Skutu eldflaugum í tólfta sinn á árinu Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2019 12:06 Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur gefið Bandaríkjunum frest út árið til að hefja viðræður á nýjan leik. AP/Ahn Young-joon Tveimur skammdrægum eldflaugum virðist hafa verið skotið á loft frá Norður-Kóreu í morgun. Samkvæmt yfirmönnum herafla Suður-Kóreu var eldflaugunum skotið til austurs, eins og oftast er gert, og flugu þær um 370 kílómetra í 90 kílómetra hæð áður en þær féllu í hafið. Suður-Kóreumenn fylgjast nú náið með nágrönnum sínum í norðri og hvort fleiri eldflaugum verði skotið á loft.Yonhap fréttaveitan, frá Suður-Kóreu, segir að herafli landsins hafi vitað af flutningi færanlegra skotpalla innan Norður-Kóreu. Verið sé að fara yfir þau gögn sem til eru til að greina hvurslags eldflaugar um sé að ræða.Þetta er í tólfta sinn sem eldflaugum hefur verið skotið á loft frá Norður-Kóreu á þessu ári. Síðast var það gert í byrjun mánaðarins þegar tilraun var gerð með eldflaug sem hægt er að skjóta úr kafbátum. Samband ríkjanna tveggja hefur versnað töluvert á undanförnum mánuðum. Áður virtist það þó vera að skána og funduðu embættismenn ríkjanna reglulega. Alger pattstaða hefur hins vegar myndast í viðræðum varðandi kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlanir Norður-Kóreu. Forsvarsmenn Norður-Kóreu vilja losna undan viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum áður en þeir grípa til nokkurs konar aðgerða vegna framleiðslu þeirra á kjarnorkuvopnum og eldflaugum. Yfirvöld Bandaríkjanna vilja þó hins vegar að einræðisríkið grípi til aðgerða áður en viðskiptaþvinganir verða endurskoðaðar. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur gefið Bandaríkjunum frest út árið til að hefja viðræður á nýjan leik. Á sunnudaginn sendu Norður-Kóreumenn frá sér yfirlýsingu um að ríkisstjórn Donald Trump ætti ekki að hunsa þann frest. Það yrðu mistök. Japan Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Tveimur skammdrægum eldflaugum virðist hafa verið skotið á loft frá Norður-Kóreu í morgun. Samkvæmt yfirmönnum herafla Suður-Kóreu var eldflaugunum skotið til austurs, eins og oftast er gert, og flugu þær um 370 kílómetra í 90 kílómetra hæð áður en þær féllu í hafið. Suður-Kóreumenn fylgjast nú náið með nágrönnum sínum í norðri og hvort fleiri eldflaugum verði skotið á loft.Yonhap fréttaveitan, frá Suður-Kóreu, segir að herafli landsins hafi vitað af flutningi færanlegra skotpalla innan Norður-Kóreu. Verið sé að fara yfir þau gögn sem til eru til að greina hvurslags eldflaugar um sé að ræða.Þetta er í tólfta sinn sem eldflaugum hefur verið skotið á loft frá Norður-Kóreu á þessu ári. Síðast var það gert í byrjun mánaðarins þegar tilraun var gerð með eldflaug sem hægt er að skjóta úr kafbátum. Samband ríkjanna tveggja hefur versnað töluvert á undanförnum mánuðum. Áður virtist það þó vera að skána og funduðu embættismenn ríkjanna reglulega. Alger pattstaða hefur hins vegar myndast í viðræðum varðandi kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlanir Norður-Kóreu. Forsvarsmenn Norður-Kóreu vilja losna undan viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum áður en þeir grípa til nokkurs konar aðgerða vegna framleiðslu þeirra á kjarnorkuvopnum og eldflaugum. Yfirvöld Bandaríkjanna vilja þó hins vegar að einræðisríkið grípi til aðgerða áður en viðskiptaþvinganir verða endurskoðaðar. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur gefið Bandaríkjunum frest út árið til að hefja viðræður á nýjan leik. Á sunnudaginn sendu Norður-Kóreumenn frá sér yfirlýsingu um að ríkisstjórn Donald Trump ætti ekki að hunsa þann frest. Það yrðu mistök.
Japan Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira