Níutíu manns tóku inntökuprófið í slökkviliðið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. október 2019 19:23 Ingibjörg segir mun færri konur en karla sækja um. stöð 2 Þeir sem vilja vinna sem slökkviliðsmenn þurfa að geta hlaupið þrjá kílómetra á þrettán mínútum og geta klifrað upp í tuttugu metra hæð og sýnt þar fram á rökhugsun. Þá mega þeir alls ekki vera lofthræddir. Níutíu manns hafa glímt við inntökuprófið síðustu daga. Til þess að geta sótt um starfið þarf umsækjandi að hafa lokið sveinsprófi eða stúdentsprófi og hafa meirapróf. Þá þarf umsækjandi að hafa mjög góða líkamsburði, sjón og heyrn og má alls ekki vera lofthræddur eða með innilokunarkennd. Níutíu manns sóttu um að komast í slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu í ár og hafa inntökuprófin verið í fullum gangi síðustu daga. „Við byrjum á því að leggja fyrir umsækjendur hlaupapróf og þeir sem náðu því eru hérna í dag og það eru um það bil helmingur af þeim sem reyndu að ná prófinu,“ segir Ingibjörg Óðinsdóttir, mannauðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Hlaupa þarf 3 km vegalengd á innan við 13:15 mínútum til að ná prófinu. „Við taka svo fleiri próf þetta er eitt af þeim þetta heitir dúkkuburður og þetta þurfa þau að gera fram og til baka og þetta er sjötíu kílóa dúkka,“ segir Ingibjörg.Umsækjendur þurfa að klifra upp í allt að 20 metra háan stiga á körfubíl og svara spurningum til að kanna hvort viðkomandi hafi rökhugsun við þær aðstæður. „Síðan tekur við þrek- og styrktarpróf sem gengur út á armbeygjur og planka og síðan tekur við innilokunarkennd, þar sem þeir leysa þrautir með reykköfunartæki og búnað blindaðir.“ Þá tekur við sundpróf sem felst í 200 metra bringusundi, 200 metra skriðsundi og 25 metra björgunarsundi. Eftir það tekur við skriflegt próf, aksturspróf, viðtal og læknisskoðun. „Við höfum aldrei verið í vandræðum með að fá umsækjendur það hafa alltaf verið mjög margir sem hafa sótt um.“ Það mun svo skýrast í lok nóvember hversu margir náðu prófinu og verða ráðnir. Líklega verða það talsvert fleiri karlar en konur en eins og staðan er í dag eru aðeins sjö konur fastráðnar í slökkviliðinu. „Það er náttúrlega miklu minna af konum bæði sem sækja um og sem ná öllum prófum, það er bara staðan.“ Hún segir fimm konur hafa náð í gegn um hlaupaprófið af fjörutíu og fimm. Slökkvilið Vinnumarkaður Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Þeir sem vilja vinna sem slökkviliðsmenn þurfa að geta hlaupið þrjá kílómetra á þrettán mínútum og geta klifrað upp í tuttugu metra hæð og sýnt þar fram á rökhugsun. Þá mega þeir alls ekki vera lofthræddir. Níutíu manns hafa glímt við inntökuprófið síðustu daga. Til þess að geta sótt um starfið þarf umsækjandi að hafa lokið sveinsprófi eða stúdentsprófi og hafa meirapróf. Þá þarf umsækjandi að hafa mjög góða líkamsburði, sjón og heyrn og má alls ekki vera lofthræddur eða með innilokunarkennd. Níutíu manns sóttu um að komast í slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu í ár og hafa inntökuprófin verið í fullum gangi síðustu daga. „Við byrjum á því að leggja fyrir umsækjendur hlaupapróf og þeir sem náðu því eru hérna í dag og það eru um það bil helmingur af þeim sem reyndu að ná prófinu,“ segir Ingibjörg Óðinsdóttir, mannauðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Hlaupa þarf 3 km vegalengd á innan við 13:15 mínútum til að ná prófinu. „Við taka svo fleiri próf þetta er eitt af þeim þetta heitir dúkkuburður og þetta þurfa þau að gera fram og til baka og þetta er sjötíu kílóa dúkka,“ segir Ingibjörg.Umsækjendur þurfa að klifra upp í allt að 20 metra háan stiga á körfubíl og svara spurningum til að kanna hvort viðkomandi hafi rökhugsun við þær aðstæður. „Síðan tekur við þrek- og styrktarpróf sem gengur út á armbeygjur og planka og síðan tekur við innilokunarkennd, þar sem þeir leysa þrautir með reykköfunartæki og búnað blindaðir.“ Þá tekur við sundpróf sem felst í 200 metra bringusundi, 200 metra skriðsundi og 25 metra björgunarsundi. Eftir það tekur við skriflegt próf, aksturspróf, viðtal og læknisskoðun. „Við höfum aldrei verið í vandræðum með að fá umsækjendur það hafa alltaf verið mjög margir sem hafa sótt um.“ Það mun svo skýrast í lok nóvember hversu margir náðu prófinu og verða ráðnir. Líklega verða það talsvert fleiri karlar en konur en eins og staðan er í dag eru aðeins sjö konur fastráðnar í slökkviliðinu. „Það er náttúrlega miklu minna af konum bæði sem sækja um og sem ná öllum prófum, það er bara staðan.“ Hún segir fimm konur hafa náð í gegn um hlaupaprófið af fjörutíu og fimm.
Slökkvilið Vinnumarkaður Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira