Tveir stjórnarmenn mótmæltu brottrekstri forstjóra Reykjalundar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. október 2019 20:15 Tveir stjórnarmenn í stjórn SÍBS bókuðu mótmæli við brottvikningu forstjóra Reykjalundar þegar málið var lagt fyrir stjórnina. Fyrrverandi formaður samtakanna og nefndarmaður í uppstillingarnefnd harmar uppsagnir stjórnenda. Talsmaður fagráðs Reykjalundar segir allt starfsfólk íhuga stöðu sína. Mikil ólga hefur verið meðal starfsfólks Reykjalundar eftir að stjórn SÍBS sagði upp forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga fyrir nokkrum vikum. Dagný Erna Jónsdóttir, sem var formaður SÍBS um nokkurra ára bil og situr nú í uppstillingarnefnd Samtakanna, er afar ósátt með uppsagnirnar. „Þegar ég frétti þetta var ég gjörsamlega niðurbrotin, þetta hafði ofboðsleg áhrif á mig og ég mun kalla saman fund ef ég get,“ segir Dagný. „Þetta kom mér mjög, mjög á óvart. Þetta er bara alveg skelfilegt. Enda veit ég að það var ekki einhugur um þetta í stjórninni.“Þórunn Hanna Halldórsdóttir, fulltrúi í fagráði Reykjalundar.Vísir/SigurjónSjö manns sitja í stjórn SÍBS. Meðal þeirra er Pétur J. Jónsson sálfræðingur. Hann sagði í samtali við fréttastofu að hann hefði varað við brottvikningu forstjóra Reykjalundar á stjórnarfundi á sínum tíma og látið bóka mótmæli við henni ásamt Frímanni Sigurnýassyni. Menn væru ekki búnir að bíta úr nálinni með þetta og það hefði komið á daginn. Það eru sex læknar ýmist á förum eða hafa sagt upp og afgangurinn, eða sjö læknar, eru að íhuga stöðu sína. Það sama á við um aðrar stéttir. „Það eru allir að íhuga sína stöðu,“ segir Þórunn Hanna Halldórsdóttir, fulltrúi í fagráði Reykjalundar. Hún segir að það myndi leysa mikið ef það kæmi manneskja með endurhæfingarmenntun í framkvæmdastjórn Reykjalundar og meira samráð væri haft við starfsfólk um stórar ákvarðanir. Þá telur hún að núverandi stjórn eigi að víkja. „Ég tel að stjórn SÍBS eins og hún er skipuð núna sé hluti af vandanum. Þetta hefur verið klúður frá upphafi til enda og maður hefur séð á mörgum stöðum hvernig hægt hefði verið að leysa stöðuna.“ Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Ólafur Þór tekur við af Magnúsi á Reykjalundi Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. 15. október 2019 12:27 Fordæma vinnubrögð stjórnarformanns og varaformanns stjórnar SÍBS Félag íslenskra endurhæfingarlækna fordæmir vinnubrögð stjórnarformanns og varaformanns stjórnar SÍBS gagnvart þeim Birgi Gunnarssyni og Magnúsi Ólasyni sem fyrirvaralaust var sagt upp störfum á Reykjalundi á dögunum. 16. október 2019 18:30 Hugarfar segir starfshætti stjórnar SÍBS hafa skapað mikinn óróa á Reykjalundi Hugarfar, félag fólks með ákominn heilaskaða og aðstandendur þeirra, sendu í dag frá sér yfirlýsingu vegna uppsagna fyrrverandi framkvæmdarstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, og fyrrverandi yfirmanns lækninga, Magnúsar Ólasonar. 18. október 2019 23:36 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Sjá meira
Tveir stjórnarmenn í stjórn SÍBS bókuðu mótmæli við brottvikningu forstjóra Reykjalundar þegar málið var lagt fyrir stjórnina. Fyrrverandi formaður samtakanna og nefndarmaður í uppstillingarnefnd harmar uppsagnir stjórnenda. Talsmaður fagráðs Reykjalundar segir allt starfsfólk íhuga stöðu sína. Mikil ólga hefur verið meðal starfsfólks Reykjalundar eftir að stjórn SÍBS sagði upp forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga fyrir nokkrum vikum. Dagný Erna Jónsdóttir, sem var formaður SÍBS um nokkurra ára bil og situr nú í uppstillingarnefnd Samtakanna, er afar ósátt með uppsagnirnar. „Þegar ég frétti þetta var ég gjörsamlega niðurbrotin, þetta hafði ofboðsleg áhrif á mig og ég mun kalla saman fund ef ég get,“ segir Dagný. „Þetta kom mér mjög, mjög á óvart. Þetta er bara alveg skelfilegt. Enda veit ég að það var ekki einhugur um þetta í stjórninni.“Þórunn Hanna Halldórsdóttir, fulltrúi í fagráði Reykjalundar.Vísir/SigurjónSjö manns sitja í stjórn SÍBS. Meðal þeirra er Pétur J. Jónsson sálfræðingur. Hann sagði í samtali við fréttastofu að hann hefði varað við brottvikningu forstjóra Reykjalundar á stjórnarfundi á sínum tíma og látið bóka mótmæli við henni ásamt Frímanni Sigurnýassyni. Menn væru ekki búnir að bíta úr nálinni með þetta og það hefði komið á daginn. Það eru sex læknar ýmist á förum eða hafa sagt upp og afgangurinn, eða sjö læknar, eru að íhuga stöðu sína. Það sama á við um aðrar stéttir. „Það eru allir að íhuga sína stöðu,“ segir Þórunn Hanna Halldórsdóttir, fulltrúi í fagráði Reykjalundar. Hún segir að það myndi leysa mikið ef það kæmi manneskja með endurhæfingarmenntun í framkvæmdastjórn Reykjalundar og meira samráð væri haft við starfsfólk um stórar ákvarðanir. Þá telur hún að núverandi stjórn eigi að víkja. „Ég tel að stjórn SÍBS eins og hún er skipuð núna sé hluti af vandanum. Þetta hefur verið klúður frá upphafi til enda og maður hefur séð á mörgum stöðum hvernig hægt hefði verið að leysa stöðuna.“
Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Ólafur Þór tekur við af Magnúsi á Reykjalundi Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. 15. október 2019 12:27 Fordæma vinnubrögð stjórnarformanns og varaformanns stjórnar SÍBS Félag íslenskra endurhæfingarlækna fordæmir vinnubrögð stjórnarformanns og varaformanns stjórnar SÍBS gagnvart þeim Birgi Gunnarssyni og Magnúsi Ólasyni sem fyrirvaralaust var sagt upp störfum á Reykjalundi á dögunum. 16. október 2019 18:30 Hugarfar segir starfshætti stjórnar SÍBS hafa skapað mikinn óróa á Reykjalundi Hugarfar, félag fólks með ákominn heilaskaða og aðstandendur þeirra, sendu í dag frá sér yfirlýsingu vegna uppsagna fyrrverandi framkvæmdarstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, og fyrrverandi yfirmanns lækninga, Magnúsar Ólasonar. 18. október 2019 23:36 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Sjá meira
Ólafur Þór tekur við af Magnúsi á Reykjalundi Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. 15. október 2019 12:27
Fordæma vinnubrögð stjórnarformanns og varaformanns stjórnar SÍBS Félag íslenskra endurhæfingarlækna fordæmir vinnubrögð stjórnarformanns og varaformanns stjórnar SÍBS gagnvart þeim Birgi Gunnarssyni og Magnúsi Ólasyni sem fyrirvaralaust var sagt upp störfum á Reykjalundi á dögunum. 16. október 2019 18:30
Hugarfar segir starfshætti stjórnar SÍBS hafa skapað mikinn óróa á Reykjalundi Hugarfar, félag fólks með ákominn heilaskaða og aðstandendur þeirra, sendu í dag frá sér yfirlýsingu vegna uppsagna fyrrverandi framkvæmdarstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, og fyrrverandi yfirmanns lækninga, Magnúsar Ólasonar. 18. október 2019 23:36