Norðanvert landið gæti breyst í vetrarríki í vikunni Birgir Olgeirsson skrifar 20. október 2019 18:30 Fyrsti dagur vetrar verður næstkomandi laugardag, en veturinn mun heldur betur minna á sig í vikunni. Þrálát norðanátt mun ríkja í vikunni. Henni mun fylgja talsverð snjókoma á norðanverðu landinu sem mun breyta landshlutanum í vetrarríki. Þá gætu Reykvíkingar orðið varir við fyrsta frost haustsins. Lægð er væntanleg til landsins í kvöld. Henni mun fylgja norðaustanátt sem mun draga kalt loft til landsins sem hefur verið í laumi við Grænland. „Sem þýðir það að strax í fyrramálið fer að snjóa á norðanverðum Vestfjörðum. Ísfirðingar og nærsveitungar sem þurfa til dæmis að fara yfir Gemlufallsheiði þurfa aðeins að horfa til veðurs. Almennt séð á Norðurlandi þá kólnar á morgun og verður hált á vegum víðast hvar á Norðurlandi. Annað kvöld verður komið frost á öllu norðanverður og norðaustanverðu landinu,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Norðanáttin heldur áfram á þriðjudag og miðvikudag. Þá kólnar líka sunnan heiða. „En það verður allt saman þannig að það birtir upp og það er ekki að vænta neinnar snjókomu þar. Það verða þessir hefðbundnu köldu haustdagar þegar það er sæmileg bjart og þurrt.“ Mjög líklega munu Reykvíkingar sjá fyrsta frost haustsins í miðri viku. „Þessi norðanátt ætlar ekkert að gefa sig fyrr en undir helgina. Og við getum alveg eins búist við því að það snjói talsvert sums staðar fyrir norðan. Sérstaklega við utanverðan Eyjafjörðinn, austur með ströndinni, Húsavík og alveg austur á Langanes og Vopnafjörð. Sama má segja um norðanverða Vestfirði. Það er ekki að sjá annað en að það verði talsvert vetrarríki þar.“ Þeir sem þurfa að ferðast milli landshluta ættu að huga að nagladekkjum. „Sérstaklega þeir sem munu ferðast um Norður- og Norðausturlandið þar sem er kaldast og mestar líkur á snjó. En hér syðra er almennt séð ekki mikil hætta á ísingu né snjó. Þessi bleyta sem er núna þornar í þurrum vindi sennilega í nótt og fyrramálið.“ Veðrið mun hins vegar lagst um næstu helgi. „Vetrarkoma á Íslandi, hún er yfirleitt með þeim hætti að það hlýnar alltaf aftur.“ Veður Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Fyrsti dagur vetrar verður næstkomandi laugardag, en veturinn mun heldur betur minna á sig í vikunni. Þrálát norðanátt mun ríkja í vikunni. Henni mun fylgja talsverð snjókoma á norðanverðu landinu sem mun breyta landshlutanum í vetrarríki. Þá gætu Reykvíkingar orðið varir við fyrsta frost haustsins. Lægð er væntanleg til landsins í kvöld. Henni mun fylgja norðaustanátt sem mun draga kalt loft til landsins sem hefur verið í laumi við Grænland. „Sem þýðir það að strax í fyrramálið fer að snjóa á norðanverðum Vestfjörðum. Ísfirðingar og nærsveitungar sem þurfa til dæmis að fara yfir Gemlufallsheiði þurfa aðeins að horfa til veðurs. Almennt séð á Norðurlandi þá kólnar á morgun og verður hált á vegum víðast hvar á Norðurlandi. Annað kvöld verður komið frost á öllu norðanverður og norðaustanverðu landinu,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Norðanáttin heldur áfram á þriðjudag og miðvikudag. Þá kólnar líka sunnan heiða. „En það verður allt saman þannig að það birtir upp og það er ekki að vænta neinnar snjókomu þar. Það verða þessir hefðbundnu köldu haustdagar þegar það er sæmileg bjart og þurrt.“ Mjög líklega munu Reykvíkingar sjá fyrsta frost haustsins í miðri viku. „Þessi norðanátt ætlar ekkert að gefa sig fyrr en undir helgina. Og við getum alveg eins búist við því að það snjói talsvert sums staðar fyrir norðan. Sérstaklega við utanverðan Eyjafjörðinn, austur með ströndinni, Húsavík og alveg austur á Langanes og Vopnafjörð. Sama má segja um norðanverða Vestfirði. Það er ekki að sjá annað en að það verði talsvert vetrarríki þar.“ Þeir sem þurfa að ferðast milli landshluta ættu að huga að nagladekkjum. „Sérstaklega þeir sem munu ferðast um Norður- og Norðausturlandið þar sem er kaldast og mestar líkur á snjó. En hér syðra er almennt séð ekki mikil hætta á ísingu né snjó. Þessi bleyta sem er núna þornar í þurrum vindi sennilega í nótt og fyrramálið.“ Veðrið mun hins vegar lagst um næstu helgi. „Vetrarkoma á Íslandi, hún er yfirleitt með þeim hætti að það hlýnar alltaf aftur.“
Veður Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira