Segir engar vísbendingar um veruleg áhrif af veru Íslands á gráum lista Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. október 2019 10:38 Bjarni Benediktsson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir komu á fund efnahags- og viðskiptanefndar í morgun til að ræða veru Íslands á gráum lista. Vísir/Vilhelm Engar vísbendingar eru um það að vera Íslands á gráum lista FATF-hópsins hafi haft veruleg áhrif á íslenskt efnahagslíf til þessa. Þetta hafi þó í för með sér óvissuþætti. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar í morgun. Bjarni og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra komu fyrir nefndina í morgun til að ræða veru Íslands á gráum lista samtakanna Financial Action Task Force (FATF) yfir ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Sem kunnugt er var Ísland sett á gráa listann fyrir helgi þar sem FATF lítur svo á að íslensk stjórnvöld hafi ekki gripið til nægjanlegra ráðstafana. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, spurði ráðherrana hvort fylgst væri með því hvaða afleiðingar vera Íslands á listanum hafi á íslenskt efnahagslíf. Þorsteinn sagði augljóst að Ísland yrði fyrir álitshnekkjum sökum þessa en vildi vita hvort markvisst væri fylgst með afleiðingunum. „Við höfum farið yfir þessa óvissuþætti sérstaklega,“ sagði Bjarni. Til dæmis hafi verið fylgst með því hvort þetta geti haft áhrif á gengi krónunnar, gjaldeyrismiðlun, innlenda fjárfestingu, hvort lánshæfismat skaðist eða hvort gjaldeyrismarkaðirnir yrðu fyrir einhverjum áhrifum. „Enn sem komið er höfum við séð afskaplega lítil áhrif ef nokkur,“ segir Bjarni en bætti við að gætu þurfi sérstakrar varkárni. Engar upplýsingar liggi fyrir á þessari stundu um hvort eitthvað af ofantöldu hafi raungerst.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra svaraði spurningum nefndarmanna á fundinum í morgun.Vísir/VilhelmÁslaug Arna rakti á fundinum aðdraganda þess að Ísland gerðist aðili að FATF árið 1991. Aðgerðum og vörnum hafi verið ábótavant samkvæmt skýrslu sem kom út árið 2018 og við því hafi þegar verið brugðist að sögn Áslaugar. Í lok september hafi komið í ljós að enn væru sex atriði útistandandi sem öllum hafi verið brugðist við, ýmist væri þeirri vinnu lokið eða væri í ferli. Það hafi ekki dugað til. Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, spurði ráðherra hvort þau atriði sem enn stæðu útaf kölluð á frekari lagabreytingar. Áslaug sagðist telja að engar aðrar lagabreytingar séu eftir sem þörf sé á, nema eitthvað óvænt komi upp. Þá sagði Áslaug að það væri ekki aðeins undir íslenskum stjórnvöldum komið að búa svo um hnútana að Ísland geti farið af listanum á næsta fundi FATF í febrúar þar sem listinn er uppfærður. Það sé ákvörðun ráðgjafanefndar FATF og veltur meðal annars á því hvort, hvort hún komi hingað til lands fyrir febrúarfundinn og hvort hópurinn gaumgæfi þær aðgerðir sem íslensk stjórnvöld hafi ráðist í. Alþingi Ísland á gráum lista FATF Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Sjá meira
Engar vísbendingar eru um það að vera Íslands á gráum lista FATF-hópsins hafi haft veruleg áhrif á íslenskt efnahagslíf til þessa. Þetta hafi þó í för með sér óvissuþætti. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar í morgun. Bjarni og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra komu fyrir nefndina í morgun til að ræða veru Íslands á gráum lista samtakanna Financial Action Task Force (FATF) yfir ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Sem kunnugt er var Ísland sett á gráa listann fyrir helgi þar sem FATF lítur svo á að íslensk stjórnvöld hafi ekki gripið til nægjanlegra ráðstafana. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, spurði ráðherrana hvort fylgst væri með því hvaða afleiðingar vera Íslands á listanum hafi á íslenskt efnahagslíf. Þorsteinn sagði augljóst að Ísland yrði fyrir álitshnekkjum sökum þessa en vildi vita hvort markvisst væri fylgst með afleiðingunum. „Við höfum farið yfir þessa óvissuþætti sérstaklega,“ sagði Bjarni. Til dæmis hafi verið fylgst með því hvort þetta geti haft áhrif á gengi krónunnar, gjaldeyrismiðlun, innlenda fjárfestingu, hvort lánshæfismat skaðist eða hvort gjaldeyrismarkaðirnir yrðu fyrir einhverjum áhrifum. „Enn sem komið er höfum við séð afskaplega lítil áhrif ef nokkur,“ segir Bjarni en bætti við að gætu þurfi sérstakrar varkárni. Engar upplýsingar liggi fyrir á þessari stundu um hvort eitthvað af ofantöldu hafi raungerst.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra svaraði spurningum nefndarmanna á fundinum í morgun.Vísir/VilhelmÁslaug Arna rakti á fundinum aðdraganda þess að Ísland gerðist aðili að FATF árið 1991. Aðgerðum og vörnum hafi verið ábótavant samkvæmt skýrslu sem kom út árið 2018 og við því hafi þegar verið brugðist að sögn Áslaugar. Í lok september hafi komið í ljós að enn væru sex atriði útistandandi sem öllum hafi verið brugðist við, ýmist væri þeirri vinnu lokið eða væri í ferli. Það hafi ekki dugað til. Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, spurði ráðherra hvort þau atriði sem enn stæðu útaf kölluð á frekari lagabreytingar. Áslaug sagðist telja að engar aðrar lagabreytingar séu eftir sem þörf sé á, nema eitthvað óvænt komi upp. Þá sagði Áslaug að það væri ekki aðeins undir íslenskum stjórnvöldum komið að búa svo um hnútana að Ísland geti farið af listanum á næsta fundi FATF í febrúar þar sem listinn er uppfærður. Það sé ákvörðun ráðgjafanefndar FATF og veltur meðal annars á því hvort, hvort hún komi hingað til lands fyrir febrúarfundinn og hvort hópurinn gaumgæfi þær aðgerðir sem íslensk stjórnvöld hafi ráðist í.
Alþingi Ísland á gráum lista FATF Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Sjá meira