Hver viðvörunin á fætur annarri Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. október 2019 23:24 Hríðin er þegar farin að ágerast Vísir/vilhelm Útlit er fyrir „hundleiðinlegt“ hríðarveður um norðan- og austanvert landið í nótt og á morgun, að sögn veðurfræðings. Þá ganga viðvaranirnar í bylgjum á Suðausturlandi en tvær gular taka gildi landshlutanum á morgun, ein fyrir hádegi og önnur um kvöldið.Gul viðvörun vegna hvassrar norðanáttar og snjókomu tók gildi á Austurlandi nú í kvöld og gildir fram eftir degi á morgun. Sambærilegar viðvaranir taka svo gildi hver af annarri á Austfjörðum, Norðurlandi eystra og Norðurlandi vestra. Búist er við nánast samfelldri snjókomu í áðurnefndum landshlutum. Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að hríðin sé þegar byrjuð að ágerast víða en versta snjókoman verði líklega um norðan- og austanvert landið á milli klukkan 12 og 16 á morgun. „Það er útlit fyrir að verði skafrenningur, mjög lítið skyggni og mikil snjókoma. Þannig að það er lítið ferðaveður þarna á milli landshluta. Það stefnir í hundleiðinlegt veður og vind upp í 25 metra á sekúndu,“ segir Birta. Á Suðausturlandi er svo útlit fyrir storm í fyrramálið og aftur með kvöldinu. Því beri að fara varlega, hyggi fólk á ferðalög. „Þetta eru svona tvær bylgjur sem koma þar,“ segir Birta. „Þarna verður norðanátt, alveg 25 metrar á sekúndu í stöðugum vindi og hviður yfir 40 jafnvel. Þannig að það er mikið átak á bíla.“Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag:Minnkandi norðanátt, 8-15 m/s um kvöldið, en hægari V-lands. Dálítil él, en léttskýjað S- og V-til. Frost 0 til 6 stig að deginum.Á laugardag (fyrsti vetrardagur):Hæg norðlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað, en stöku él í fyrstu NA- og A-til. Frost 0 til 9 stig, kaldast inn til landsins.Á sunnudag og mánudag:Norðvestlæg átt 5-13 m/s, bjart með köflum og hiti 0 til 5 stig við V-ströndina. Bjartviðri um austanvert landið og frost 0 til 6 stig.Á þriðjudag og miðvikudag:Útlit fyrir vestanátt og vætu með köflum N- og V-til, annars þurrt. Hiti 0 til 7 stig. Veður Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Útlit er fyrir „hundleiðinlegt“ hríðarveður um norðan- og austanvert landið í nótt og á morgun, að sögn veðurfræðings. Þá ganga viðvaranirnar í bylgjum á Suðausturlandi en tvær gular taka gildi landshlutanum á morgun, ein fyrir hádegi og önnur um kvöldið.Gul viðvörun vegna hvassrar norðanáttar og snjókomu tók gildi á Austurlandi nú í kvöld og gildir fram eftir degi á morgun. Sambærilegar viðvaranir taka svo gildi hver af annarri á Austfjörðum, Norðurlandi eystra og Norðurlandi vestra. Búist er við nánast samfelldri snjókomu í áðurnefndum landshlutum. Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að hríðin sé þegar byrjuð að ágerast víða en versta snjókoman verði líklega um norðan- og austanvert landið á milli klukkan 12 og 16 á morgun. „Það er útlit fyrir að verði skafrenningur, mjög lítið skyggni og mikil snjókoma. Þannig að það er lítið ferðaveður þarna á milli landshluta. Það stefnir í hundleiðinlegt veður og vind upp í 25 metra á sekúndu,“ segir Birta. Á Suðausturlandi er svo útlit fyrir storm í fyrramálið og aftur með kvöldinu. Því beri að fara varlega, hyggi fólk á ferðalög. „Þetta eru svona tvær bylgjur sem koma þar,“ segir Birta. „Þarna verður norðanátt, alveg 25 metrar á sekúndu í stöðugum vindi og hviður yfir 40 jafnvel. Þannig að það er mikið átak á bíla.“Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag:Minnkandi norðanátt, 8-15 m/s um kvöldið, en hægari V-lands. Dálítil él, en léttskýjað S- og V-til. Frost 0 til 6 stig að deginum.Á laugardag (fyrsti vetrardagur):Hæg norðlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað, en stöku él í fyrstu NA- og A-til. Frost 0 til 9 stig, kaldast inn til landsins.Á sunnudag og mánudag:Norðvestlæg átt 5-13 m/s, bjart með köflum og hiti 0 til 5 stig við V-ströndina. Bjartviðri um austanvert landið og frost 0 til 6 stig.Á þriðjudag og miðvikudag:Útlit fyrir vestanátt og vætu með köflum N- og V-til, annars þurrt. Hiti 0 til 7 stig.
Veður Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira