Norðurlöndin vinna að aukinni og víðtækari samvinnu í öryggismálum Heimir Már Pétursson skrifar 31. október 2019 20:30 Norðurlöndin telja nauðsynlegt að víkka út öryggishugtakið og auka samstarf þjóðanna á sviði öryggis og varnarmála. Utanríkisráðherra segir að meðal annars þurfi að horfa til netöryggismála og tilrauna ríkja til að hafa áhrif á innanríkismál annarra. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kom heim af þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi nú síðdegis. Þar var tillaga hans var samþykkt um að Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra gerði skýrslu sem byggir á hugmyndum Torvald Stoltenberg fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs um aukið samstarf Norðurlandanna öryggis og varnarmálum sem kom út fyrir tíu árum. „Við erum að skoða öryggishugtakið í stærra samhengi. Það er verið að skoða hvaða áhrif loftlagsmálin hafa á öryggismál og þær breytingar sem þar eru. Við erum auðvitað að sjá meiri ógn þegar kemur að tölvuárásum,“ segir Guðlaugur Þór. Þá þurfi að verjast tilraunum afla sem vilji grafa undan alþjóðakerfinu. En við höfum byggt okkar samskipti áþví og notið ríkulega góðs af því. Allar Norðurlandaþjóðirnar og ekki hvað síst við íslendingar. Ertu þá jafnvel að tala um falsfréttir og baráttuna gegn þeim? „Já, meðal annars. Áhrif á kosningar og annað slíkt. Við auðvitað verðum að líta á öryggis- og varnarmál í víðu samhengi,“ segir utanríkisráðherra. Í vikunni var greint frá mestu umferð rússneskra kafbáta á Atlantshafi frá því kalda stríðinu sem ráðherra segir ekki vera góðar fréttir. „Frá því innlimun Krímskaga átti sér stað árið 2014 hafa hernaðarleg umsvif Rússa því miður aukist hér á þessu svæði. Því hefur verið mætt, ekki bara að hálfu Bandaríkjanna hér, heldur sömuleiðis frá öðrum þjóðum Atlantshafsbandalagsins. Það er auðvitað grunnur sem við byggjum okkar traustu varnir á,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Aukin kafbátaumferð Rússa „ekki góðar fréttir” Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að aukin áhersla verði á nýstárlegar ógnir í skýrslu um aukið norrænt samstarf á sviði utanríkis- og öryggismála sem væntanleg er á næsta ári. Hann segir aukna kafbátaumferð Rússa á norðurslóðum vera slæmar fréttir. 31. október 2019 12:30 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Norðurlöndin telja nauðsynlegt að víkka út öryggishugtakið og auka samstarf þjóðanna á sviði öryggis og varnarmála. Utanríkisráðherra segir að meðal annars þurfi að horfa til netöryggismála og tilrauna ríkja til að hafa áhrif á innanríkismál annarra. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kom heim af þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi nú síðdegis. Þar var tillaga hans var samþykkt um að Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra gerði skýrslu sem byggir á hugmyndum Torvald Stoltenberg fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs um aukið samstarf Norðurlandanna öryggis og varnarmálum sem kom út fyrir tíu árum. „Við erum að skoða öryggishugtakið í stærra samhengi. Það er verið að skoða hvaða áhrif loftlagsmálin hafa á öryggismál og þær breytingar sem þar eru. Við erum auðvitað að sjá meiri ógn þegar kemur að tölvuárásum,“ segir Guðlaugur Þór. Þá þurfi að verjast tilraunum afla sem vilji grafa undan alþjóðakerfinu. En við höfum byggt okkar samskipti áþví og notið ríkulega góðs af því. Allar Norðurlandaþjóðirnar og ekki hvað síst við íslendingar. Ertu þá jafnvel að tala um falsfréttir og baráttuna gegn þeim? „Já, meðal annars. Áhrif á kosningar og annað slíkt. Við auðvitað verðum að líta á öryggis- og varnarmál í víðu samhengi,“ segir utanríkisráðherra. Í vikunni var greint frá mestu umferð rússneskra kafbáta á Atlantshafi frá því kalda stríðinu sem ráðherra segir ekki vera góðar fréttir. „Frá því innlimun Krímskaga átti sér stað árið 2014 hafa hernaðarleg umsvif Rússa því miður aukist hér á þessu svæði. Því hefur verið mætt, ekki bara að hálfu Bandaríkjanna hér, heldur sömuleiðis frá öðrum þjóðum Atlantshafsbandalagsins. Það er auðvitað grunnur sem við byggjum okkar traustu varnir á,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.
Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Aukin kafbátaumferð Rússa „ekki góðar fréttir” Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að aukin áhersla verði á nýstárlegar ógnir í skýrslu um aukið norrænt samstarf á sviði utanríkis- og öryggismála sem væntanleg er á næsta ári. Hann segir aukna kafbátaumferð Rússa á norðurslóðum vera slæmar fréttir. 31. október 2019 12:30 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Aukin kafbátaumferð Rússa „ekki góðar fréttir” Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að aukin áhersla verði á nýstárlegar ógnir í skýrslu um aukið norrænt samstarf á sviði utanríkis- og öryggismála sem væntanleg er á næsta ári. Hann segir aukna kafbátaumferð Rússa á norðurslóðum vera slæmar fréttir. 31. október 2019 12:30