Verkföll gætu stöðvað blaðaútgáfu á svörtum föstudegi Sighvatur Arnmundsson skrifar 24. október 2019 06:00 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir stefna í skæruverkföll strax í næsta mánuði. visir/vilhelm Aðgerðaáætlun vegna hugsanlegra verkfalla Blaðamannafélagsins (BÍ) er í mótun en er orðin nokkuð endanleg. Þetta segir Hjálmar Jónsson, formaður BÍ. Byrjað verður á fjögurra tíma vinnustöðvun á vefmiðlum, sem næði einnig til ljósmyndara og tökumanna, föstudaginn 8. nóvember. Það tímabil mun lengjast í átta tíma föstudaginn 15. nóvember og tólf tíma föstudaginn 22. nóvember. „Ef það dugar ekki til að semja við okkur um það sama og aðrir hafa fengið erum við með hugmyndir um verkfall á prentmiðlunum fimmtudaginn 28. nóvember í aðdraganda svarts föstudags,“ segir Hjálmar. Svartur föstudagur er útsöludagur að bandarískri fyrirmynd sem hefur fest sig í sessi hér á landi. Vegna fjölda útsöluauglýsinga eru dagblöðin umræddan dag með stærstu blöðum ársins. Samningar blaðamanna hafa verið lausir frá áramótum en Hjálmar telur að næsti fundur sem verður á þriðjudaginn geti ráðið úrslitum. „Ef sá fundur skilar ekki árangri veður væntanlega kosið um verkfallsaðgerðir á miðvikudaginn. Það er verið að bjóða okkur minna heldur en öllum öðrum stéttum í þessu landi. Ég er mjög ósáttur út í sjálfan mig fyrir að láta draga mig á asnaeyrunum og vera ekki kominn með samning eftir rúma tíu mánuði.“ Hjálmar segir að ágætlega gangi að semja við minni aðila. „Verkfallið tekur bara til þeirra aðila sem vilja ekki semja við okkur. Fjögur fyrirtæki hafa illu heilli kosið að fela SA samningsumboð sitt.“ Umræddir miðlar eru Fréttablaðið, Morgunblaðið, Sýn og RÚV en Hjálmar telur að um þriðjungur fréttamanna RÚV sé í Blaðamannafélagi Íslands. Hjálmar segir að frá fyrri tíð liggi fyrir að eigendur og framkvæmdastjórar megi vinna komi til verkfalla. „Fréttastjórar og ritstjórar eru í Blaðamannafélaginu og áhöld um það hvort þeir megi vinna. En það hvarflar ekki að mér að þeir fari að ganga í störf sinna undirmanna.“Blaðamenn og ljósmyndarar á ritstjórnum Fréttablaðsins og Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar eru félagar í Blaðamannafélagi Íslands. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Aðgerðaáætlun vegna hugsanlegra verkfalla Blaðamannafélagsins (BÍ) er í mótun en er orðin nokkuð endanleg. Þetta segir Hjálmar Jónsson, formaður BÍ. Byrjað verður á fjögurra tíma vinnustöðvun á vefmiðlum, sem næði einnig til ljósmyndara og tökumanna, föstudaginn 8. nóvember. Það tímabil mun lengjast í átta tíma föstudaginn 15. nóvember og tólf tíma föstudaginn 22. nóvember. „Ef það dugar ekki til að semja við okkur um það sama og aðrir hafa fengið erum við með hugmyndir um verkfall á prentmiðlunum fimmtudaginn 28. nóvember í aðdraganda svarts föstudags,“ segir Hjálmar. Svartur föstudagur er útsöludagur að bandarískri fyrirmynd sem hefur fest sig í sessi hér á landi. Vegna fjölda útsöluauglýsinga eru dagblöðin umræddan dag með stærstu blöðum ársins. Samningar blaðamanna hafa verið lausir frá áramótum en Hjálmar telur að næsti fundur sem verður á þriðjudaginn geti ráðið úrslitum. „Ef sá fundur skilar ekki árangri veður væntanlega kosið um verkfallsaðgerðir á miðvikudaginn. Það er verið að bjóða okkur minna heldur en öllum öðrum stéttum í þessu landi. Ég er mjög ósáttur út í sjálfan mig fyrir að láta draga mig á asnaeyrunum og vera ekki kominn með samning eftir rúma tíu mánuði.“ Hjálmar segir að ágætlega gangi að semja við minni aðila. „Verkfallið tekur bara til þeirra aðila sem vilja ekki semja við okkur. Fjögur fyrirtæki hafa illu heilli kosið að fela SA samningsumboð sitt.“ Umræddir miðlar eru Fréttablaðið, Morgunblaðið, Sýn og RÚV en Hjálmar telur að um þriðjungur fréttamanna RÚV sé í Blaðamannafélagi Íslands. Hjálmar segir að frá fyrri tíð liggi fyrir að eigendur og framkvæmdastjórar megi vinna komi til verkfalla. „Fréttastjórar og ritstjórar eru í Blaðamannafélaginu og áhöld um það hvort þeir megi vinna. En það hvarflar ekki að mér að þeir fari að ganga í störf sinna undirmanna.“Blaðamenn og ljósmyndarar á ritstjórnum Fréttablaðsins og Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar eru félagar í Blaðamannafélagi Íslands.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent