Eldur í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. október 2019 10:20 Fjöldi hjólhýsa og húsbíla er í hjólhýsabyggðinni við Laugarvatn og var hætta á því að eldurinn bærist í hjólhýsi í kringum hýsið þar sem eldurinn kom upp. Brunavarnir Árnessýslu Eldur kom upp rétt fyrir klukkan 10 í morgun í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni. Að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu Brunavarna Árnessýslu kviknaði í hjólhýsi og pallvirki sem byggt hafði verið í kringum hann. Talsverð hætta var á útbreiðslu elds í skóglendið sem er í kring en um klukkan 10:20 höfðu slökkviliðsmenn náð að koma í veg fyrir útbreiðslu eldsins. Enn lifir þó í glæðum í pallavirkinu og er unnið að því að slökkva í þeim. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, segir að bæði hjólhýsið og pallavirkið séu nánast orðin að engu. Hann segir nokkur hjólahýsi í kring hafa verið í hættu en tekist hafa að afmarka eldinn við hjólhýsið þar sem hann kom upp. Pétur segir að hjólhýsi séu mjög eldfim og þau séu fjöldamörg í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni. „Þannig að hættan er raunveruleg af þessu, þetta er eitthvað sem við óttumst mjög, bæði þetta og Þjórsárdalurinn,“ segir Pétur en þar er einnig sams konar byggð og líka mikill trjágróður í kring sem getur borið eldinn á milli, líkt og á Laugarvatni. Eldurinn var mikill en slökkviliðsmenn voru fljótir að slá á hann. Ekki er vitað til þess að neinn hafi verið í hjólhýsinu þegar eldurinn kom upp en Pétur segir viðbragðsaðila einmitt óttast það að einhver sé í hjólhýsunum þegar svona kemur upp. Mynd af eldinum sem birt var á Facebook-síðu Brunavarna Árnessýslu.„Efnin sem þessi hús eru gerð úr, þetta eru gríðarlega eldfim hús og þetta furðar upp. Það sem við óttumst náttúrulega mikið er að fólk sé í einhverju af þessu þegar svona lagað hleypur af stað,“ segir Pétur. Enginn á að búa í byggðinni að sögn Péturs og kveðst hann ekki vita til þess að neinn búi þar.Fréttin var uppfærð klukkan 10:49.Slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu segir að hjólhýsi séu mjög eldfim.brunavarnir árnessýslu Bláskógabyggð Slökkvilið Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Eldur kom upp rétt fyrir klukkan 10 í morgun í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni. Að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu Brunavarna Árnessýslu kviknaði í hjólhýsi og pallvirki sem byggt hafði verið í kringum hann. Talsverð hætta var á útbreiðslu elds í skóglendið sem er í kring en um klukkan 10:20 höfðu slökkviliðsmenn náð að koma í veg fyrir útbreiðslu eldsins. Enn lifir þó í glæðum í pallavirkinu og er unnið að því að slökkva í þeim. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, segir að bæði hjólhýsið og pallavirkið séu nánast orðin að engu. Hann segir nokkur hjólahýsi í kring hafa verið í hættu en tekist hafa að afmarka eldinn við hjólhýsið þar sem hann kom upp. Pétur segir að hjólhýsi séu mjög eldfim og þau séu fjöldamörg í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni. „Þannig að hættan er raunveruleg af þessu, þetta er eitthvað sem við óttumst mjög, bæði þetta og Þjórsárdalurinn,“ segir Pétur en þar er einnig sams konar byggð og líka mikill trjágróður í kring sem getur borið eldinn á milli, líkt og á Laugarvatni. Eldurinn var mikill en slökkviliðsmenn voru fljótir að slá á hann. Ekki er vitað til þess að neinn hafi verið í hjólhýsinu þegar eldurinn kom upp en Pétur segir viðbragðsaðila einmitt óttast það að einhver sé í hjólhýsunum þegar svona kemur upp. Mynd af eldinum sem birt var á Facebook-síðu Brunavarna Árnessýslu.„Efnin sem þessi hús eru gerð úr, þetta eru gríðarlega eldfim hús og þetta furðar upp. Það sem við óttumst náttúrulega mikið er að fólk sé í einhverju af þessu þegar svona lagað hleypur af stað,“ segir Pétur. Enginn á að búa í byggðinni að sögn Péturs og kveðst hann ekki vita til þess að neinn búi þar.Fréttin var uppfærð klukkan 10:49.Slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu segir að hjólhýsi séu mjög eldfim.brunavarnir árnessýslu
Bláskógabyggð Slökkvilið Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira