Hafa áhyggjur af því að uppbygging á Oddeyrinni muni þrengja að hafnarstarfsemi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. október 2019 10:30 Hafnaryfirvöld hafa áhyggjur af því að þrengt verði að starfsemi hafnarinnar. Mynd/Zeppelin arkitektar Stjórn Hafnarsamlag Norðurlands hefur áhyggjur af því að verði aukið byggingarmagn heimilað á reit í grennd við Oddeyrarbryggju á Akureyri geti það „þrengt verulega“ að hafnarstarfsemi á svæðinu. Það geti kallað á kostnaðarsaman flutning á þeirri starfsemi sem er á hafnarsvæðinu. Þetta kemur fram í umsögn Hafnarsamlagsins vegna skipulagsvinnu sem nú er í gangi á Akureyri. Líkt og ítarlega hefur verið fjallað um á Vísi eru uppi hugmyndir um að byggja allt að fimm sex til ellefu hæða fjölbýlishús á afmörkuðum reit í grennd við Oddeyrarbryggju, þar sem skemmtiferðaskip leggja gjarnan að Til þess að það gangi eftir þarf að breyta aðalskipulagi en núgildandi skipulag heimilar byggingu þriggja til fjögurra hæða húsa á reitnum. Reiturinn er hluti af svæði sem skilgreint hefur verið sem þróunarreitur, líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd. Svæðið er þó í dag skipulagt sem athafnasvæði í núgildandi aðalskipulagi, merkt AT1 og AT2. Geti kallað á kostnaðarsaman flutning á starfsemi Í umsögn stjórnar Hafnarsamlagsins, sem lesa má hér, koma fram áhyggjur af því að verið sé að stefna að því að skipuleggja svæðið sem skilgreint er sem athafnasvæði, sem íbúðasvæði. Slíkt muni þrengja að starfsemi hafnarinnar, ekki síst ef heimila á aukið byggingamagn á svæðinu líkt og skipulagshugmyndir á reitnum afmarkaða gera ráð fyrir.Stjórn Hafnarsamlagsins hefur áhyggjur af því að verði gráu reitirnir skipulagðir sem íbíúðasvæði muni það þrengja að hafnarsvæðinu, blámerkt á þessari mynd.„Það er mat stjórnar HN [Hafnaramlags Norðurlands] að aukið byggingamagn frá núverandi skipulagi á umræddum reit (AT1) muni þrengja verulega að allri hafnarstarfsemi á svæðinu sem getur kallað á afar kostnaðasaman flutning á þeirri starfsemi sem er á hafnarsvæðinu,“ segir í umsögninni.Þannig hafi verið ráðist í kostnaðarsama uppbyggingu á Oddeyrarbryggju og Tangabryggju, þar með talið lengingar í báða enda og uppbygging á vakthúsi og þjónustuhúsi. Líftími þessa mannvirkja sé 80-100 ár. Þessar fjárfestingar séu að stórum hluta til að mæta sívaxandi vinsældum Akureyrar sem viðkomustað fyrir skemmtiferðaskip, sem kalli á aukna þjónustu.Gera þurfi því ráð fyrir að umsvif hafnarinnar aukist frekar en hitt.„Horft til framtíðar er nauðsynlegt að gera ráð fyrir að vaxandi umsvif hafnarinnar kalli á aukið rými fyrir hafnsækin þjónustufyrirtæki svo þau geti vaxið og þróast. Mikilvægt er fyrir höfnina að framtíðarstefna aðalskipulags Akureyrar sé skýr,“ segir í umsögninni.Þannig þurfi taka það með í reikninginn í skipulagsvinnunni hvaða kostnað það feli í sér að minnka hafnarstarfsemi á svæðinu eða flytja hana, að hluta til eða alla. Hugmyndirnar eru umdeildar en fullt var út úr dyrum á kynningarfundi í Hofi þar sem hugmyndirnar voru kynntar.Vísir/Tryggvi PállGreina þurfi áhrif hafnarstarfsemi á íbúðarbyggð Bendir stjórnin einnig á að huga þurfi að mörgu í skipulagsvinnunni, ekki síst hvernig samspil hafnarstarfsemi og íbúðasvæðis verði háttað. Það sé til dæmis eðli hafnarstarfsemi að þar sé svigrúm til athafna á öllum tímum sólarhringsins með „tilheyrandi umstangi og þungaflutningum.