Sjúklingar borga meira úr eigin vasa Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 31. október 2019 18:45 Margir sérfræðilæknar eru farnir að rukka sjúklinga sína um nokkur þúsund króna aukagjald. Þeir telja sér ekki annað fært þar sem þeir hafa verið samningslausir síðan um áramótin. Forstjóri Sjúkratrygginga segir lækna með þessu sækja sér fé beint í vasa sjúklinga án greiðsluþátttöku hins opinbera. Sérstakur rammasamningur sérfræðilækna og Sjúkratrygginga Íslands rann út um síðustu áramót. Sjúkratryggingar hafa haldið áfram að borga læknum út frá gamla samningnum en þeir hafa ekki fengið reglulegar hækkanir í takt við hækkanir í samfélaginu líkt og áður var. Fjöldi sérfræðilækna hefur ákveðið að rukka sjúklinga sína um aukagjald til að vega upp á móti þessu. „Það stefndi í verulegan hallarekstur hjá okkur og við höfðum enga aðra leið til bregðast við þessu núna heldur en að leggja á þetta afgreiðslugjald. Því að það er enginn samningur og það hafa ekki verið neinar viðræður í alvöru þannig að það sé í rauninni verið að tala um að leiðrétta gjaldskrár og koma hluti í framþróun. Kosturinn er samt að við getum haft stöðvarnar okkar opnar“, segir Þórarinn Guðnason formaður Læknafélags Reykjavíkur og hjartalæknir. Hann segir augljóst að sérfræðilæknar sem bjóði upp á þjónustu á stofum verði fyrir kostnaðarhækkunum vegna hækkunar á aðföngum og vegna launahækkana, líkt og aðrar heilbrigðisstofnanir, og það hafi mikil áhrif Misjafnt er á milli lækna hversu hátt aukagjaldið er en það leggst yfirleitt á alla sjúklinga. Einnig börn, aldraða og öryrkja. Þórarinn segir gjaldið yfirleitt hóflegt eða tvö til þrjú þúsund krónur. Dæmi eru þó um að það sé hærra og allt að tíu þúsund krónur. Sjúklingarnir greiða alltaf gjaldið sjálfir. Þannig taka Sjúkratryggingar ekki þátt í að greiða það né telur það þegar reiknað er út hjá Sjúkratryggingum hversu mikið sjúklingar eru búnir að greiða til að sjá hvort þeir eigi rétt á afslætti. Sjúklingar fá þannig yfirleitt tvær kvittanir en Sjúkratryggingar sjá aðeins aðra.María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga ÍslandsMynd/Stöð 2María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands er ósátt við að læknar hafi ákveðið að fara þessa leið. „Þarna eru veitendur í rauninni að sækja sér fé beint í vasa sjúklinganna án greiðsluþátttöku hins opinbera,“ segir María. Þórarinn segir lækna vonast til að samkomulag náist sem fyrst. Þeir hafi nærri tveimur árum áður en samningurinn rann út óskað eftir því við Sjúkratryggingar að ræða um framhaldið. „Auðvitað er þetta ekki ástand sem er ásættanlegt til lengdar. Það þarf að lenda samningi og við myndum glöð sjá það að samningsviljinn hinu megin við borðið væri meiri,“ segir Þórarinn. María segir að samstarfsvilji sé til staðar hjá Sjúkratryggingum og hafi verið frá því áður en samningurinn rann út. „Við byrjuðum á því þegar að það var fyrirséð að hann væri að renna út þá buðum við strax átján mánaða framlengingu. Það var auðvitað ljóst að með breytingu á lögum um opinber innkaup að þá lá fyrir að þetta ferli yrði svolítið öðruvísi heldur en verið hafði og við vildum undirbúa það vel og í góðu samstarfi við Læknafélagið. Þannig við buðum þessa framlengingu á samningi til þess að fara í þessa vinnu. Þeir höfnuðu því. Við buðum þá upp á sérstaka viðræðuáætlun, að við myndum þó þeir hefðu hafnað framlengingu, að við myndum engu að síður halda áfram að tala saman og undirbúa þessar breytingar sem best í sameiningu. Því var hafnað. Þrátt fyrir það þá höfum við haldið áfram að funda með þeim og reyna að fá þá til samstarfs og samræðu sem að okkur finnst mikilvægt um þessa mikilvægu þjónustu en það hefur því miður ekki verið neinn sérstakur áhugi á því af þeirra hálfu,“ segir María. Heilbrigðismál Tryggingar Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira
Margir sérfræðilæknar eru farnir að rukka sjúklinga sína um nokkur þúsund króna aukagjald. Þeir telja sér ekki annað fært þar sem þeir hafa verið samningslausir síðan um áramótin. Forstjóri Sjúkratrygginga segir lækna með þessu sækja sér fé beint í vasa sjúklinga án greiðsluþátttöku hins opinbera. Sérstakur rammasamningur sérfræðilækna og Sjúkratrygginga Íslands rann út um síðustu áramót. Sjúkratryggingar hafa haldið áfram að borga læknum út frá gamla samningnum en þeir hafa ekki fengið reglulegar hækkanir í takt við hækkanir í samfélaginu líkt og áður var. Fjöldi sérfræðilækna hefur ákveðið að rukka sjúklinga sína um aukagjald til að vega upp á móti þessu. „Það stefndi í verulegan hallarekstur hjá okkur og við höfðum enga aðra leið til bregðast við þessu núna heldur en að leggja á þetta afgreiðslugjald. Því að það er enginn samningur og það hafa ekki verið neinar viðræður í alvöru þannig að það sé í rauninni verið að tala um að leiðrétta gjaldskrár og koma hluti í framþróun. Kosturinn er samt að við getum haft stöðvarnar okkar opnar“, segir Þórarinn Guðnason formaður Læknafélags Reykjavíkur og hjartalæknir. Hann segir augljóst að sérfræðilæknar sem bjóði upp á þjónustu á stofum verði fyrir kostnaðarhækkunum vegna hækkunar á aðföngum og vegna launahækkana, líkt og aðrar heilbrigðisstofnanir, og það hafi mikil áhrif Misjafnt er á milli lækna hversu hátt aukagjaldið er en það leggst yfirleitt á alla sjúklinga. Einnig börn, aldraða og öryrkja. Þórarinn segir gjaldið yfirleitt hóflegt eða tvö til þrjú þúsund krónur. Dæmi eru þó um að það sé hærra og allt að tíu þúsund krónur. Sjúklingarnir greiða alltaf gjaldið sjálfir. Þannig taka Sjúkratryggingar ekki þátt í að greiða það né telur það þegar reiknað er út hjá Sjúkratryggingum hversu mikið sjúklingar eru búnir að greiða til að sjá hvort þeir eigi rétt á afslætti. Sjúklingar fá þannig yfirleitt tvær kvittanir en Sjúkratryggingar sjá aðeins aðra.María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga ÍslandsMynd/Stöð 2María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands er ósátt við að læknar hafi ákveðið að fara þessa leið. „Þarna eru veitendur í rauninni að sækja sér fé beint í vasa sjúklinganna án greiðsluþátttöku hins opinbera,“ segir María. Þórarinn segir lækna vonast til að samkomulag náist sem fyrst. Þeir hafi nærri tveimur árum áður en samningurinn rann út óskað eftir því við Sjúkratryggingar að ræða um framhaldið. „Auðvitað er þetta ekki ástand sem er ásættanlegt til lengdar. Það þarf að lenda samningi og við myndum glöð sjá það að samningsviljinn hinu megin við borðið væri meiri,“ segir Þórarinn. María segir að samstarfsvilji sé til staðar hjá Sjúkratryggingum og hafi verið frá því áður en samningurinn rann út. „Við byrjuðum á því þegar að það var fyrirséð að hann væri að renna út þá buðum við strax átján mánaða framlengingu. Það var auðvitað ljóst að með breytingu á lögum um opinber innkaup að þá lá fyrir að þetta ferli yrði svolítið öðruvísi heldur en verið hafði og við vildum undirbúa það vel og í góðu samstarfi við Læknafélagið. Þannig við buðum þessa framlengingu á samningi til þess að fara í þessa vinnu. Þeir höfnuðu því. Við buðum þá upp á sérstaka viðræðuáætlun, að við myndum þó þeir hefðu hafnað framlengingu, að við myndum engu að síður halda áfram að tala saman og undirbúa þessar breytingar sem best í sameiningu. Því var hafnað. Þrátt fyrir það þá höfum við haldið áfram að funda með þeim og reyna að fá þá til samstarfs og samræðu sem að okkur finnst mikilvægt um þessa mikilvægu þjónustu en það hefur því miður ekki verið neinn sérstakur áhugi á því af þeirra hálfu,“ segir María.
Heilbrigðismál Tryggingar Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira