Loo segist hafa farið að öllum reglum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. október 2019 20:30 Framkvæmdastjóri Iceland Igloo Village hefur starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem hann telur nægja til að til að leigja ferðamönnum hjólhýsi. Framkvæmdastjóri eftirlitsins segir að leyfið feli það ekki í sér, núverandi starfsemi sé ólögleg. Landeigendur hafa kært fyrirtækið. Loo Eng Wah, framkvæmdastjóri Iceland Igloo Village sem rekur ferðaþjónustu á jörðinni Leyni 2 í Rangárþingi ytra fyrir malasíska fjárfesta segir að hjólhýsi sem höfðu verið tengd við fráveitu í óleyfi á svæðinu hafi verið fjarlægð. „Það voru gildrur og svo gátum við fjarlægt úrganginn. Þetta var ný leið til þess að hreinsa þessa kassa sem söfnuðu í sig. Nú erum við aftur farin að gera þetta á hefðbundin hátt,“ segir Loo.Loo með starfsleyfið.Fyrirtækið hefur leigt út hjólhýsi á svæðinu síðan í maí og er að reisa heilsárstjöld eða byggingar á jörðunum Leyni 2 og þrjú. Framkvæmdastjórinn segist hafa öll leyfi fyrir starfseminni og bendir á leyfi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands. „Hér stendur að við megum leggja hjólhýsum þarna,“ segir Loo og sýnir fréttamanni starfsleyfi.Og leigja hjólhýsi út? „Já.“ Sigrún Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands skrifar undir starfsleyfið. Hún sagði í samtali við fréttastofu að leyfið væri aðeins fyrir hefðbundnu tjaldstæði en væri ekki fyrir útleigu á hjólhýsum eins og verið hefur á svæðinu. Loo hefði verið gert það ljóst fyrir tíu dögum. Hann segist vera í góðri trú og sé með marga ráðgjafa eins og lögfræðistofuna Lex, Price Waterhous Coopers og verkfræðisstofuna Eflu sér til liðsinnis.Telurðu þig hafa fylgt öllum reglum hérna á Íslandi? „Já.“ Landeigendur kærðu rekstur og ólöglegar framkvæmdir Iceland Igloo Village til Sýslumannsins á Suðurlandi í dag. Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Tengdar fréttir Fundargerð nefndar birtist á heimasíðu sveitarstjórnar áður en fundur hefur farið fram Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur byggt kúluhús á jörðinni Leyni í óleyfi. Þá eru hjólhýsi tengd við fráveitu á jörðinni án þess að leyfi hafi verið veitt fyrir því. Formaður skipulags-og umferðarnefndar Rangárþings ytra segir að nefndin hafi gert athugasemdir við fráveituna og alvarlegt sé ef ekki hafi verið farið að lögum. Fyrir helgi birtist fundargerð frá nefndinni á heimasíðu sveitarfélagsins um fund sem hefur ekki farið fram 6. október 2019 13:00 Máli Iceland Igloo Village vísað til lögreglu Ferðaþjónustan Iceland Igloo Village hefur verið rekin ólöglega í Landsveit án starfsleyfis í sumar. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fékk ábendingu um reksturinn í lok september og vísaði málinu til lögreglu í síðustu viku. 7. október 2019 19:59 Iceland Igloo Village fær ekki starfsleyfi fyrr en deiliskipulag liggur fyrir Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village fær ekki starfsleyfi fyrr en búið er að deiliskipuleggja svæðið sem jörðin Leynir er á. 14. október 2019 19:30 Segja kúluhús og hjólhýsi ólögleg og óttast um vatnsverndarsvæði Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. 6. október 2019 19:00 Óttast um vatnsverndarsvæði í Landsveit vegna framgöngu malasísks ferðaþjónustufyrirtækis Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda í Landsveit segir malasískt ferðaþjónustufyrirtæki hafa rekið hjólhýsi á jörðinni Leyni mánuðum saman án tilskilins rekstrarleyfis. 5. október 2019 13:15 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Sjá meira
Framkvæmdastjóri Iceland Igloo Village hefur starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem hann telur nægja til að til að leigja ferðamönnum hjólhýsi. Framkvæmdastjóri eftirlitsins segir að leyfið feli það ekki í sér, núverandi starfsemi sé ólögleg. Landeigendur hafa kært fyrirtækið. Loo Eng Wah, framkvæmdastjóri Iceland Igloo Village sem rekur ferðaþjónustu á jörðinni Leyni 2 í Rangárþingi ytra fyrir malasíska fjárfesta segir að hjólhýsi sem höfðu verið tengd við fráveitu í óleyfi á svæðinu hafi verið fjarlægð. „Það voru gildrur og svo gátum við fjarlægt úrganginn. Þetta var ný leið til þess að hreinsa þessa kassa sem söfnuðu í sig. Nú erum við aftur farin að gera þetta á hefðbundin hátt,“ segir Loo.Loo með starfsleyfið.Fyrirtækið hefur leigt út hjólhýsi á svæðinu síðan í maí og er að reisa heilsárstjöld eða byggingar á jörðunum Leyni 2 og þrjú. Framkvæmdastjórinn segist hafa öll leyfi fyrir starfseminni og bendir á leyfi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands. „Hér stendur að við megum leggja hjólhýsum þarna,“ segir Loo og sýnir fréttamanni starfsleyfi.Og leigja hjólhýsi út? „Já.“ Sigrún Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands skrifar undir starfsleyfið. Hún sagði í samtali við fréttastofu að leyfið væri aðeins fyrir hefðbundnu tjaldstæði en væri ekki fyrir útleigu á hjólhýsum eins og verið hefur á svæðinu. Loo hefði verið gert það ljóst fyrir tíu dögum. Hann segist vera í góðri trú og sé með marga ráðgjafa eins og lögfræðistofuna Lex, Price Waterhous Coopers og verkfræðisstofuna Eflu sér til liðsinnis.Telurðu þig hafa fylgt öllum reglum hérna á Íslandi? „Já.“ Landeigendur kærðu rekstur og ólöglegar framkvæmdir Iceland Igloo Village til Sýslumannsins á Suðurlandi í dag.
Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Tengdar fréttir Fundargerð nefndar birtist á heimasíðu sveitarstjórnar áður en fundur hefur farið fram Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur byggt kúluhús á jörðinni Leyni í óleyfi. Þá eru hjólhýsi tengd við fráveitu á jörðinni án þess að leyfi hafi verið veitt fyrir því. Formaður skipulags-og umferðarnefndar Rangárþings ytra segir að nefndin hafi gert athugasemdir við fráveituna og alvarlegt sé ef ekki hafi verið farið að lögum. Fyrir helgi birtist fundargerð frá nefndinni á heimasíðu sveitarfélagsins um fund sem hefur ekki farið fram 6. október 2019 13:00 Máli Iceland Igloo Village vísað til lögreglu Ferðaþjónustan Iceland Igloo Village hefur verið rekin ólöglega í Landsveit án starfsleyfis í sumar. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fékk ábendingu um reksturinn í lok september og vísaði málinu til lögreglu í síðustu viku. 7. október 2019 19:59 Iceland Igloo Village fær ekki starfsleyfi fyrr en deiliskipulag liggur fyrir Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village fær ekki starfsleyfi fyrr en búið er að deiliskipuleggja svæðið sem jörðin Leynir er á. 14. október 2019 19:30 Segja kúluhús og hjólhýsi ólögleg og óttast um vatnsverndarsvæði Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. 6. október 2019 19:00 Óttast um vatnsverndarsvæði í Landsveit vegna framgöngu malasísks ferðaþjónustufyrirtækis Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda í Landsveit segir malasískt ferðaþjónustufyrirtæki hafa rekið hjólhýsi á jörðinni Leyni mánuðum saman án tilskilins rekstrarleyfis. 5. október 2019 13:15 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Sjá meira
Fundargerð nefndar birtist á heimasíðu sveitarstjórnar áður en fundur hefur farið fram Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur byggt kúluhús á jörðinni Leyni í óleyfi. Þá eru hjólhýsi tengd við fráveitu á jörðinni án þess að leyfi hafi verið veitt fyrir því. Formaður skipulags-og umferðarnefndar Rangárþings ytra segir að nefndin hafi gert athugasemdir við fráveituna og alvarlegt sé ef ekki hafi verið farið að lögum. Fyrir helgi birtist fundargerð frá nefndinni á heimasíðu sveitarfélagsins um fund sem hefur ekki farið fram 6. október 2019 13:00
Máli Iceland Igloo Village vísað til lögreglu Ferðaþjónustan Iceland Igloo Village hefur verið rekin ólöglega í Landsveit án starfsleyfis í sumar. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fékk ábendingu um reksturinn í lok september og vísaði málinu til lögreglu í síðustu viku. 7. október 2019 19:59
Iceland Igloo Village fær ekki starfsleyfi fyrr en deiliskipulag liggur fyrir Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village fær ekki starfsleyfi fyrr en búið er að deiliskipuleggja svæðið sem jörðin Leynir er á. 14. október 2019 19:30
Segja kúluhús og hjólhýsi ólögleg og óttast um vatnsverndarsvæði Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. 6. október 2019 19:00
Óttast um vatnsverndarsvæði í Landsveit vegna framgöngu malasísks ferðaþjónustufyrirtækis Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda í Landsveit segir malasískt ferðaþjónustufyrirtæki hafa rekið hjólhýsi á jörðinni Leyni mánuðum saman án tilskilins rekstrarleyfis. 5. október 2019 13:15