Handbolti

Tíundi sigur Kiel í röð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gísli Þorgeir í leik með Kiel fyrr á leiktíðinni.
Gísli Þorgeir í leik með Kiel fyrr á leiktíðinni.
Handboltaliðið Kiel er á flottu skriði en í kvöld vann liðið sinn tíunda sigur í röð í öllum keppnum er þeir rúlluðu yfir Melsungen, 38-26.

Kiel skoraði tuttugu mörk í fyrri hálfleik og sigurinn var í raun aldrei í hættu. Heimamenn stigu á bensíngjöfina í síðari hálfleik og rúlluðu yfir gestina.

Kiel er eftir sigurinn í öðru sæti deildarinnar með sextán stig og á leik til góða en með sigrinum fóru þeir upp fyrir Melsungen sem var fyrir leikinn með 15 stig.





Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði eitt mark fyrir Kiel en markahæstur var Niclas Ekberg en sá sænski skoraði tíu mörk fyrir Kiel.

Geir Sveinsson og lærisveinar hans í Nordhorn-Lingen töpuðu fyrir toppliði Hannover-Burgdorf, 30-29, eftir að staðan hafi verið jöfn, 15-15, í hálfleik.

Nordhorn-Lingen er á botninum með tvö stig en Hannover-Burgdorf er með nítján stig, þremur stigum á undan Kiel - en hefur leikið tveimur leikjum meira.

Arnór Þór Gunnarsson skoraði þrjú mörk og Ragnar Jóhannsson eitt er Bergrischer gerði dramatískt jafntefli vð Ludwigshafen, 27-27, eftir að hafa leitt lengst af í leiknum. Bergrischer í 13. sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×