Jafnframt er ætlunin að um verði að ræða einhvers konar markaðstorg þar sem komið verður á samböndum sem leiði til samstarfsverkefna milli íslenskra aðila og aðila innan þeirra fimmtán ríkja sem falla undir Uppbyggingarsjóð EES. Ríkin fimmtán eru Búlgaría, Eistland, Grikkland, Króatía, Kýpur, Lettland, Litháen, Malta, Pólland, Portúgal, Rúmenía, Slóvenía, Slóvakía, Tékkland og Ungverjaland.
Ráðstefnan verður haldin í Hellisheiðarvirkjun og Veröld – Húsi Vigdísar og Vigdís Finnbogadóttir verður heiðursgestur ráðstefnunnar. Hún hefst klukkan níu en hægt er að fylgjast með henni hér að neðan.
Dagksrá ráðstefnunnar og frekari upplýsingar má finna hér á vef Stjórnarráðsins.