Á fjórða hundrað manns móta útflutningsstefnu Björn Þorfinnsson skrifar 23. október 2019 06:00 Úr herferð Íslandsstofu sem hvatti ferðamenn til að drekka íslenskt kranavatn. íslandsstofa Niðurstöður víðtækrar stefnumótunar stjórnvalda og atvinnulífs fyrir íslenskan útflutning verða kynntar á fundi Íslandsstofu í dag. Í tilkynningu kemur fram að stefnumótunin hafi verið unnin í breiðu samráði við útflutningsfyrirtæki um land allt og að tæplega 400 manns hafi komið að vinnunni með beinum hætti í gegnum þrettán vinnustofur sem haldnar voru um allt land. Vinnan er afleiðing af breytingu sem utanríkisráðherra mælti fyrir á lögum um Íslandsstofu í apríl 2018 en þeim var ætlað að skerpa á stöðu stofnunarinnar og styrkja hana í hlutverki sínu. Íslandsstofu var falið að að móta langtímastefnu um aukningu útflutningstekna. Sú stefna skyldi kveða á um áherslur í markaðsstarfi Íslands á erlendum mörkuðum, velja markaðssvæði og skilgreina mælanleg markmið til að meta árangur. Undirliggjandi markmið var að tvöfalda útflutningsverðmæti vöru og þjónustu á næstu 20 árum til að viðhalda lífsgæðum hérlendis. Kemur fram að fagaðilar telji nauðsynlegt að stærri hluti verðmætasköpunarinnar komi frá atvinnuvegum sem reiða sig ekki á auðlindir heldur frekar hugvit, nýsköpun og tækni. Í vinnunni var sterkur samhljómur milli útflutningsgreina um að Ísland ætti að verða þekkt fyrir að vera leiðandi í sjálfbærni. Þá voru hefðbundnir útflutningsmarkaðir Íslands, Norður-Ameríka, Vestur-Evrópa og Kína, taldir vera mikilvægastir og stefnan sett á að herja enn frekar á þau svæði. Birtist í Fréttablaðinu Utanríkismál Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Niðurstöður víðtækrar stefnumótunar stjórnvalda og atvinnulífs fyrir íslenskan útflutning verða kynntar á fundi Íslandsstofu í dag. Í tilkynningu kemur fram að stefnumótunin hafi verið unnin í breiðu samráði við útflutningsfyrirtæki um land allt og að tæplega 400 manns hafi komið að vinnunni með beinum hætti í gegnum þrettán vinnustofur sem haldnar voru um allt land. Vinnan er afleiðing af breytingu sem utanríkisráðherra mælti fyrir á lögum um Íslandsstofu í apríl 2018 en þeim var ætlað að skerpa á stöðu stofnunarinnar og styrkja hana í hlutverki sínu. Íslandsstofu var falið að að móta langtímastefnu um aukningu útflutningstekna. Sú stefna skyldi kveða á um áherslur í markaðsstarfi Íslands á erlendum mörkuðum, velja markaðssvæði og skilgreina mælanleg markmið til að meta árangur. Undirliggjandi markmið var að tvöfalda útflutningsverðmæti vöru og þjónustu á næstu 20 árum til að viðhalda lífsgæðum hérlendis. Kemur fram að fagaðilar telji nauðsynlegt að stærri hluti verðmætasköpunarinnar komi frá atvinnuvegum sem reiða sig ekki á auðlindir heldur frekar hugvit, nýsköpun og tækni. Í vinnunni var sterkur samhljómur milli útflutningsgreina um að Ísland ætti að verða þekkt fyrir að vera leiðandi í sjálfbærni. Þá voru hefðbundnir útflutningsmarkaðir Íslands, Norður-Ameríka, Vestur-Evrópa og Kína, taldir vera mikilvægastir og stefnan sett á að herja enn frekar á þau svæði.
Birtist í Fréttablaðinu Utanríkismál Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira