Fullorðna fólkið á Djúpavogi tók hrekkjavöku með trompi Kristján Már Unnarsson skrifar 31. október 2019 22:56 Frá hrekkjavöku á Djúpavogi í kvöld. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hrekkjavakan var tekin með trompi á Djúpavogi í dag. Þar voru það ekki aðeins krakkarnir sem klæddust búningum og gervum heldur einnig fullorðnir, eins og sagt var frá í fréttum Stöðvar 2. Þannig voru kennararnir í grunnskólanum á Djúpavogi klæddir og málaðir eins og uppvakningar, þegar Stöðvar 2-menn ráku þar inn nefið í hádeginu.Starfsmenn á Hótel Framtíð á Djúpavogi í gervum sínum í dag. Annar "uppvakningurinn" var með blóðtaumana á hálsinum, hinn á handleggnum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Á Hótel Framtíð tóku hótelstjórinn og aðrir starfsmenn á móti gestum með „blóðtaumana“ í andlitinu og buðu upp á beinagrindafisk frá Búlandstindi á hádegismatseðli. Þá mátti sjá ýmsar ófrýnilegar myrkraverur afgreiða gesti veitingastaðarins Við Voginn. Staðurinn var auk þess skreyttur allskyns „hryllingi“.Guðrún Anna Eðvaldsdóttir, eigandi Hótels Framtíðar, slakar á með "blóðtaumana" í andlitinu og risakönguló á höfðinu á verönd hótelsins síðdegis.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Börnin á Djúpavogi klæddu sig í gervi norna, drauga og annarra hrollvekjandi óvætta þegar þau gengu á milli húsa og buðu upp á „grikk eða gott“. Fyrir yngri börnin var haldið hrekkjavökubúningaball síðdegis en unglingarnir fóru á hrekkjavöku í kvöld í Hálsaskógi skammt utan við Djúpavog með ratleik og draugagangi.Vinkonur við Djúpavogsskóla í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fullorðna fólkinu var boðið upp á notalega hugleiðslustund í sundlauginni með „kertaljósum og kósy“ í kvöld. Djúpivogur og Búlandstindur skörtuðu sínu fegursta í veðurblíðunni í dag. Til vinstri sést inn í Hamarsfjörð en spegilsléttur Berufjörður opnast til hægri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Dagskráin á Djúpavogi er hluti af fimm daga byggðahátíð Austurlands sem nefnist Dagar myrkurs. Þar eru Austfirðingar hvattir til samveru og að gera sér glaða daga nú þegar skammdegið fer í hönd og lýsa það upp. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um hrekkjavökuna: Djúpivogur Hrekkjavaka Tengdar fréttir Austfirðingar baða sig við kertaljós þegar dagar myrkurs fara í hönd Sameiginleg byggðahátíð Austfirðinga, Dagar myrkurs, hófst á Austurlandi í dag en hún stendur yfir næstu fimm daga. Í tilefni hennar var Stöð 2 í beinni útsendingu frá Fljótsdalshéraði. 30. október 2019 22:53 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Fleiri fréttir Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Sjá meira
Hrekkjavakan var tekin með trompi á Djúpavogi í dag. Þar voru það ekki aðeins krakkarnir sem klæddust búningum og gervum heldur einnig fullorðnir, eins og sagt var frá í fréttum Stöðvar 2. Þannig voru kennararnir í grunnskólanum á Djúpavogi klæddir og málaðir eins og uppvakningar, þegar Stöðvar 2-menn ráku þar inn nefið í hádeginu.Starfsmenn á Hótel Framtíð á Djúpavogi í gervum sínum í dag. Annar "uppvakningurinn" var með blóðtaumana á hálsinum, hinn á handleggnum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Á Hótel Framtíð tóku hótelstjórinn og aðrir starfsmenn á móti gestum með „blóðtaumana“ í andlitinu og buðu upp á beinagrindafisk frá Búlandstindi á hádegismatseðli. Þá mátti sjá ýmsar ófrýnilegar myrkraverur afgreiða gesti veitingastaðarins Við Voginn. Staðurinn var auk þess skreyttur allskyns „hryllingi“.Guðrún Anna Eðvaldsdóttir, eigandi Hótels Framtíðar, slakar á með "blóðtaumana" í andlitinu og risakönguló á höfðinu á verönd hótelsins síðdegis.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Börnin á Djúpavogi klæddu sig í gervi norna, drauga og annarra hrollvekjandi óvætta þegar þau gengu á milli húsa og buðu upp á „grikk eða gott“. Fyrir yngri börnin var haldið hrekkjavökubúningaball síðdegis en unglingarnir fóru á hrekkjavöku í kvöld í Hálsaskógi skammt utan við Djúpavog með ratleik og draugagangi.Vinkonur við Djúpavogsskóla í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fullorðna fólkinu var boðið upp á notalega hugleiðslustund í sundlauginni með „kertaljósum og kósy“ í kvöld. Djúpivogur og Búlandstindur skörtuðu sínu fegursta í veðurblíðunni í dag. Til vinstri sést inn í Hamarsfjörð en spegilsléttur Berufjörður opnast til hægri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Dagskráin á Djúpavogi er hluti af fimm daga byggðahátíð Austurlands sem nefnist Dagar myrkurs. Þar eru Austfirðingar hvattir til samveru og að gera sér glaða daga nú þegar skammdegið fer í hönd og lýsa það upp. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um hrekkjavökuna:
Djúpivogur Hrekkjavaka Tengdar fréttir Austfirðingar baða sig við kertaljós þegar dagar myrkurs fara í hönd Sameiginleg byggðahátíð Austfirðinga, Dagar myrkurs, hófst á Austurlandi í dag en hún stendur yfir næstu fimm daga. Í tilefni hennar var Stöð 2 í beinni útsendingu frá Fljótsdalshéraði. 30. október 2019 22:53 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Fleiri fréttir Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Sjá meira
Austfirðingar baða sig við kertaljós þegar dagar myrkurs fara í hönd Sameiginleg byggðahátíð Austfirðinga, Dagar myrkurs, hófst á Austurlandi í dag en hún stendur yfir næstu fimm daga. Í tilefni hennar var Stöð 2 í beinni útsendingu frá Fljótsdalshéraði. 30. október 2019 22:53