Mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanga sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars Nadine Guðrún Yaghi skrifar 31. október 2019 19:15 Óvenju mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanganum sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út tíu ákærur vegna Spice í fangelsinu á árinu. Spice er fíkniefni þar sem vímugjafinn í kannabisplöntunni er efnafræðilega búin til og er mun sterkara en efnið úr plöntunni sjálfri. Spice hefur leitt til dauða í fjölmörgum tilvikum erlendis. Nafnið er til komið vegna þess að það líkist oft kryddi eða það er blandað í krydd. Það getur þó verið í nánast hvaða formi sem er Fangaverðir á Litla-Hrauni fóru að finna efnið í miklum mæli árið 2017. Áður var afar sjaldgjæft að efnið fyndist í fangelsinu. Karlmaður á fimmtugsaldri, vistmaður á Litla-Hrauni, fannst látinn í klefa sínum í lok ágúst og liggja niðurstöður krufningarinnar nú fyrir. „Það er óvenju hátt magn af hinu svokallað Spice í hinum látna. Það er ekki hægt að rekja það að það sé orsökin á andlátinu en sé ekkert annað til staðar má ætla að það gæti hafa átt þátt í því að hann lést,“ segir Rúnar Steingrímsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurlandi. Það getur verið mjög erfitt að finna Spice þar sem það getur haft mismunandi lögun og lit og þá er erfitt að notast við hefðbundnar aðferðir við að finna það. Í samtali við fréttastofu segist Páll Winkel hafa áhyggjur af neyslu efnisins í fangelsinu. Reglulega komi upp mál þar sem fangar séu í mjög slæmu ástandi eftir neyslu sem hafi í för með sér mikið álag fyrir starfsmenn og aðra fanga. Mikilvægt sé að bjóða upp á markvissari meðferð til að draga úr eftirspurn. Spice var sett í regluerð um ávana- og fíkniefni haustið 2018 en í dag eru fimm afleiður efnisins ólöglegar hér á landi. „Þá höfum við á þessu ári gefið út tíu ákærur vegna þessa ólöglegu afleiða. það eru náttúrulega afleiður sem ekki eru á þessum lista og ein af þeim afleiðum fundust til dæmis í hinum látna,“ segir Rúnar. Oft sé erfitt fyrir lögreglu að eiga við fíknefnið „Ef lögreglan fær í hendurnar Spice þá er ekki víst að það sé ólöglegt. Það getur verið efni sem ekki er á listinnum en með sömu áhrif,“ segir Rúnar. Auðvelt virðist vera að búa til nýjar afleiður af efninu sem séu löglegar. „Til þess að vera eins og virðist vera þá í kapphlaupi við það sem er löglegt,“ segir Rúnar. Árborg Fangelsismál Fíkn Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira
Óvenju mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanganum sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út tíu ákærur vegna Spice í fangelsinu á árinu. Spice er fíkniefni þar sem vímugjafinn í kannabisplöntunni er efnafræðilega búin til og er mun sterkara en efnið úr plöntunni sjálfri. Spice hefur leitt til dauða í fjölmörgum tilvikum erlendis. Nafnið er til komið vegna þess að það líkist oft kryddi eða það er blandað í krydd. Það getur þó verið í nánast hvaða formi sem er Fangaverðir á Litla-Hrauni fóru að finna efnið í miklum mæli árið 2017. Áður var afar sjaldgjæft að efnið fyndist í fangelsinu. Karlmaður á fimmtugsaldri, vistmaður á Litla-Hrauni, fannst látinn í klefa sínum í lok ágúst og liggja niðurstöður krufningarinnar nú fyrir. „Það er óvenju hátt magn af hinu svokallað Spice í hinum látna. Það er ekki hægt að rekja það að það sé orsökin á andlátinu en sé ekkert annað til staðar má ætla að það gæti hafa átt þátt í því að hann lést,“ segir Rúnar Steingrímsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurlandi. Það getur verið mjög erfitt að finna Spice þar sem það getur haft mismunandi lögun og lit og þá er erfitt að notast við hefðbundnar aðferðir við að finna það. Í samtali við fréttastofu segist Páll Winkel hafa áhyggjur af neyslu efnisins í fangelsinu. Reglulega komi upp mál þar sem fangar séu í mjög slæmu ástandi eftir neyslu sem hafi í för með sér mikið álag fyrir starfsmenn og aðra fanga. Mikilvægt sé að bjóða upp á markvissari meðferð til að draga úr eftirspurn. Spice var sett í regluerð um ávana- og fíkniefni haustið 2018 en í dag eru fimm afleiður efnisins ólöglegar hér á landi. „Þá höfum við á þessu ári gefið út tíu ákærur vegna þessa ólöglegu afleiða. það eru náttúrulega afleiður sem ekki eru á þessum lista og ein af þeim afleiðum fundust til dæmis í hinum látna,“ segir Rúnar. Oft sé erfitt fyrir lögreglu að eiga við fíknefnið „Ef lögreglan fær í hendurnar Spice þá er ekki víst að það sé ólöglegt. Það getur verið efni sem ekki er á listinnum en með sömu áhrif,“ segir Rúnar. Auðvelt virðist vera að búa til nýjar afleiður af efninu sem séu löglegar. „Til þess að vera eins og virðist vera þá í kapphlaupi við það sem er löglegt,“ segir Rúnar.
Árborg Fangelsismál Fíkn Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira