Skutu eldflaugum í tólfta sinn á árinu Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2019 12:06 Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur gefið Bandaríkjunum frest út árið til að hefja viðræður á nýjan leik. AP/Ahn Young-joon Tveimur skammdrægum eldflaugum virðist hafa verið skotið á loft frá Norður-Kóreu í morgun. Samkvæmt yfirmönnum herafla Suður-Kóreu var eldflaugunum skotið til austurs, eins og oftast er gert, og flugu þær um 370 kílómetra í 90 kílómetra hæð áður en þær féllu í hafið. Suður-Kóreumenn fylgjast nú náið með nágrönnum sínum í norðri og hvort fleiri eldflaugum verði skotið á loft.Yonhap fréttaveitan, frá Suður-Kóreu, segir að herafli landsins hafi vitað af flutningi færanlegra skotpalla innan Norður-Kóreu. Verið sé að fara yfir þau gögn sem til eru til að greina hvurslags eldflaugar um sé að ræða.Þetta er í tólfta sinn sem eldflaugum hefur verið skotið á loft frá Norður-Kóreu á þessu ári. Síðast var það gert í byrjun mánaðarins þegar tilraun var gerð með eldflaug sem hægt er að skjóta úr kafbátum. Samband ríkjanna tveggja hefur versnað töluvert á undanförnum mánuðum. Áður virtist það þó vera að skána og funduðu embættismenn ríkjanna reglulega. Alger pattstaða hefur hins vegar myndast í viðræðum varðandi kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlanir Norður-Kóreu. Forsvarsmenn Norður-Kóreu vilja losna undan viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum áður en þeir grípa til nokkurs konar aðgerða vegna framleiðslu þeirra á kjarnorkuvopnum og eldflaugum. Yfirvöld Bandaríkjanna vilja þó hins vegar að einræðisríkið grípi til aðgerða áður en viðskiptaþvinganir verða endurskoðaðar. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur gefið Bandaríkjunum frest út árið til að hefja viðræður á nýjan leik. Á sunnudaginn sendu Norður-Kóreumenn frá sér yfirlýsingu um að ríkisstjórn Donald Trump ætti ekki að hunsa þann frest. Það yrðu mistök. Japan Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Tveimur skammdrægum eldflaugum virðist hafa verið skotið á loft frá Norður-Kóreu í morgun. Samkvæmt yfirmönnum herafla Suður-Kóreu var eldflaugunum skotið til austurs, eins og oftast er gert, og flugu þær um 370 kílómetra í 90 kílómetra hæð áður en þær féllu í hafið. Suður-Kóreumenn fylgjast nú náið með nágrönnum sínum í norðri og hvort fleiri eldflaugum verði skotið á loft.Yonhap fréttaveitan, frá Suður-Kóreu, segir að herafli landsins hafi vitað af flutningi færanlegra skotpalla innan Norður-Kóreu. Verið sé að fara yfir þau gögn sem til eru til að greina hvurslags eldflaugar um sé að ræða.Þetta er í tólfta sinn sem eldflaugum hefur verið skotið á loft frá Norður-Kóreu á þessu ári. Síðast var það gert í byrjun mánaðarins þegar tilraun var gerð með eldflaug sem hægt er að skjóta úr kafbátum. Samband ríkjanna tveggja hefur versnað töluvert á undanförnum mánuðum. Áður virtist það þó vera að skána og funduðu embættismenn ríkjanna reglulega. Alger pattstaða hefur hins vegar myndast í viðræðum varðandi kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlanir Norður-Kóreu. Forsvarsmenn Norður-Kóreu vilja losna undan viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum áður en þeir grípa til nokkurs konar aðgerða vegna framleiðslu þeirra á kjarnorkuvopnum og eldflaugum. Yfirvöld Bandaríkjanna vilja þó hins vegar að einræðisríkið grípi til aðgerða áður en viðskiptaþvinganir verða endurskoðaðar. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur gefið Bandaríkjunum frest út árið til að hefja viðræður á nýjan leik. Á sunnudaginn sendu Norður-Kóreumenn frá sér yfirlýsingu um að ríkisstjórn Donald Trump ætti ekki að hunsa þann frest. Það yrðu mistök.
Japan Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira