Í umsókninni er sótt um leyfi til að byggja 677 fermetra bænahús á tveimur hæðum úr forsteyptum einingum við lóð á Suðurlandsbraut 76. Gert er ráð fyrir að fyrsta hæð verði um 598 fermetrar og önnur hæðin 79 fermetrar.

Moskan hefur verið afar lengi í burðarliðnum, eða alveg síðan árið 1999. Meirihlutinn í borginni samþykkti á fundi sínum í september 2013 að veita Félagi múslima á Íslandi lóðina við Suðurlandsbraut án endurgreiðslu. Síðan þá hefur lítil hreyfing orðið á málinu.
Hér að neðan má sjá myndband af fyrirhugaðri mosku, byggðri á teikningum frá Félagi múslima á Íslandi.