“„Mikilvægt er að gerð sé greining á umhverfisáhrifum af hafnarstarfsemi gagnvart fyrirhugaðri íbúðarbyggð með tilliti til ljós-, svifryks-, hljóð- og útblástursmengunar. Til að forðast núning milli íbúðarsvæða og hafnarsvæða, er nauðsynlegt að taka tillit til þessa við breytingu á aðalskipulagi hvað varðar athafnasvæði AT1 og AT2,“ segir í umsögninni.Að neðan má sjá kynningarmyndband fyrir uppbygginguna á Oddeyrinni. Akureyri Skipulag Tengdar fréttir Vilja byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á Oddeyrinni Bæjarstórn Akureyrar hefur samþykkt fyrsta skrefið í vinnu sem miðar að því að breyta deiliskipulagi Akureyrar svo heimilt verði að byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á reit á Oddeyrinni. Tillögurnar sem liggja til grundvallar verða kynntar fljótlega á íbúafundi. 3. október 2019 09:45 Fullt út úr dyrum á íbúafundi um uppbyggingu á Oddeyrinni Akureyringar, og þá sérstaklega íbúar á Oddeyrinni, fjölmenntu á íbúafund þar sem kynntar voru nánar hugmyndir að uppbyggingu nokkurra fjölbýlishúsa á afmörkuðum reit á Oddeyrinni. Fullt var út úr dyrum á fundinum í kvöld í menningarhúsinu Hofi. 21. október 2019 21:45 Svona líta hugmyndir að uppbyggingunni á Oddeyrinni út "Svona verkefni í bæ eins og Akureyri. Við þurfum að vinna það í sátt við samfélagið,“ segir Helgi Örn Eyþórsson, verkefnastjóri hjá SS Byggi, um hugmyndir félagsins að byggja allt að ellefu hæða fjölbýlishúsa á Oddeyrinni á Akureyri. 10. október 2019 18:45 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Stjórn Hafnarsamlag Norðurlands hefur áhyggjur af því að verði aukið byggingarmagn heimilað á reit í grennd við Oddeyrarbryggju á Akureyri geti það „þrengt verulega“ að hafnarstarfsemi á svæðinu. Það geti kallað á kostnaðarsaman flutning á þeirri starfsemi sem er á hafnarsvæðinu. Þetta kemur fram í umsögn Hafnarsamlagsins vegna skipulagsvinnu sem nú er í gangi á Akureyri. Líkt og ítarlega hefur verið fjallað um á Vísi eru uppi hugmyndir um að byggja allt að fimm sex til ellefu hæða fjölbýlishús á afmörkuðum reit í grennd við Oddeyrarbryggju, þar sem skemmtiferðaskip leggja gjarnan að Til þess að það gangi eftir þarf að breyta aðalskipulagi en núgildandi skipulag heimilar byggingu þriggja til fjögurra hæða húsa á reitnum. Reiturinn er hluti af svæði sem skilgreint hefur verið sem þróunarreitur, líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd. Svæðið er þó í dag skipulagt sem athafnasvæði í núgildandi aðalskipulagi, merkt AT1 og AT2. Geti kallað á kostnaðarsaman flutning á starfsemi Í umsögn stjórnar Hafnarsamlagsins, sem lesa má hér, koma fram áhyggjur af því að verið sé að stefna að því að skipuleggja svæðið sem skilgreint er sem athafnasvæði, sem íbúðasvæði. Slíkt muni þrengja að starfsemi hafnarinnar, ekki síst ef heimila á aukið byggingamagn á svæðinu líkt og skipulagshugmyndir á reitnum afmarkaða gera ráð fyrir.Stjórn Hafnarsamlagsins hefur áhyggjur af því að verði gráu reitirnir skipulagðir sem íbíúðasvæði muni það þrengja að hafnarsvæðinu, blámerkt á þessari mynd.„Það er mat stjórnar HN [Hafnaramlags Norðurlands] að aukið byggingamagn frá núverandi skipulagi á umræddum reit (AT1) muni þrengja verulega að allri hafnarstarfsemi á svæðinu sem getur kallað á afar kostnaðasaman flutning á þeirri starfsemi sem er á hafnarsvæðinu,“ segir í umsögninni.Þannig hafi verið ráðist í kostnaðarsama uppbyggingu á Oddeyrarbryggju og Tangabryggju, þar með talið lengingar í báða enda og uppbygging á vakthúsi og þjónustuhúsi. Líftími þessa mannvirkja sé 80-100 ár. Þessar fjárfestingar séu að stórum hluta til að mæta sívaxandi vinsældum Akureyrar sem viðkomustað fyrir skemmtiferðaskip, sem kalli á aukna þjónustu.Gera þurfi því ráð fyrir að umsvif hafnarinnar aukist frekar en hitt.„Horft til framtíðar er nauðsynlegt að gera ráð fyrir að vaxandi umsvif hafnarinnar kalli á aukið rými fyrir hafnsækin þjónustufyrirtæki svo þau geti vaxið og þróast. Mikilvægt er fyrir höfnina að framtíðarstefna aðalskipulags Akureyrar sé skýr,“ segir í umsögninni.Þannig þurfi taka það með í reikninginn í skipulagsvinnunni hvaða kostnað það feli í sér að minnka hafnarstarfsemi á svæðinu eða flytja hana, að hluta til eða alla. Hugmyndirnar eru umdeildar en fullt var út úr dyrum á kynningarfundi í Hofi þar sem hugmyndirnar voru kynntar.Vísir/Tryggvi PállGreina þurfi áhrif hafnarstarfsemi á íbúðarbyggð Bendir stjórnin einnig á að huga þurfi að mörgu í skipulagsvinnunni, ekki síst hvernig samspil hafnarstarfsemi og íbúðasvæðis verði háttað. Það sé til dæmis eðli hafnarstarfsemi að þar sé svigrúm til athafna á öllum tímum sólarhringsins með „tilheyrandi umstangi og þungaflutningum.“„Mikilvægt er að gerð sé greining á umhverfisáhrifum af hafnarstarfsemi gagnvart fyrirhugaðri íbúðarbyggð með tilliti til ljós-, svifryks-, hljóð- og útblástursmengunar. Til að forðast núning milli íbúðarsvæða og hafnarsvæða, er nauðsynlegt að taka tillit til þessa við breytingu á aðalskipulagi hvað varðar athafnasvæði AT1 og AT2,“ segir í umsögninni.Að neðan má sjá kynningarmyndband fyrir uppbygginguna á Oddeyrinni.
Akureyri Skipulag Tengdar fréttir Vilja byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á Oddeyrinni Bæjarstórn Akureyrar hefur samþykkt fyrsta skrefið í vinnu sem miðar að því að breyta deiliskipulagi Akureyrar svo heimilt verði að byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á reit á Oddeyrinni. Tillögurnar sem liggja til grundvallar verða kynntar fljótlega á íbúafundi. 3. október 2019 09:45 Fullt út úr dyrum á íbúafundi um uppbyggingu á Oddeyrinni Akureyringar, og þá sérstaklega íbúar á Oddeyrinni, fjölmenntu á íbúafund þar sem kynntar voru nánar hugmyndir að uppbyggingu nokkurra fjölbýlishúsa á afmörkuðum reit á Oddeyrinni. Fullt var út úr dyrum á fundinum í kvöld í menningarhúsinu Hofi. 21. október 2019 21:45 Svona líta hugmyndir að uppbyggingunni á Oddeyrinni út "Svona verkefni í bæ eins og Akureyri. Við þurfum að vinna það í sátt við samfélagið,“ segir Helgi Örn Eyþórsson, verkefnastjóri hjá SS Byggi, um hugmyndir félagsins að byggja allt að ellefu hæða fjölbýlishúsa á Oddeyrinni á Akureyri. 10. október 2019 18:45 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Vilja byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á Oddeyrinni Bæjarstórn Akureyrar hefur samþykkt fyrsta skrefið í vinnu sem miðar að því að breyta deiliskipulagi Akureyrar svo heimilt verði að byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á reit á Oddeyrinni. Tillögurnar sem liggja til grundvallar verða kynntar fljótlega á íbúafundi. 3. október 2019 09:45
Fullt út úr dyrum á íbúafundi um uppbyggingu á Oddeyrinni Akureyringar, og þá sérstaklega íbúar á Oddeyrinni, fjölmenntu á íbúafund þar sem kynntar voru nánar hugmyndir að uppbyggingu nokkurra fjölbýlishúsa á afmörkuðum reit á Oddeyrinni. Fullt var út úr dyrum á fundinum í kvöld í menningarhúsinu Hofi. 21. október 2019 21:45
Svona líta hugmyndir að uppbyggingunni á Oddeyrinni út "Svona verkefni í bæ eins og Akureyri. Við þurfum að vinna það í sátt við samfélagið,“ segir Helgi Örn Eyþórsson, verkefnastjóri hjá SS Byggi, um hugmyndir félagsins að byggja allt að ellefu hæða fjölbýlishúsa á Oddeyrinni á Akureyri. 10. október 2019 18:45