísir/getty Hinn 34 ára gamli MMA-kappi Jorge Masvidal er að lifa bandaríska drauminn og hann nær hámarki um komandi helgi þegar hann er í aðalbardaga í Madison Square Garden. Líf hans hefur breyst mikið síðasta árið. Fyrir nánast sléttum tveimur árum tapaði hann sínum öðrum bardaga í röð og ferillinn var á hraðri niðurleið. Hann barðist ekkert árið 2018 og var að falla í gleymskunnar dá er hann fékk tækifæri gegn Englendingnum Darren Till í London í mars á þessu ári. Átti hann eflaust að vera fallbyssufóður fyrir Bretann kröftuga en Masvidal þaggaði niður í O2-höllinni og MMA-heiminum með rosalegu rothöggi sem heyrðist um heim allan. Eftir bardagann réðst hann svo að Leon Edwards baksviðs en Edwards hafði skömmu áður haft betur gegn Gunnari Nelson.OMG pic.twitter.com/yVDoMG0czq — Jed I. Goodman (@jedigoodman) March 16, 2019 Masvidal lét reyndar öllum illum látum í London og lét Gunnar meðal annars heyra það í spjalli við Vísi. Öll þessi læti í bland við rothöggið skilaði Masvidal mikilli athygli. Í kjölfarið fékk hann bardaga gegn nýju vonarstjörnu UFC, Ben Askren, í júlí. Það tók Masvidal aðeins fimm sekúndur að rota Askren með mögnuðu hnésparki. Aldrei hafði bardagi verið kláraður svo snemma í sögu UFC. Masvidal var orðin stjarna og er nú á allra vörum í aðdraganda bardagans gegn Nate Diaz um BMF-beltið eða Baddest Motherfucker-beltið."Perdón que me demoré" se disculpaba @GamebredFighter luego de este KO Miralo frente a Nate Diaz en #UFC244 este sábado: https://t.co/2Qthrx0tBcpic.twitter.com/aatDSaVYWM — UFC Español (@UFCEspanol) October 29, 2019 „Ég barðist flotta bardaga 2016 og 2017 en fannst ég ekki fá þá virðingu sem ég átti skilið. Núna í fyrsta skipti er ég að fá það sem ég á skilið,“ sagði Masvidal við ESPN. Lífið hefur svo sannarlega ekki leikið við hann. Faðir hans er flóttamaður frá Kúbu sem flaut yfir til Flórída á traktors-dekki í viku og hann ólst upp í mikilli fátækt í Miami. Hann hefur þurft að berjast fyrir lífi sínu alla tíð og það oftar en ekki í bókstaflegri merkingu. Fjórtán ára gamall var Masvidal barinn svo illa að hann endaði á spítala stórslasaður. Þá sór hann að láta aldrei aftur fara svona með sig. Masvidal mætti alla daga í skólann eftir þetta með sokk og inn í honum var þungur lás. Vopn sem myndi brjóta hausa. Hann byrjaði þess utan að skipuleggja hefnd sína gegn ofbeldismönnunum."Fools are getting baptized from here on out." @GamebredFighter#UFC244pic.twitter.com/8xoF4bTkTu — UFC (@ufc) October 29, 2019 Ekki bætti úr skák að faðir hans var í fangelsi frá því Jorge var 4 ára og þar til hann varð 22 ára. Það var ekki fyrr en hann varð 13 ára samt sem hann komst að því að pabbi sinn sæti í steininum fyrir að selja fíkniefni. Móðir hans hafði logið því að honum að pabbinn væri í hernum. „Mér var sparkað úr skólanum og það var stanslaust vesen á mér. Mamma sagði alltaf að ég yrði bara eins og pabbi minn en mér fannst ekkert að því enda hélt ég að hann væri í hernum,“ sagði bardagakappinn en hann byrjaði að heimsækja föður sinn í fangelsið er hann komst að sannleikanum.Couple uncut interviews with Jorge Masvidal (@GamebredFighter) posted to @espnmma YouTube this morning. Fun stuff from Miami, check them out. At Jorge’s old apartment: https://t.co/xZOnzrE5Zx Lunch with his father: https://t.co/UcrdhRFiJZpic.twitter.com/GfTTmw9jhD — Brett Okamoto (@bokamotoESPN) October 29, 2019 Það átti eftir að hjálpa honum mikið. Pabbi hans var rödd skynseminnar er Jorge var að fara fram úr sér. Eins og þegar hann ætlaði að hefna sín á mönnunum sem komu honum á spítala. „Sem betur fer talaði hann mig af því. Hann sagði við mig að ég myndi enda með honum í steininum. Þetta hafði mikil áhrif á mitt líf,“ sagði Masvidal en hann hefur alla tíð síðan verið mjög náinn föður sínum. Pabbi hans slapp samt ekki úr steininum fyrr en fjórum árum eftir að strákurinn var byrjaður að berjast sem atvinnumaður. Hann þurfti að horfa á bardagana í sjónvarpinu. Eftir að hann komst út hefur hann fylgt syni sínum út um allt. Hann er að sjálfsögðu með honum í New York. Allt byrjaði þetta þó í bakgörðunum í Miami þar sem Kimbo Slice stóð fyrir bardögum í fátækrahverfum borgarinnar. Masvidal varð þá frægur er hann hafði betur gegn hinum sterka dyraverði Reynaldo Fuentes eða Rey eins og hann var kallaður. Sá var óstöðvandi áður en hann lenti í Masvidal. Hér má sjá fyrri bardaginn sem þótti svo vel heppnaður að það varð að fá þá aftur til þess að berjast. Hér er svo síðari bardaginn á milli þeirra en milljónir manna hafa horft á þessa bardaga á Youtube. „Á þessum tíma bjó ég í bílnum mínum og lét mig dreyma um ýmislegt. Meðal annars að ég ætti ísskáp sem væri fullur af mat,“ segir Masvidal en hann á Nate Diaz að þakka að þeir séu að fara að berjast. Diaz hafði betur gegn Anthony Pettis í ágúst og eftir bardagann var fastlega búist við því að hann myndi skora Conor McGregor eða Khabib Nurmagomedov á hólm en svo var nú ekki.The one and only @NateDiaz209 ladies and gents! #UFC244pic.twitter.com/0xI1DzXj6x — UFC Europe (@UFCEurope) October 29, 2019 „Ég var í svona löngu fríi því allir hjá UFC eru aumingjar. Það eru engir gangsterar lengur í þessu nema ég og Jorge,“ sagði Diaz og UFC-unnendur elskuðu hugmyndina. Þeir geta ekki beðið eftir laugardeginum.Bardagi Diaz og Masvidal er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardag. Hitað er upp fyrir bardagann í Búrinu á fimmtudaginn. MMA Tengdar fréttir Nate Diaz: Þetta var nú meira kjaftæðið Um næstu helgi fer fram líklega mest spennandi bardagi ársins hjá UFC er harðjaxlarnir Nate Diaz og Jorge Masvidal mætast í New York. 29. október 2019 13:30 Flúði á traktors-dekki frá Kúbu en drekkur nú tequila í einkaþotu Líf Masvidal-fjölskyldunnar hefur mikið breyst á skömmum tíma. 29. október 2019 23:30 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira
Hinn 34 ára gamli MMA-kappi Jorge Masvidal er að lifa bandaríska drauminn og hann nær hámarki um komandi helgi þegar hann er í aðalbardaga í Madison Square Garden. Líf hans hefur breyst mikið síðasta árið. Fyrir nánast sléttum tveimur árum tapaði hann sínum öðrum bardaga í röð og ferillinn var á hraðri niðurleið. Hann barðist ekkert árið 2018 og var að falla í gleymskunnar dá er hann fékk tækifæri gegn Englendingnum Darren Till í London í mars á þessu ári. Átti hann eflaust að vera fallbyssufóður fyrir Bretann kröftuga en Masvidal þaggaði niður í O2-höllinni og MMA-heiminum með rosalegu rothöggi sem heyrðist um heim allan. Eftir bardagann réðst hann svo að Leon Edwards baksviðs en Edwards hafði skömmu áður haft betur gegn Gunnari Nelson.OMG pic.twitter.com/yVDoMG0czq — Jed I. Goodman (@jedigoodman) March 16, 2019 Masvidal lét reyndar öllum illum látum í London og lét Gunnar meðal annars heyra það í spjalli við Vísi. Öll þessi læti í bland við rothöggið skilaði Masvidal mikilli athygli. Í kjölfarið fékk hann bardaga gegn nýju vonarstjörnu UFC, Ben Askren, í júlí. Það tók Masvidal aðeins fimm sekúndur að rota Askren með mögnuðu hnésparki. Aldrei hafði bardagi verið kláraður svo snemma í sögu UFC. Masvidal var orðin stjarna og er nú á allra vörum í aðdraganda bardagans gegn Nate Diaz um BMF-beltið eða Baddest Motherfucker-beltið."Perdón que me demoré" se disculpaba @GamebredFighter luego de este KO Miralo frente a Nate Diaz en #UFC244 este sábado: https://t.co/2Qthrx0tBcpic.twitter.com/aatDSaVYWM — UFC Español (@UFCEspanol) October 29, 2019 „Ég barðist flotta bardaga 2016 og 2017 en fannst ég ekki fá þá virðingu sem ég átti skilið. Núna í fyrsta skipti er ég að fá það sem ég á skilið,“ sagði Masvidal við ESPN. Lífið hefur svo sannarlega ekki leikið við hann. Faðir hans er flóttamaður frá Kúbu sem flaut yfir til Flórída á traktors-dekki í viku og hann ólst upp í mikilli fátækt í Miami. Hann hefur þurft að berjast fyrir lífi sínu alla tíð og það oftar en ekki í bókstaflegri merkingu. Fjórtán ára gamall var Masvidal barinn svo illa að hann endaði á spítala stórslasaður. Þá sór hann að láta aldrei aftur fara svona með sig. Masvidal mætti alla daga í skólann eftir þetta með sokk og inn í honum var þungur lás. Vopn sem myndi brjóta hausa. Hann byrjaði þess utan að skipuleggja hefnd sína gegn ofbeldismönnunum."Fools are getting baptized from here on out." @GamebredFighter#UFC244pic.twitter.com/8xoF4bTkTu — UFC (@ufc) October 29, 2019 Ekki bætti úr skák að faðir hans var í fangelsi frá því Jorge var 4 ára og þar til hann varð 22 ára. Það var ekki fyrr en hann varð 13 ára samt sem hann komst að því að pabbi sinn sæti í steininum fyrir að selja fíkniefni. Móðir hans hafði logið því að honum að pabbinn væri í hernum. „Mér var sparkað úr skólanum og það var stanslaust vesen á mér. Mamma sagði alltaf að ég yrði bara eins og pabbi minn en mér fannst ekkert að því enda hélt ég að hann væri í hernum,“ sagði bardagakappinn en hann byrjaði að heimsækja föður sinn í fangelsið er hann komst að sannleikanum.Couple uncut interviews with Jorge Masvidal (@GamebredFighter) posted to @espnmma YouTube this morning. Fun stuff from Miami, check them out. At Jorge’s old apartment: https://t.co/xZOnzrE5Zx Lunch with his father: https://t.co/UcrdhRFiJZpic.twitter.com/GfTTmw9jhD — Brett Okamoto (@bokamotoESPN) October 29, 2019 Það átti eftir að hjálpa honum mikið. Pabbi hans var rödd skynseminnar er Jorge var að fara fram úr sér. Eins og þegar hann ætlaði að hefna sín á mönnunum sem komu honum á spítala. „Sem betur fer talaði hann mig af því. Hann sagði við mig að ég myndi enda með honum í steininum. Þetta hafði mikil áhrif á mitt líf,“ sagði Masvidal en hann hefur alla tíð síðan verið mjög náinn föður sínum. Pabbi hans slapp samt ekki úr steininum fyrr en fjórum árum eftir að strákurinn var byrjaður að berjast sem atvinnumaður. Hann þurfti að horfa á bardagana í sjónvarpinu. Eftir að hann komst út hefur hann fylgt syni sínum út um allt. Hann er að sjálfsögðu með honum í New York. Allt byrjaði þetta þó í bakgörðunum í Miami þar sem Kimbo Slice stóð fyrir bardögum í fátækrahverfum borgarinnar. Masvidal varð þá frægur er hann hafði betur gegn hinum sterka dyraverði Reynaldo Fuentes eða Rey eins og hann var kallaður. Sá var óstöðvandi áður en hann lenti í Masvidal. Hér má sjá fyrri bardaginn sem þótti svo vel heppnaður að það varð að fá þá aftur til þess að berjast. Hér er svo síðari bardaginn á milli þeirra en milljónir manna hafa horft á þessa bardaga á Youtube. „Á þessum tíma bjó ég í bílnum mínum og lét mig dreyma um ýmislegt. Meðal annars að ég ætti ísskáp sem væri fullur af mat,“ segir Masvidal en hann á Nate Diaz að þakka að þeir séu að fara að berjast. Diaz hafði betur gegn Anthony Pettis í ágúst og eftir bardagann var fastlega búist við því að hann myndi skora Conor McGregor eða Khabib Nurmagomedov á hólm en svo var nú ekki.The one and only @NateDiaz209 ladies and gents! #UFC244pic.twitter.com/0xI1DzXj6x — UFC Europe (@UFCEurope) October 29, 2019 „Ég var í svona löngu fríi því allir hjá UFC eru aumingjar. Það eru engir gangsterar lengur í þessu nema ég og Jorge,“ sagði Diaz og UFC-unnendur elskuðu hugmyndina. Þeir geta ekki beðið eftir laugardeginum.Bardagi Diaz og Masvidal er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardag. Hitað er upp fyrir bardagann í Búrinu á fimmtudaginn.
MMA Tengdar fréttir Nate Diaz: Þetta var nú meira kjaftæðið Um næstu helgi fer fram líklega mest spennandi bardagi ársins hjá UFC er harðjaxlarnir Nate Diaz og Jorge Masvidal mætast í New York. 29. október 2019 13:30 Flúði á traktors-dekki frá Kúbu en drekkur nú tequila í einkaþotu Líf Masvidal-fjölskyldunnar hefur mikið breyst á skömmum tíma. 29. október 2019 23:30 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira
Nate Diaz: Þetta var nú meira kjaftæðið Um næstu helgi fer fram líklega mest spennandi bardagi ársins hjá UFC er harðjaxlarnir Nate Diaz og Jorge Masvidal mætast í New York. 29. október 2019 13:30
Flúði á traktors-dekki frá Kúbu en drekkur nú tequila í einkaþotu Líf Masvidal-fjölskyldunnar hefur mikið breyst á skömmum tíma. 29. október 2019 23:30
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti