Nýjar tillögur um þróun norræns samstarfs um mitt næsta ár Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. október 2019 16:50 Guðlaugur Þór Þórðarson ávarpaði Norðurlandaráðsþing í Stokkhólmi í dag. norden.org/Johannes Jansson Birni Bjarnasyni, fyrrverandi ráðherra, verður falið að skrifa skýrslu um hvernig þróa megi samstarf Norðurlandanna enn frekar. Gert er ráð fyrir að nýjar tillögur verði settar fram í skýrslunni sem muni liggja fyrir um mitt næsta ár. Samstaða náðist um þetta á fundi norrænna utanríkisráðherra í dag og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra greindi frá í ræðu sem hann flutti á þingi Norðurlandaráðs í dag. „Það er mér mikil ánægja að náðst hafi samstaða um frekari eflingu norræns samstarfs á alþjóðavettvangi og ekki síður að Björn Bjarnason skyldi veljast til verksins. Fáir eru eins vel í stakk búnir til að móta framtíðarsýn í þessum málum,“ sagði Guðlaugur Þór. Efling samstarfsins hafi verið forgangsmál í formennsku Íslands í samstarfi norrænu utanríkisráðherranna. Fyrsti áfanginn í þeirri vinnu var stöðuskýrsla sem forstöðumenn norrænu alþjóðastofnananna unnu og afhentu í vor um framkvæmd tillagna úr skýrslu Thorvald Stoltenbergs frá 2009 að því er segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Björn Bjarnason mun skrifa skýrslu um hvernig þróa megi samstarf Norðurlanda enn frekar.Fréttablaðið/VilhelmNorðurslóðir og málefni hinsegin fólks Guðlaugur Þór fór um víðan völl í ræðu sinni en hann gerði málefni hinsegin fólks meðal annars að umræðuefni. „Norðurlöndin voru í fararbroddi þeirra ríkja sem settu umhverfismál og jafnréttimál á oddinn, og barátta okkar í málefnum LGBTI fólks hefur vakið verðskuldaða athygli. Þessi barátta okkar, ásamt fjölda annarra sem betur fer, hefur fært þessi mál frá jaðri inn á miðju í mörgum samfélögum,“ sagði Guðlaugur Þór. Þá vék hann máli sínu að málefnum norðurslóða og auknum áhuga Bandaríkjamanna á svæðinu en Ísland gegnir nú formennsku í Norðurskautsráðinu. „Það er ánægjuefni enda viljum að Bandaríkin séu sem virkust á alþjóðavettvangi. Það er mikilvægt að hafa í huga að núverandi aðstæður á alþjóðavettvangi kalla á meiri, en ekki minni, samvinnu við okkar bandamenn,“ sagði Guðlaugur Þór. Mannréttindi Norðurslóðir Utanríkismál Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Sjá meira
Birni Bjarnasyni, fyrrverandi ráðherra, verður falið að skrifa skýrslu um hvernig þróa megi samstarf Norðurlandanna enn frekar. Gert er ráð fyrir að nýjar tillögur verði settar fram í skýrslunni sem muni liggja fyrir um mitt næsta ár. Samstaða náðist um þetta á fundi norrænna utanríkisráðherra í dag og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra greindi frá í ræðu sem hann flutti á þingi Norðurlandaráðs í dag. „Það er mér mikil ánægja að náðst hafi samstaða um frekari eflingu norræns samstarfs á alþjóðavettvangi og ekki síður að Björn Bjarnason skyldi veljast til verksins. Fáir eru eins vel í stakk búnir til að móta framtíðarsýn í þessum málum,“ sagði Guðlaugur Þór. Efling samstarfsins hafi verið forgangsmál í formennsku Íslands í samstarfi norrænu utanríkisráðherranna. Fyrsti áfanginn í þeirri vinnu var stöðuskýrsla sem forstöðumenn norrænu alþjóðastofnananna unnu og afhentu í vor um framkvæmd tillagna úr skýrslu Thorvald Stoltenbergs frá 2009 að því er segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Björn Bjarnason mun skrifa skýrslu um hvernig þróa megi samstarf Norðurlanda enn frekar.Fréttablaðið/VilhelmNorðurslóðir og málefni hinsegin fólks Guðlaugur Þór fór um víðan völl í ræðu sinni en hann gerði málefni hinsegin fólks meðal annars að umræðuefni. „Norðurlöndin voru í fararbroddi þeirra ríkja sem settu umhverfismál og jafnréttimál á oddinn, og barátta okkar í málefnum LGBTI fólks hefur vakið verðskuldaða athygli. Þessi barátta okkar, ásamt fjölda annarra sem betur fer, hefur fært þessi mál frá jaðri inn á miðju í mörgum samfélögum,“ sagði Guðlaugur Þór. Þá vék hann máli sínu að málefnum norðurslóða og auknum áhuga Bandaríkjamanna á svæðinu en Ísland gegnir nú formennsku í Norðurskautsráðinu. „Það er ánægjuefni enda viljum að Bandaríkin séu sem virkust á alþjóðavettvangi. Það er mikilvægt að hafa í huga að núverandi aðstæður á alþjóðavettvangi kalla á meiri, en ekki minni, samvinnu við okkar bandamenn,“ sagði Guðlaugur Þór.
Mannréttindi Norðurslóðir Utanríkismál Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Sjá meira