Síðastliðin tíu ár hefur Creditinfo greint rekstur íslenskra fyrirtækja árlega og birt lista yfir þau fyrirtæki sem hafa sýnt fram á framúrskarandi og stöðugan árangur í rekstri. Þessi fyrirtæki eiga það sammerkt að vera ábyrg í rekstri og skapa þannig sjálfbær verðmæti fyrir hluthafa og fjárfesta. Sérstakir samstarfsaðilar Creditinfo vegna Framúrskarandi fyrirtækja eru Samtök Atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samtök verslunar og þjónustu, Félag kvenna í atvinnulífinu og Viðskiptaráð Íslands, Icelandic Startups og Festa miðstöð um samfélagsábyrgð.
Framúrskarandi í samfélagsábyrgð. Viðurkenningin er veitt fyrirtæki sem þykir vera framúrskarandi í samfélagsábyrgð og hefur markað sér skýra stefnu og markmið í þessum málaflokki. Markmiðið með þessari viðurkenningu er að hvetja fyrirtæki að vera ábyrg og meðvituð um áhrif starfsemi fyrirtækja á umhverfi, efnahag og samfélag.