Sagðist vera að byggja múr í Colorado, sem er ekki á landamærunum Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2019 09:00 Líklegast þykir að Trump hafi mismælt sig. Það vill hann þó ekki viðurkenna og sagði á Twitter nú í morgun að hann hafi eingöngu verið að grínast. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á kosningafundi í gærkvöldi að hann væri að byggja múr í Nýju-Mexíkó og í Colorado. Það þykir athyglisvert fyrir þær sakir að Colorado er ekki á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og því er alfarið óljóst af hverju þörf sé á múr þar. „Við erum að byggja múr á landamærum Nýju-Mexíkó og við erum að byggja múr í Colorado. Við erum að byggja fallegan múr. Stóran sem virkar. Sem þú getur ekki komist yfir, sem þú getur ekki komist undir,“ sagði forsetinn. Eins og áður segir er Colorado ekki á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, þar sem Trump hefur lengi viljað byggja múr. Engar áætlanir hafa litið dagsins ljós um að byggja múr í Colorado, samkvæmt frétt USA Today.Trump lýsti yfir neyðarástandi á landamærunum í febrúar og með því gat hann notað fjármagn frá hernum til að byggja múr á hluta landamæranna.TRUMP: "We're building a wall in Colorado. We're building a beautiful wall. A big one that really works." pic.twitter.com/tVgO95VIdW — Aaron Rupar (@atrupar) October 23, 2019 Forsetinn nefndi þó að ekki stæði til að byggja múr í Kansas, sem er austur af Colorado, en íbúar þar myndu hagnast á „hinum múrunum“ sem hann hefði nefnt. Kansas er ekki heldur á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Líklegast þykir að Trump hafi mismælt sig. Það vill hann þó ekki viðurkenna og sagði á Twitter nú í morgun að hann hafi eingöngu verið að grínast. „(Í gríni) Við erum að byggja múr í Colorado“ (sagði svo, „við erum ekki að byggja múr í Kansas en þeir hagnast á múrnum sem við erum að byggja á landamærunum“)“ Trump sagði samt ekki „byggja á landamærunum“, heldur vísaði hann til hinna múranna sem hann hefði nefnt. Þá sagði forsetinn að brandarinn hefði verið ætlaður fyrir íbúa Colorado og Kansas sem hefðu verið í salnum á kosningafundinum í gær.(Kiddingly) We’re building a Wall in Colorado”(then stated, “we’re not building a Wall in Kansas but they get the benefit of the Wall we’re building on the Border”) refered to people in the very packed auditorium, from Colorado & Kansas, getting the benefit of the Border Wall! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 24, 2019 Það er þó ekki ljóst til hvaða fundargesta Trump var að vísa, því fundurinn var í Pittsburgh í Pensylvaníu. Það er ansi langt frá Colorado og Kansas. Þá má sjá á myndbandi af ræðu Trump að hann gaf engin merki frá sér um að hann væri að grínast. Trump hefur lengi átt í miklum vandræðum með að viðurkenna mistök. Það kemur reglulega fyrir að hann misles ræðutexta og hefur hann margsinnis reynt að bæta fyrir það með því að þykjast ekki hafa mislesið textann. Skýrast væri að vísa til ræðu forsetans á allsherjarráði Sameinuðu þjóðanna í síðasta mánuði. Á einum tímapunkti í ræðu sinni sagði Trump að Bandaríkjamenn „myndu aldrei skjóta, eða þreytast,“ á því að standa vörð um trúfrelsi. Þarna virðist nsem að forsetinn hafi lesið orðið „tire“ vitlaust og sagði hann „fire“. Iðulega þegar Trump misles ræðutexta bætir hann við „eða“ og les rétta orðið, í stað þess að leiðrétta sig. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Fleiri fréttir Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á kosningafundi í gærkvöldi að hann væri að byggja múr í Nýju-Mexíkó og í Colorado. Það þykir athyglisvert fyrir þær sakir að Colorado er ekki á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og því er alfarið óljóst af hverju þörf sé á múr þar. „Við erum að byggja múr á landamærum Nýju-Mexíkó og við erum að byggja múr í Colorado. Við erum að byggja fallegan múr. Stóran sem virkar. Sem þú getur ekki komist yfir, sem þú getur ekki komist undir,“ sagði forsetinn. Eins og áður segir er Colorado ekki á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, þar sem Trump hefur lengi viljað byggja múr. Engar áætlanir hafa litið dagsins ljós um að byggja múr í Colorado, samkvæmt frétt USA Today.Trump lýsti yfir neyðarástandi á landamærunum í febrúar og með því gat hann notað fjármagn frá hernum til að byggja múr á hluta landamæranna.TRUMP: "We're building a wall in Colorado. We're building a beautiful wall. A big one that really works." pic.twitter.com/tVgO95VIdW — Aaron Rupar (@atrupar) October 23, 2019 Forsetinn nefndi þó að ekki stæði til að byggja múr í Kansas, sem er austur af Colorado, en íbúar þar myndu hagnast á „hinum múrunum“ sem hann hefði nefnt. Kansas er ekki heldur á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Líklegast þykir að Trump hafi mismælt sig. Það vill hann þó ekki viðurkenna og sagði á Twitter nú í morgun að hann hafi eingöngu verið að grínast. „(Í gríni) Við erum að byggja múr í Colorado“ (sagði svo, „við erum ekki að byggja múr í Kansas en þeir hagnast á múrnum sem við erum að byggja á landamærunum“)“ Trump sagði samt ekki „byggja á landamærunum“, heldur vísaði hann til hinna múranna sem hann hefði nefnt. Þá sagði forsetinn að brandarinn hefði verið ætlaður fyrir íbúa Colorado og Kansas sem hefðu verið í salnum á kosningafundinum í gær.(Kiddingly) We’re building a Wall in Colorado”(then stated, “we’re not building a Wall in Kansas but they get the benefit of the Wall we’re building on the Border”) refered to people in the very packed auditorium, from Colorado & Kansas, getting the benefit of the Border Wall! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 24, 2019 Það er þó ekki ljóst til hvaða fundargesta Trump var að vísa, því fundurinn var í Pittsburgh í Pensylvaníu. Það er ansi langt frá Colorado og Kansas. Þá má sjá á myndbandi af ræðu Trump að hann gaf engin merki frá sér um að hann væri að grínast. Trump hefur lengi átt í miklum vandræðum með að viðurkenna mistök. Það kemur reglulega fyrir að hann misles ræðutexta og hefur hann margsinnis reynt að bæta fyrir það með því að þykjast ekki hafa mislesið textann. Skýrast væri að vísa til ræðu forsetans á allsherjarráði Sameinuðu þjóðanna í síðasta mánuði. Á einum tímapunkti í ræðu sinni sagði Trump að Bandaríkjamenn „myndu aldrei skjóta, eða þreytast,“ á því að standa vörð um trúfrelsi. Þarna virðist nsem að forsetinn hafi lesið orðið „tire“ vitlaust og sagði hann „fire“. Iðulega þegar Trump misles ræðutexta bætir hann við „eða“ og les rétta orðið, í stað þess að leiðrétta sig.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Fleiri fréttir Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Sjá meira