Hefja frumkvæðisrannsókn á verklagi dómsmálaráðherra Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 21. október 2019 12:30 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis segir að nefndin muni ákveða á miðvikudaginn að hefja frumkvæðisrannsókn á verklagi dómsmálaráðherra vegna ábendinga FAFT samtakanna. Þá verður opinn fundur um málið í efnahags-og viðskiptanefnd þingsins á morgun. Ísland fór á gráan lista samtakanna Financial Action Force FATF yfir ríkis sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti á föstudaginn og er nú á listanum með löndum eins og Afganistan, Írak og Úganda. Á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar var borin fram tillaga um að kanna verklag dómsmálaráðherra og ráðuneyta í aðdraganda ákvörðunarinnar. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er formaður nefndarinnar.Sjá einnig: Þingnefndir ræða veru Íslands á gráum lista „Jón Steindór Valdimarsson [þingmaður Viðreisnar] bar fram þessa tillögu og við Guðmundur Andri [Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar] tókum undir hana, að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd myndi hefja frumkvæðisathugun á verklagi ráðherra og þeirra ráðuneyta sem við á, gagnvart ábendingum FATF-starfshópsins, eða framkvæmdastjórnarinnar eins og hún hefur verið nefnd,“ segir Þórhildur Sunna. Ákveðið hafi verið að taka afstöðu til málsins á miðvikudaginn og Jóni Steindóri var falið að kanna hvernig þessi athugun ætti að fara fram. „Við höfum nægjanlegan fjölda nefndarmanna til að hefja frumkvæðisathugun og hefðum þannig séð getað ákveðið að ýta en kusum að verða við þeirri ósk annarra nefndarmanna að gefa þessu smá tíma til þess að setja utan um þetta kannski aðeins meiri ramma,“ segir Þórhildur Sunna. Þá verður opinn fundur í efnahags-og viðskiptanefnd á morgun um málið. „Þar verður fókusinn þó eilítið annar heldur en stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vegna þess að þar mun auðvitað málið einna helst snúa að því hvað á eftir að gera til að við komumst af þessum gráa lista.“ Þórhildur Sunna telur veru Íslands á listanum geta haft alvarleg áhrif. „Fullyrðingar ráðherra í kjölfarið, um að þetta sé nú kannski ekki svo alvarlegt, það er augljóst að þeim fannst það alvarlegt áður en að við fórum á þennan gráa lista, og ég trúi ekki öðru en að þeim finnist það grafalvarlegt að við séum á honum í dag, sama hvað hver segir,“ segir Þórhildur Sunna. Alþingi Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Vígðu bleikan bekk við skólann Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis segir að nefndin muni ákveða á miðvikudaginn að hefja frumkvæðisrannsókn á verklagi dómsmálaráðherra vegna ábendinga FAFT samtakanna. Þá verður opinn fundur um málið í efnahags-og viðskiptanefnd þingsins á morgun. Ísland fór á gráan lista samtakanna Financial Action Force FATF yfir ríkis sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti á föstudaginn og er nú á listanum með löndum eins og Afganistan, Írak og Úganda. Á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar var borin fram tillaga um að kanna verklag dómsmálaráðherra og ráðuneyta í aðdraganda ákvörðunarinnar. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er formaður nefndarinnar.Sjá einnig: Þingnefndir ræða veru Íslands á gráum lista „Jón Steindór Valdimarsson [þingmaður Viðreisnar] bar fram þessa tillögu og við Guðmundur Andri [Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar] tókum undir hana, að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd myndi hefja frumkvæðisathugun á verklagi ráðherra og þeirra ráðuneyta sem við á, gagnvart ábendingum FATF-starfshópsins, eða framkvæmdastjórnarinnar eins og hún hefur verið nefnd,“ segir Þórhildur Sunna. Ákveðið hafi verið að taka afstöðu til málsins á miðvikudaginn og Jóni Steindóri var falið að kanna hvernig þessi athugun ætti að fara fram. „Við höfum nægjanlegan fjölda nefndarmanna til að hefja frumkvæðisathugun og hefðum þannig séð getað ákveðið að ýta en kusum að verða við þeirri ósk annarra nefndarmanna að gefa þessu smá tíma til þess að setja utan um þetta kannski aðeins meiri ramma,“ segir Þórhildur Sunna. Þá verður opinn fundur í efnahags-og viðskiptanefnd á morgun um málið. „Þar verður fókusinn þó eilítið annar heldur en stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vegna þess að þar mun auðvitað málið einna helst snúa að því hvað á eftir að gera til að við komumst af þessum gráa lista.“ Þórhildur Sunna telur veru Íslands á listanum geta haft alvarleg áhrif. „Fullyrðingar ráðherra í kjölfarið, um að þetta sé nú kannski ekki svo alvarlegt, það er augljóst að þeim fannst það alvarlegt áður en að við fórum á þennan gráa lista, og ég trúi ekki öðru en að þeim finnist það grafalvarlegt að við séum á honum í dag, sama hvað hver segir,“ segir Þórhildur Sunna.
Alþingi Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Vígðu bleikan bekk við skólann Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira