Skúra, skrúbba og bóna Flosi Eiríksson skrifar 31. október 2019 08:00 Ég átti þess kost að koma í viðtal um stöðuna í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins (SGS) við sveitarfélögin í útvarpsþáttinn Harmageddon fyrr í þessari viku. Það er alltaf gott að fá tækifæri til að koma sjónarmiðum SGS á framfæri og hverju sambandið er að berjast fyrir. Annar af þáttastjórnendunum ræddi starfsfólk í ræstingum sérstaklega, og þó ætlunin sé alls ekki að hjóla sérstaklega í hann, þá endurspegluðust hjá honum sjónarmið og skoðanir sem margir hafa séð ástæðu til að hafa samband við mig út af og hafa ýtt af stað hjá mér heilmiklum vangaveltum, með lagið sem Olga Guðrún söng og sem vitnað er í hér í fyrirsögn á heilanum. Sú skoðun að ræstingar sé ekki merkilegt starf, þ.e. þetta sé starf sem fólk vinni bara tímabundið, t.d. með námi eða sem aukastarf, er býsna útbreidd. Að það sé enginn sem geri ræstingar að sínu aðalstarfi yfir starfsævina og örugglega engan sem langar til þess. Að þeir sem sinni slíkum störfum um lengri tíma hafi misst af einhverri lest, ekki sýnt dugnað og manndóm til að komast í ,,betri“ störf og svo framvegis. Það endurspeglar líka verðmætamatið í samfélaginu að störf sem þarf ákveðna skilgreinda formlega menntun til að sinna séu ,,merkilegri“ en önnur störf og séu þess eðlis að við ættum öll að stefna að því að komast í hóp þeirra sem þeim sinna. En með því að gangast undir það mat er samfélagið um leið að segja að margvísleg önnur störf séu ómerkileg og eiginlega fyrir neðan virðingu ,,alvöru“ fólks að vinna. Það er alveg horft frá því hversu mikilvæg þessi störf eru fyrir allt gangverk samfélagsins. Það opna ekki mörg fyrirtæki eða stofnanir á morgnana ef ræstingarstarfsfólkið er ekki búin að skúra skítinn frá deginum áður. Þessum störfum þarf að sinna af vandvirkni og kostgæfni og stórum skammti af jafnaðargeði miðað við umgengni sumstaðar. Fólk í þessum störfum, sem eru að meirihluta konur, leggur metnað sinn í að sinna sínum störfum vel og gera öðrum kleift að ganga til sinna starfa á nýskúruðum og tandurhreinum vinnustöðum. Fyrir marga er þetta starf sem hentar þeim vel miðað við þeirra aðstæður, sum telja of seint að skipta um vettvang eða langar einfaldlega ekki til þess. Ástæðurnar eru margvíslegar og trúlega eins margar og fólkið. En fyrir alla muni, tölum ekki um þetta frábæra fólk og þeirra störf eins og að allir sem þeim sinna geri það af einhverri illri nauðsyn eða sem tímabundið neyðarúrræði. Við eigum að tala um öll störf í samfélaginu af virðingu en ef farið væri að raða störfum í samfélaginu eftir mikilvægi þá held ég að það sé alveg klárt að það að skúra skít væri langt frá því að vera neðst á þeim mikilvægislista.Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Kjaramál Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Ég átti þess kost að koma í viðtal um stöðuna í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins (SGS) við sveitarfélögin í útvarpsþáttinn Harmageddon fyrr í þessari viku. Það er alltaf gott að fá tækifæri til að koma sjónarmiðum SGS á framfæri og hverju sambandið er að berjast fyrir. Annar af þáttastjórnendunum ræddi starfsfólk í ræstingum sérstaklega, og þó ætlunin sé alls ekki að hjóla sérstaklega í hann, þá endurspegluðust hjá honum sjónarmið og skoðanir sem margir hafa séð ástæðu til að hafa samband við mig út af og hafa ýtt af stað hjá mér heilmiklum vangaveltum, með lagið sem Olga Guðrún söng og sem vitnað er í hér í fyrirsögn á heilanum. Sú skoðun að ræstingar sé ekki merkilegt starf, þ.e. þetta sé starf sem fólk vinni bara tímabundið, t.d. með námi eða sem aukastarf, er býsna útbreidd. Að það sé enginn sem geri ræstingar að sínu aðalstarfi yfir starfsævina og örugglega engan sem langar til þess. Að þeir sem sinni slíkum störfum um lengri tíma hafi misst af einhverri lest, ekki sýnt dugnað og manndóm til að komast í ,,betri“ störf og svo framvegis. Það endurspeglar líka verðmætamatið í samfélaginu að störf sem þarf ákveðna skilgreinda formlega menntun til að sinna séu ,,merkilegri“ en önnur störf og séu þess eðlis að við ættum öll að stefna að því að komast í hóp þeirra sem þeim sinna. En með því að gangast undir það mat er samfélagið um leið að segja að margvísleg önnur störf séu ómerkileg og eiginlega fyrir neðan virðingu ,,alvöru“ fólks að vinna. Það er alveg horft frá því hversu mikilvæg þessi störf eru fyrir allt gangverk samfélagsins. Það opna ekki mörg fyrirtæki eða stofnanir á morgnana ef ræstingarstarfsfólkið er ekki búin að skúra skítinn frá deginum áður. Þessum störfum þarf að sinna af vandvirkni og kostgæfni og stórum skammti af jafnaðargeði miðað við umgengni sumstaðar. Fólk í þessum störfum, sem eru að meirihluta konur, leggur metnað sinn í að sinna sínum störfum vel og gera öðrum kleift að ganga til sinna starfa á nýskúruðum og tandurhreinum vinnustöðum. Fyrir marga er þetta starf sem hentar þeim vel miðað við þeirra aðstæður, sum telja of seint að skipta um vettvang eða langar einfaldlega ekki til þess. Ástæðurnar eru margvíslegar og trúlega eins margar og fólkið. En fyrir alla muni, tölum ekki um þetta frábæra fólk og þeirra störf eins og að allir sem þeim sinna geri það af einhverri illri nauðsyn eða sem tímabundið neyðarúrræði. Við eigum að tala um öll störf í samfélaginu af virðingu en ef farið væri að raða störfum í samfélaginu eftir mikilvægi þá held ég að það sé alveg klárt að það að skúra skít væri langt frá því að vera neðst á þeim mikilvægislista.Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun