Sérstök umræða verður á þingfundi í dag um íslenskt bankakerfi og sölu á hlutum ríkisins í bönkunum.
Það er Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sem er málshefjandi umræðunnar en Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, verður til andsvara.
Íslenska ríkið fer í dag með allan eignarhlut Íslandsbanka og rúmlega 98 prósent í Landsbankanum. Samkvæmt eigendastefnu ríkisins er stefnt að því að selja allan hlutinn í Íslandsbanka en halda eftir 34 til 40 prósenta hlut í Landsbankanum.

