Telja sig hafa fundið japanskt flugmóðurskip á fimm kílómetra dýpi Samúel Karl Ólason skrifar 20. október 2019 23:40 Rob Kraft, yfirmaður neðansjávarleita Vulcan Inc. skoðar sónarmynd af botni Kyrrahafsins. AP/Caleb Jones Rannsakendur fyrirtækisins Vulcan Inc. telja sig hafa fundið annað af fjórum flugmóðurskipum Japana sem Bandaríkjamenn sökktu í orrustunni við Midway í seinni heimsstyrjöldinni. Orrustan þykir vendipunktur í stríði ríkjanna. Rúmri viku eftir að rannsakendurnir á skipinu Petrel fundu flak flugmóðurskipsins Kaga segjast þeir hafa fundið annað hvort Akagi eða Soryu. Með því að notast við fjarstýrðan kafbát með sónar fannst flakið á fimm og hálfs kílómetra dýpi í Kyrrahafinu. Nánar tiltekið rúmlega tvö þúsund kílómetra norðvestur af Hawai-eyjum. Næsta skref er að senda annan kafbát með nákvæmari sónar og þannig verður hægt að greina flakið betur og staðfesta um hvort flugmóðurskipið sé að ræða. Sú sjóferð mun taka um átta klukkustundir. Þar til í síðustu viku hafði einungis eitt af þeim sjö skipum sem sukku í orrustunni um Midway í júní 1942 fundist. Japanar misstu fimm skip, þar af fjögur flugmóðurskip, og Bandaríkjamenn tvö. Rúmlega tvö þúsund Japanir og 300 Bandaríkjamenn létu lífið. Kaga fannst í síðustu viku á tæplega fimm kílómetra dýpi. Sónarmyndir sýna að skipið sökk á miklum hraða og er stærðarinnar gígur í kringum skipið á hafsbotni, eins og stór sprenging hafi átt sér stað. Stefni skipsins er grafið djúpt í hafsbotninn en það þykir þó heillegt. Áhöfn Petrel vonast til þess að finna öll skipin sem sukku og safna gögnum um þau. Auðjöfurinn Paul Allen, sem stofnaði Microsoft með Bill Gates, hóf leitarverkefnið. Áhöfn Petrel hefur um árabil unnið með sjóher Bandaríkjanna og öðrum ríkjum að því að finna og skrásetja sokkin skip og hingað til hafa þau fundið rúmlega 30.Hér má sjá sjónvarpsfrétt AP fréttaveitunnar um fund Kaga.Hér má sjá sónarmyndir sem teknar voru í dag. Að endingu má sjá myndband sem áhöfn Petrel gerði um fund Kaga. Fornminjar Japan Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Rannsakendur fyrirtækisins Vulcan Inc. telja sig hafa fundið annað af fjórum flugmóðurskipum Japana sem Bandaríkjamenn sökktu í orrustunni við Midway í seinni heimsstyrjöldinni. Orrustan þykir vendipunktur í stríði ríkjanna. Rúmri viku eftir að rannsakendurnir á skipinu Petrel fundu flak flugmóðurskipsins Kaga segjast þeir hafa fundið annað hvort Akagi eða Soryu. Með því að notast við fjarstýrðan kafbát með sónar fannst flakið á fimm og hálfs kílómetra dýpi í Kyrrahafinu. Nánar tiltekið rúmlega tvö þúsund kílómetra norðvestur af Hawai-eyjum. Næsta skref er að senda annan kafbát með nákvæmari sónar og þannig verður hægt að greina flakið betur og staðfesta um hvort flugmóðurskipið sé að ræða. Sú sjóferð mun taka um átta klukkustundir. Þar til í síðustu viku hafði einungis eitt af þeim sjö skipum sem sukku í orrustunni um Midway í júní 1942 fundist. Japanar misstu fimm skip, þar af fjögur flugmóðurskip, og Bandaríkjamenn tvö. Rúmlega tvö þúsund Japanir og 300 Bandaríkjamenn létu lífið. Kaga fannst í síðustu viku á tæplega fimm kílómetra dýpi. Sónarmyndir sýna að skipið sökk á miklum hraða og er stærðarinnar gígur í kringum skipið á hafsbotni, eins og stór sprenging hafi átt sér stað. Stefni skipsins er grafið djúpt í hafsbotninn en það þykir þó heillegt. Áhöfn Petrel vonast til þess að finna öll skipin sem sukku og safna gögnum um þau. Auðjöfurinn Paul Allen, sem stofnaði Microsoft með Bill Gates, hóf leitarverkefnið. Áhöfn Petrel hefur um árabil unnið með sjóher Bandaríkjanna og öðrum ríkjum að því að finna og skrásetja sokkin skip og hingað til hafa þau fundið rúmlega 30.Hér má sjá sjónvarpsfrétt AP fréttaveitunnar um fund Kaga.Hér má sjá sónarmyndir sem teknar voru í dag. Að endingu má sjá myndband sem áhöfn Petrel gerði um fund Kaga.
Fornminjar Japan Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira