Háar fjárhæðir árlega frá ríkinu vegna ORRA Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 25. október 2019 06:00 Bjarni Benediktsson sagði í umræðum á Alþingi fyrr í mánuðinum að tilefni væri til að skoða framkvæmdina um kerfið. Rætt hefði verið um málið í ráðuneytinu en engar tillögur að lausn lægju fyrir. Fréttablaðið/ERNIR Kostnaður ríkisins við ORRA, fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins, var tæpur tveir og hálfur milljarður á árunum 2009 til 2018. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Upprunalegur þróunarkostnaður við hugbúnaðinn var einn og hálfur milljarður sem féll til á árunum 2001 til 2005. Kerfið sem þróað var fyrir ríkið er í eigu fyrirtækisins Oracle og eftir atvikum Advania. Kostnaður ríkisins við kerfið er því ekki undir fjórum milljörðum á þeim tæpu tveim áratugum sem liðnir eru frá því þróun þess hófst upp úr aldamótum. Í svari við fyrirspurn frá síðasta þingi kemur fram að á árinu 2018 var viðhaldskostnaður við kerfið 275 milljónir, en ný útgáfa þess var innleidd á árinu sem kostaði rúmar 163 milljónir. Rekstrarkostnaður vegna kerfisins kostaði tæpar 400 milljónir í fyrra.„Þetta eru rosalegar fjárhæðir en fyrir árlegan viðhaldskostnað gæti ríkið rekið myndarlega hugbúnaðardeild sem héldi eignarhaldi á hugbúnaðinum í opinberri eigu,“ segir Björn Leví. Óábyrgt sé að ríkið eyði svona fjárhæðum í hugbúnað án þess að eiga leyfið á honum. Eignarhald ríkisins á hugbúnaði þurfi jafnvel ekki að koma í veg fyrir að hægt sé að bjóða þróunarvinnu út. Hugbúnaðarkerfið og eignarhald þess var rætt í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi fyrr í mánuðinum og sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra við það tækifæri að hætta væri á því að ríkið festist í viðskiptum við þá aðila sem taka að sér að þróa hugbúnað og séu eigendur hans. „Í því felst þá að það getur orðið óyfirstíganlegt að hætta þeim viðskiptum og leita eitthvert annað,“ sagði Bjarni. Fyrirspyrjandinn í það skipti, Helgi Hrafn Gunnarsson, rifjaði upp að á síðasta kjörtímabili hefðu komið fram efasemdir hjá þingmönnum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd um kosti þess að ríkið væri að fjármagna sérsmíðaðan hugbúnað sem endi síðan ekki í eignarhaldi ríkisins.Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata. Fréttablaðið/ERNIR Þetta eru rosalegar fjárhæðir en fyrir árlegan viðhaldskostnað gæti ríkið rekið myndarlega hugbúnaðardeild„Því miður hefur mér í gegnum árin sýnst þetta vera ákveðin venja, að opinberar stofnanir þurfa sérlausnir, jafnvel sérsniðnar að sínum þörfum, ráða eitthvert hugbúnaðarfyrirtæki sem er eflaust fínt og frábært, eins og Advania, til að búa til þá lausn en svo á framleiðandinn enn þá vöruna og ríkið er fast í viðjum þess fyrirtækis það sem eftir er ef ekki á að byrja upp á nýtt,“ sagði Helgi Hrafn. Hann vísaði til álits stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar frá 2014 þess efnis að endurskoða þyfti eignarhaldið á kerfinu, með það fyrir augum að ríkið geti nýtt það fyrir allar stofnanir sínar án þess að þurfa að kaupa aðgang að því fyrir hverja og eina ríkisstofnun. Bjarni sagði málið hafa verið rætt í fjármálaráðuneytinu og málið væri mikilvægt. Tillaga að lausn til framtíðar hefði hins vegar ekki verið mótuð. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Sjá meira
Kostnaður ríkisins við ORRA, fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins, var tæpur tveir og hálfur milljarður á árunum 2009 til 2018. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Upprunalegur þróunarkostnaður við hugbúnaðinn var einn og hálfur milljarður sem féll til á árunum 2001 til 2005. Kerfið sem þróað var fyrir ríkið er í eigu fyrirtækisins Oracle og eftir atvikum Advania. Kostnaður ríkisins við kerfið er því ekki undir fjórum milljörðum á þeim tæpu tveim áratugum sem liðnir eru frá því þróun þess hófst upp úr aldamótum. Í svari við fyrirspurn frá síðasta þingi kemur fram að á árinu 2018 var viðhaldskostnaður við kerfið 275 milljónir, en ný útgáfa þess var innleidd á árinu sem kostaði rúmar 163 milljónir. Rekstrarkostnaður vegna kerfisins kostaði tæpar 400 milljónir í fyrra.„Þetta eru rosalegar fjárhæðir en fyrir árlegan viðhaldskostnað gæti ríkið rekið myndarlega hugbúnaðardeild sem héldi eignarhaldi á hugbúnaðinum í opinberri eigu,“ segir Björn Leví. Óábyrgt sé að ríkið eyði svona fjárhæðum í hugbúnað án þess að eiga leyfið á honum. Eignarhald ríkisins á hugbúnaði þurfi jafnvel ekki að koma í veg fyrir að hægt sé að bjóða þróunarvinnu út. Hugbúnaðarkerfið og eignarhald þess var rætt í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi fyrr í mánuðinum og sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra við það tækifæri að hætta væri á því að ríkið festist í viðskiptum við þá aðila sem taka að sér að þróa hugbúnað og séu eigendur hans. „Í því felst þá að það getur orðið óyfirstíganlegt að hætta þeim viðskiptum og leita eitthvert annað,“ sagði Bjarni. Fyrirspyrjandinn í það skipti, Helgi Hrafn Gunnarsson, rifjaði upp að á síðasta kjörtímabili hefðu komið fram efasemdir hjá þingmönnum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd um kosti þess að ríkið væri að fjármagna sérsmíðaðan hugbúnað sem endi síðan ekki í eignarhaldi ríkisins.Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata. Fréttablaðið/ERNIR Þetta eru rosalegar fjárhæðir en fyrir árlegan viðhaldskostnað gæti ríkið rekið myndarlega hugbúnaðardeild„Því miður hefur mér í gegnum árin sýnst þetta vera ákveðin venja, að opinberar stofnanir þurfa sérlausnir, jafnvel sérsniðnar að sínum þörfum, ráða eitthvert hugbúnaðarfyrirtæki sem er eflaust fínt og frábært, eins og Advania, til að búa til þá lausn en svo á framleiðandinn enn þá vöruna og ríkið er fast í viðjum þess fyrirtækis það sem eftir er ef ekki á að byrja upp á nýtt,“ sagði Helgi Hrafn. Hann vísaði til álits stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar frá 2014 þess efnis að endurskoða þyfti eignarhaldið á kerfinu, með það fyrir augum að ríkið geti nýtt það fyrir allar stofnanir sínar án þess að þurfa að kaupa aðgang að því fyrir hverja og eina ríkisstofnun. Bjarni sagði málið hafa verið rætt í fjármálaráðuneytinu og málið væri mikilvægt. Tillaga að lausn til framtíðar hefði hins vegar ekki verið mótuð.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent