Háar fjárhæðir árlega frá ríkinu vegna ORRA Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 25. október 2019 06:00 Bjarni Benediktsson sagði í umræðum á Alþingi fyrr í mánuðinum að tilefni væri til að skoða framkvæmdina um kerfið. Rætt hefði verið um málið í ráðuneytinu en engar tillögur að lausn lægju fyrir. Fréttablaðið/ERNIR Kostnaður ríkisins við ORRA, fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins, var tæpur tveir og hálfur milljarður á árunum 2009 til 2018. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Upprunalegur þróunarkostnaður við hugbúnaðinn var einn og hálfur milljarður sem féll til á árunum 2001 til 2005. Kerfið sem þróað var fyrir ríkið er í eigu fyrirtækisins Oracle og eftir atvikum Advania. Kostnaður ríkisins við kerfið er því ekki undir fjórum milljörðum á þeim tæpu tveim áratugum sem liðnir eru frá því þróun þess hófst upp úr aldamótum. Í svari við fyrirspurn frá síðasta þingi kemur fram að á árinu 2018 var viðhaldskostnaður við kerfið 275 milljónir, en ný útgáfa þess var innleidd á árinu sem kostaði rúmar 163 milljónir. Rekstrarkostnaður vegna kerfisins kostaði tæpar 400 milljónir í fyrra.„Þetta eru rosalegar fjárhæðir en fyrir árlegan viðhaldskostnað gæti ríkið rekið myndarlega hugbúnaðardeild sem héldi eignarhaldi á hugbúnaðinum í opinberri eigu,“ segir Björn Leví. Óábyrgt sé að ríkið eyði svona fjárhæðum í hugbúnað án þess að eiga leyfið á honum. Eignarhald ríkisins á hugbúnaði þurfi jafnvel ekki að koma í veg fyrir að hægt sé að bjóða þróunarvinnu út. Hugbúnaðarkerfið og eignarhald þess var rætt í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi fyrr í mánuðinum og sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra við það tækifæri að hætta væri á því að ríkið festist í viðskiptum við þá aðila sem taka að sér að þróa hugbúnað og séu eigendur hans. „Í því felst þá að það getur orðið óyfirstíganlegt að hætta þeim viðskiptum og leita eitthvert annað,“ sagði Bjarni. Fyrirspyrjandinn í það skipti, Helgi Hrafn Gunnarsson, rifjaði upp að á síðasta kjörtímabili hefðu komið fram efasemdir hjá þingmönnum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd um kosti þess að ríkið væri að fjármagna sérsmíðaðan hugbúnað sem endi síðan ekki í eignarhaldi ríkisins.Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata. Fréttablaðið/ERNIR Þetta eru rosalegar fjárhæðir en fyrir árlegan viðhaldskostnað gæti ríkið rekið myndarlega hugbúnaðardeild„Því miður hefur mér í gegnum árin sýnst þetta vera ákveðin venja, að opinberar stofnanir þurfa sérlausnir, jafnvel sérsniðnar að sínum þörfum, ráða eitthvert hugbúnaðarfyrirtæki sem er eflaust fínt og frábært, eins og Advania, til að búa til þá lausn en svo á framleiðandinn enn þá vöruna og ríkið er fast í viðjum þess fyrirtækis það sem eftir er ef ekki á að byrja upp á nýtt,“ sagði Helgi Hrafn. Hann vísaði til álits stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar frá 2014 þess efnis að endurskoða þyfti eignarhaldið á kerfinu, með það fyrir augum að ríkið geti nýtt það fyrir allar stofnanir sínar án þess að þurfa að kaupa aðgang að því fyrir hverja og eina ríkisstofnun. Bjarni sagði málið hafa verið rætt í fjármálaráðuneytinu og málið væri mikilvægt. Tillaga að lausn til framtíðar hefði hins vegar ekki verið mótuð. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Kostnaður ríkisins við ORRA, fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins, var tæpur tveir og hálfur milljarður á árunum 2009 til 2018. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Upprunalegur þróunarkostnaður við hugbúnaðinn var einn og hálfur milljarður sem féll til á árunum 2001 til 2005. Kerfið sem þróað var fyrir ríkið er í eigu fyrirtækisins Oracle og eftir atvikum Advania. Kostnaður ríkisins við kerfið er því ekki undir fjórum milljörðum á þeim tæpu tveim áratugum sem liðnir eru frá því þróun þess hófst upp úr aldamótum. Í svari við fyrirspurn frá síðasta þingi kemur fram að á árinu 2018 var viðhaldskostnaður við kerfið 275 milljónir, en ný útgáfa þess var innleidd á árinu sem kostaði rúmar 163 milljónir. Rekstrarkostnaður vegna kerfisins kostaði tæpar 400 milljónir í fyrra.„Þetta eru rosalegar fjárhæðir en fyrir árlegan viðhaldskostnað gæti ríkið rekið myndarlega hugbúnaðardeild sem héldi eignarhaldi á hugbúnaðinum í opinberri eigu,“ segir Björn Leví. Óábyrgt sé að ríkið eyði svona fjárhæðum í hugbúnað án þess að eiga leyfið á honum. Eignarhald ríkisins á hugbúnaði þurfi jafnvel ekki að koma í veg fyrir að hægt sé að bjóða þróunarvinnu út. Hugbúnaðarkerfið og eignarhald þess var rætt í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi fyrr í mánuðinum og sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra við það tækifæri að hætta væri á því að ríkið festist í viðskiptum við þá aðila sem taka að sér að þróa hugbúnað og séu eigendur hans. „Í því felst þá að það getur orðið óyfirstíganlegt að hætta þeim viðskiptum og leita eitthvert annað,“ sagði Bjarni. Fyrirspyrjandinn í það skipti, Helgi Hrafn Gunnarsson, rifjaði upp að á síðasta kjörtímabili hefðu komið fram efasemdir hjá þingmönnum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd um kosti þess að ríkið væri að fjármagna sérsmíðaðan hugbúnað sem endi síðan ekki í eignarhaldi ríkisins.Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata. Fréttablaðið/ERNIR Þetta eru rosalegar fjárhæðir en fyrir árlegan viðhaldskostnað gæti ríkið rekið myndarlega hugbúnaðardeild„Því miður hefur mér í gegnum árin sýnst þetta vera ákveðin venja, að opinberar stofnanir þurfa sérlausnir, jafnvel sérsniðnar að sínum þörfum, ráða eitthvert hugbúnaðarfyrirtæki sem er eflaust fínt og frábært, eins og Advania, til að búa til þá lausn en svo á framleiðandinn enn þá vöruna og ríkið er fast í viðjum þess fyrirtækis það sem eftir er ef ekki á að byrja upp á nýtt,“ sagði Helgi Hrafn. Hann vísaði til álits stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar frá 2014 þess efnis að endurskoða þyfti eignarhaldið á kerfinu, með það fyrir augum að ríkið geti nýtt það fyrir allar stofnanir sínar án þess að þurfa að kaupa aðgang að því fyrir hverja og eina ríkisstofnun. Bjarni sagði málið hafa verið rætt í fjármálaráðuneytinu og málið væri mikilvægt. Tillaga að lausn til framtíðar hefði hins vegar ekki verið mótuð.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent