Allir nema einn samþykktu að hefja frumkvæðisrannsókn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. október 2019 12:03 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vísir/Vilhelm Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd samþykkti á fundi sínum í dag að hefja frumkvæðisrannsókn á verklagi ráðherra í tengslum við aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Tillagan var samþykkt með öllum atkvæðum nefndarmanna nema einu. Á fundi nefndarinnar á mánudag var ákveðið að taka afstöðu til tillögunnar í dag. Hún er komin til vegna þeirrar ákvörðunar FATF-hópsins um að setja Ísland á gráan lista yfir lönd sem hafa ónægar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka að mati hópsins. Allir nefndarmenn bæði stjórnar og stjórnarandstöðu samþykktu tillöguna, að frátöldum Þorsteini Sæmundssyni, þingmanni Miðflokksins, sem sat hjá og skilaði sérbókun. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður nefndarinnar, segir að vinnan muni hefjast strax í næstu viku.Sjá einnig: Hefja frumkvæðisrannsókn á verklagi dómsmálaráðherra „Nefndin sjálf er búin að ákveða að hefja frumkvæðisathugun og það fer venjulega þannig fram að við öflum gagna og svo eigum við eftir atvikum eftir að taka afstöðu til þess hvort að við viljum skipa undirnefnd sem að kannski sinnir þessu nánar, það er ekki búið að taka afstöðu né ákvörðun um það,“ segir Þórhildur Sunna. „Við ætlum að sjálfsögðu að fara yfir verklag innan ráðuneytanna, það gætu líka verið að þessi málaflokkur hafi eitthvað verið að flakka á milli ráðuneyta, það er að segja ábyrgðin á honum, og þar af leiðandi ætlum við að fá það mjög skýrt hver hefur borið ábyrgð, hvaða ráðuneyti, hvaða stjórnvald hefur borið ábyrgð á því að verða við þessum tilmælum.“ Nefndin hefur ekki gefið sér neinn sérstakan tímaramma fyrir þá vinnu sem fyrir höndum er en athugunin mun hugsanlega ná einhver ár aftur í tímann. „Við erum með bara mjög rúmt tímabil sem að við erum að skoða í þessu samhengi. Ísland er búið að vera aðili að þessum samtökum alveg frá því 1991 og við ætlum ekkert að útiloka það tímabil en okkur finnst þó mikilvægara að skoða strax kannski hvernig hefur verið haldið á málum frá því að við fengum þessa fyrstu stóru skýrslu frá FATF árið 2006 fram til dagsins í dag,“ segir Þórhildur Sunna. Alþingi Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Þingnefndir ræða veru Íslands á gráum lista Boðað verður til opins fundar í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis á þriðjudaginn í framhaldi af ákvörðun FATF-hópsins um að setja Ísland á svokallaðan gráan lista. 18. október 2019 17:12 Bjartsýn á að Ísland komist fljótt af gráa listanum Framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja segir áhrifin ekki mikil fyrir bankana því þeir eru nú þegar í sterkum viðskiptasamböndum við erlenda aðila þar sem þarf að fara eftir erlendu regluverki. Einhver fyrirtæki gætu þó lent í athugun ef stofnað er til nýrra viðskiptasambanda. 19. október 2019 21:00 „Dálítið ófyrirsjáanlegt og ógagnsætt” Fjármálaráðherra segir ferlið við ákvörðun um grálistun FATF-hópsins, sem vaktar varnir ríkja gegn peningaþvætti, vera ógagnsætt. 22. október 2019 11:41 FME hafi ekki ástæðu til að naga sig í handarbökin „Við viljum auðvitað ekki vera á þessum lista, og okkur finnst skömm að því, en ég hef trú á því að við verðum fljótt tekin af honum,“ segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri FME. 23. október 2019 06:30 Segir engar vísbendingar um veruleg áhrif af veru Íslands á gráum lista Engar vísbendingar eru um það að vera Íslands á gráum lista FATF-hópsins hafi haft veruleg áhrif á íslenskt efnahagslíf til þessa. Þetta hafi þó í för með sér óvissuþætti. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. 22. október 2019 10:38 Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Vígðu bleikan bekk við skólann Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd samþykkti á fundi sínum í dag að hefja frumkvæðisrannsókn á verklagi ráðherra í tengslum við aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Tillagan var samþykkt með öllum atkvæðum nefndarmanna nema einu. Á fundi nefndarinnar á mánudag var ákveðið að taka afstöðu til tillögunnar í dag. Hún er komin til vegna þeirrar ákvörðunar FATF-hópsins um að setja Ísland á gráan lista yfir lönd sem hafa ónægar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka að mati hópsins. Allir nefndarmenn bæði stjórnar og stjórnarandstöðu samþykktu tillöguna, að frátöldum Þorsteini Sæmundssyni, þingmanni Miðflokksins, sem sat hjá og skilaði sérbókun. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður nefndarinnar, segir að vinnan muni hefjast strax í næstu viku.Sjá einnig: Hefja frumkvæðisrannsókn á verklagi dómsmálaráðherra „Nefndin sjálf er búin að ákveða að hefja frumkvæðisathugun og það fer venjulega þannig fram að við öflum gagna og svo eigum við eftir atvikum eftir að taka afstöðu til þess hvort að við viljum skipa undirnefnd sem að kannski sinnir þessu nánar, það er ekki búið að taka afstöðu né ákvörðun um það,“ segir Þórhildur Sunna. „Við ætlum að sjálfsögðu að fara yfir verklag innan ráðuneytanna, það gætu líka verið að þessi málaflokkur hafi eitthvað verið að flakka á milli ráðuneyta, það er að segja ábyrgðin á honum, og þar af leiðandi ætlum við að fá það mjög skýrt hver hefur borið ábyrgð, hvaða ráðuneyti, hvaða stjórnvald hefur borið ábyrgð á því að verða við þessum tilmælum.“ Nefndin hefur ekki gefið sér neinn sérstakan tímaramma fyrir þá vinnu sem fyrir höndum er en athugunin mun hugsanlega ná einhver ár aftur í tímann. „Við erum með bara mjög rúmt tímabil sem að við erum að skoða í þessu samhengi. Ísland er búið að vera aðili að þessum samtökum alveg frá því 1991 og við ætlum ekkert að útiloka það tímabil en okkur finnst þó mikilvægara að skoða strax kannski hvernig hefur verið haldið á málum frá því að við fengum þessa fyrstu stóru skýrslu frá FATF árið 2006 fram til dagsins í dag,“ segir Þórhildur Sunna.
Alþingi Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Þingnefndir ræða veru Íslands á gráum lista Boðað verður til opins fundar í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis á þriðjudaginn í framhaldi af ákvörðun FATF-hópsins um að setja Ísland á svokallaðan gráan lista. 18. október 2019 17:12 Bjartsýn á að Ísland komist fljótt af gráa listanum Framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja segir áhrifin ekki mikil fyrir bankana því þeir eru nú þegar í sterkum viðskiptasamböndum við erlenda aðila þar sem þarf að fara eftir erlendu regluverki. Einhver fyrirtæki gætu þó lent í athugun ef stofnað er til nýrra viðskiptasambanda. 19. október 2019 21:00 „Dálítið ófyrirsjáanlegt og ógagnsætt” Fjármálaráðherra segir ferlið við ákvörðun um grálistun FATF-hópsins, sem vaktar varnir ríkja gegn peningaþvætti, vera ógagnsætt. 22. október 2019 11:41 FME hafi ekki ástæðu til að naga sig í handarbökin „Við viljum auðvitað ekki vera á þessum lista, og okkur finnst skömm að því, en ég hef trú á því að við verðum fljótt tekin af honum,“ segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri FME. 23. október 2019 06:30 Segir engar vísbendingar um veruleg áhrif af veru Íslands á gráum lista Engar vísbendingar eru um það að vera Íslands á gráum lista FATF-hópsins hafi haft veruleg áhrif á íslenskt efnahagslíf til þessa. Þetta hafi þó í för með sér óvissuþætti. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. 22. október 2019 10:38 Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Vígðu bleikan bekk við skólann Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Þingnefndir ræða veru Íslands á gráum lista Boðað verður til opins fundar í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis á þriðjudaginn í framhaldi af ákvörðun FATF-hópsins um að setja Ísland á svokallaðan gráan lista. 18. október 2019 17:12
Bjartsýn á að Ísland komist fljótt af gráa listanum Framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja segir áhrifin ekki mikil fyrir bankana því þeir eru nú þegar í sterkum viðskiptasamböndum við erlenda aðila þar sem þarf að fara eftir erlendu regluverki. Einhver fyrirtæki gætu þó lent í athugun ef stofnað er til nýrra viðskiptasambanda. 19. október 2019 21:00
„Dálítið ófyrirsjáanlegt og ógagnsætt” Fjármálaráðherra segir ferlið við ákvörðun um grálistun FATF-hópsins, sem vaktar varnir ríkja gegn peningaþvætti, vera ógagnsætt. 22. október 2019 11:41
FME hafi ekki ástæðu til að naga sig í handarbökin „Við viljum auðvitað ekki vera á þessum lista, og okkur finnst skömm að því, en ég hef trú á því að við verðum fljótt tekin af honum,“ segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri FME. 23. október 2019 06:30
Segir engar vísbendingar um veruleg áhrif af veru Íslands á gráum lista Engar vísbendingar eru um það að vera Íslands á gráum lista FATF-hópsins hafi haft veruleg áhrif á íslenskt efnahagslíf til þessa. Þetta hafi þó í för með sér óvissuþætti. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. 22. október 2019 10:38