„Ég er kominn með algjört ógeð á þessum brjálaða handboltamanni sem ég bjó til“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2019 10:00 Björgvin Páll Gústavsson á HM í Þýskalandi í janúar. Getty/Jörg Schüler Handknattleiksmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson hefur átt mjög viðburðarríkt ár sem endar síðan á því að hann gefur út opinskáa bók fyrir jólin. Bók Björgvins heitir „Án filters“ og er afar persónuleg. Hann gefur aðdáendum sínum smá sýnishorn af henni í nýrri færslu á fésbókarsíðu sinni. Björgvin Páll hefur gengið í gegnum ýmislegt á handboltavellinum á þessu ári en hann missti meðal annars sæti sitt í landsliðinu og tók þá ákvörðun að hætta í atvinnumennsku og snúa aftur heim til Íslands eftir að þessu tímabili lýkur. Færsla Björgvins Páls er um upplifun hans eftir leik á móti Frökkum á HM í handbolta í janúar. Leik sem íslenska landsliðið tapaði með níu marka mun og Björgvin náði aðeins að verja 1 af 10 skotum sem á hann komu. „Ég ætti að vera sofandi á hóteli landsliðsins, í nágrenni við lestarstöðina í Köln. Í langan tíma hef ég reynt að láta einkenni um andlegt og líkamlegt hrun sem vind um eyru þjóta. Fyrir utan erfiðleikana sem fylgja því að eiga við öll þessi einkenni er orðið allt of erfitt að reyna að halda haus og láta eins og ekkert sé innan um liðsfélagana,“ skrifar Björgvin Páll. Hann heldur áfram og felur ekkert í upplifun sinni um hánótt á kirkjutröppunum fyrir framan dómkirkjuna í Köln. „Nú þegar mesti gráturinn er yfirstaðinn átta ég mig á því að ég er kominn með algjört ógeð á sjálfum mér, eða öllu heldur þessum brjálaða handboltamanni sem ég bjó til í þeim tilgangi að slökkva á líkamlegum og andlegum vandamálum sem ég hef glímt við í áraraðir. En hvernig komst ég hingað?,“ spyr Björgvin Páll en það má sjá alla færsluna hans hér fyrir neðan. EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Björgvin Páll með stórleik er Skjern marði sigur Björgvin Páll fór mikinn er Skjern marði Bjerringbro-Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni með eins marks mun í handbolta í dag, lokatölur 27-26. 19. október 2019 17:00 Björgvin ekki fúll út í Guðmund | Alltaf klár er kallið kemur Björgvin Páll Gústavsson hefur ekki verið valinn í síðustu landsliðshópa hjá Guðmundi Guðmundssyni og virðist vera í kælinum hjá landsliðsþjálfaranum. 18. október 2019 11:00 Björgvin Páll snýr heim í sumar | Ég á tíu góð ár eftir Handknattleiksmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson hættir að spila með danska liðinu Skjern í sumar og kemur heim. Hann segir í samtali við Vísi að hann eigi nóg eftir í boltanum. 18. október 2019 09:00 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Sjá meira
Handknattleiksmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson hefur átt mjög viðburðarríkt ár sem endar síðan á því að hann gefur út opinskáa bók fyrir jólin. Bók Björgvins heitir „Án filters“ og er afar persónuleg. Hann gefur aðdáendum sínum smá sýnishorn af henni í nýrri færslu á fésbókarsíðu sinni. Björgvin Páll hefur gengið í gegnum ýmislegt á handboltavellinum á þessu ári en hann missti meðal annars sæti sitt í landsliðinu og tók þá ákvörðun að hætta í atvinnumennsku og snúa aftur heim til Íslands eftir að þessu tímabili lýkur. Færsla Björgvins Páls er um upplifun hans eftir leik á móti Frökkum á HM í handbolta í janúar. Leik sem íslenska landsliðið tapaði með níu marka mun og Björgvin náði aðeins að verja 1 af 10 skotum sem á hann komu. „Ég ætti að vera sofandi á hóteli landsliðsins, í nágrenni við lestarstöðina í Köln. Í langan tíma hef ég reynt að láta einkenni um andlegt og líkamlegt hrun sem vind um eyru þjóta. Fyrir utan erfiðleikana sem fylgja því að eiga við öll þessi einkenni er orðið allt of erfitt að reyna að halda haus og láta eins og ekkert sé innan um liðsfélagana,“ skrifar Björgvin Páll. Hann heldur áfram og felur ekkert í upplifun sinni um hánótt á kirkjutröppunum fyrir framan dómkirkjuna í Köln. „Nú þegar mesti gráturinn er yfirstaðinn átta ég mig á því að ég er kominn með algjört ógeð á sjálfum mér, eða öllu heldur þessum brjálaða handboltamanni sem ég bjó til í þeim tilgangi að slökkva á líkamlegum og andlegum vandamálum sem ég hef glímt við í áraraðir. En hvernig komst ég hingað?,“ spyr Björgvin Páll en það má sjá alla færsluna hans hér fyrir neðan.
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Björgvin Páll með stórleik er Skjern marði sigur Björgvin Páll fór mikinn er Skjern marði Bjerringbro-Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni með eins marks mun í handbolta í dag, lokatölur 27-26. 19. október 2019 17:00 Björgvin ekki fúll út í Guðmund | Alltaf klár er kallið kemur Björgvin Páll Gústavsson hefur ekki verið valinn í síðustu landsliðshópa hjá Guðmundi Guðmundssyni og virðist vera í kælinum hjá landsliðsþjálfaranum. 18. október 2019 11:00 Björgvin Páll snýr heim í sumar | Ég á tíu góð ár eftir Handknattleiksmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson hættir að spila með danska liðinu Skjern í sumar og kemur heim. Hann segir í samtali við Vísi að hann eigi nóg eftir í boltanum. 18. október 2019 09:00 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Sjá meira
Björgvin Páll með stórleik er Skjern marði sigur Björgvin Páll fór mikinn er Skjern marði Bjerringbro-Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni með eins marks mun í handbolta í dag, lokatölur 27-26. 19. október 2019 17:00
Björgvin ekki fúll út í Guðmund | Alltaf klár er kallið kemur Björgvin Páll Gústavsson hefur ekki verið valinn í síðustu landsliðshópa hjá Guðmundi Guðmundssyni og virðist vera í kælinum hjá landsliðsþjálfaranum. 18. október 2019 11:00
Björgvin Páll snýr heim í sumar | Ég á tíu góð ár eftir Handknattleiksmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson hættir að spila með danska liðinu Skjern í sumar og kemur heim. Hann segir í samtali við Vísi að hann eigi nóg eftir í boltanum. 18. október 2019 09:00
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita