Forseti Alþingis íhugar heimboð forseta rússnesku Dúmunnar Heimir Már Pétursson skrifar 25. október 2019 12:01 Steingrímur segist hafa átt stuttan fund með Volodin í gær enda ekkert því til fyrirstöðu að menn ræði saman á ráðstefnum sem þessum. Vísir/vilhelm Forseti Dúmunnar, rússneska þingsins, hefur boðið Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis að koma í formlega heimsókn. Steingrímur segir mikilvægt að halda samskiptaleiðum við Rússland opnum en ætlar að ráðfæra sig við íslensk stjórnvöld áður en hann tekur afstöðu til heimboðsins. Rússneska fréttastofan TASS greinir frá því að Vyacheslav Volodin forseti Dúmunnar hafi átt fund með Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis þar sem þeir sækja báðir ráðstefnu forseta þjóðþinga Evrópuráðsins í Strasbourg. Endurkoma Rússa með atkvæðarétt í Evrópuráðinu var samþykkt á þingi ráðsins í júní og var sú ákvörðun mjög umdeild, en þeir voru sviftir atkvæðarétti sínum eftir innlimun Krímskaga árið 2014. Evrópuráðið heldur upp á sjötíu ára afmæli sitt um þessar mundir en það er elsta stofnun Evrópu sem miðar að því að mannréttindi, lýðræði og almenn lög séu í heiðri höfð í álfunni. Steingrímur segist hafa átt stuttan fund með Volodin í gær enda ekkert því til fyrirstöðu að menn ræði saman á ráðstefnum sem þessum. „Jú, hann bauð mér í heimsókn og ég náttúrlega bara kurteisislega tók við því boði. En þáði það ekki heldur sagðist myndu skoða það og ráðfæra mig við stjórnvöld um það,“ segir Steingrímur.Mikilvægt að halda línum opnum Íslensk stjórnvöld hafa allt frá innlimun Rússa á Krímskaga tekið þátt í refsiaðgerðum Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins gegn Rússum sem þeir hafa meðal annars svarað með banni á innflutningi á íslenskum fiski og kjöti. Steingrímur segir samskipti við Rússa vandasöm við þessar aðstæður. „En að sama skapi er líka mikilvægt að menn haldi einhverjum línum opnum. Ég held að það sé fyrir Ísland, meðal annars vegna formennskunnar í Norðurheimskautaráðinu mikilvægt að við höldum opnum línum en gerum það af varfærni,“ segir forseti Alþingis. En það hafi verið stefnan bæði í Norðurheimskautaráðinu og Norðurlandaráði að reyna að halda stórveldapólitíkinni og deilum stórveldanna utan við og til hliðar við það samstarf. Hins vegar hafi Íslendingar lengst af átt í ágætum viðskiptasamskiptum við Sovétríkin sálugu og Rússland, sem hafi komið sér vel varðandi fiskútflutning þegar Íslendingar og Bretar áttu í landhelgisdeilum. Aðalumræðuefni þingforseta Evrópuráðs-ríkjanna í gær og í dag hafa verið framtíðarsýn þess til næstu 70 ára, þróunarmarkmið Sameinuðu þjóðanna og staða kvenna í stjórnmálum í ljósi úttekta ráðsins og Alþjóðaþingmannasambandsins þar sem fram kemur að konur sæta í miklum mæli hótunum, kynferðisofbeldi og áreitni í stjórnmálum. „Og það voru miklar heitstrengingar um að forsetar þjóðþinga bæru náttúrlega mikla ábyrgð í þeim efnum. Að þingin væru öruggur og heilbrigður vinnustaður fyrir bæði kyn og fyrir alla,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Alþingi Rússland Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira
Forseti Dúmunnar, rússneska þingsins, hefur boðið Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis að koma í formlega heimsókn. Steingrímur segir mikilvægt að halda samskiptaleiðum við Rússland opnum en ætlar að ráðfæra sig við íslensk stjórnvöld áður en hann tekur afstöðu til heimboðsins. Rússneska fréttastofan TASS greinir frá því að Vyacheslav Volodin forseti Dúmunnar hafi átt fund með Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis þar sem þeir sækja báðir ráðstefnu forseta þjóðþinga Evrópuráðsins í Strasbourg. Endurkoma Rússa með atkvæðarétt í Evrópuráðinu var samþykkt á þingi ráðsins í júní og var sú ákvörðun mjög umdeild, en þeir voru sviftir atkvæðarétti sínum eftir innlimun Krímskaga árið 2014. Evrópuráðið heldur upp á sjötíu ára afmæli sitt um þessar mundir en það er elsta stofnun Evrópu sem miðar að því að mannréttindi, lýðræði og almenn lög séu í heiðri höfð í álfunni. Steingrímur segist hafa átt stuttan fund með Volodin í gær enda ekkert því til fyrirstöðu að menn ræði saman á ráðstefnum sem þessum. „Jú, hann bauð mér í heimsókn og ég náttúrlega bara kurteisislega tók við því boði. En þáði það ekki heldur sagðist myndu skoða það og ráðfæra mig við stjórnvöld um það,“ segir Steingrímur.Mikilvægt að halda línum opnum Íslensk stjórnvöld hafa allt frá innlimun Rússa á Krímskaga tekið þátt í refsiaðgerðum Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins gegn Rússum sem þeir hafa meðal annars svarað með banni á innflutningi á íslenskum fiski og kjöti. Steingrímur segir samskipti við Rússa vandasöm við þessar aðstæður. „En að sama skapi er líka mikilvægt að menn haldi einhverjum línum opnum. Ég held að það sé fyrir Ísland, meðal annars vegna formennskunnar í Norðurheimskautaráðinu mikilvægt að við höldum opnum línum en gerum það af varfærni,“ segir forseti Alþingis. En það hafi verið stefnan bæði í Norðurheimskautaráðinu og Norðurlandaráði að reyna að halda stórveldapólitíkinni og deilum stórveldanna utan við og til hliðar við það samstarf. Hins vegar hafi Íslendingar lengst af átt í ágætum viðskiptasamskiptum við Sovétríkin sálugu og Rússland, sem hafi komið sér vel varðandi fiskútflutning þegar Íslendingar og Bretar áttu í landhelgisdeilum. Aðalumræðuefni þingforseta Evrópuráðs-ríkjanna í gær og í dag hafa verið framtíðarsýn þess til næstu 70 ára, þróunarmarkmið Sameinuðu þjóðanna og staða kvenna í stjórnmálum í ljósi úttekta ráðsins og Alþjóðaþingmannasambandsins þar sem fram kemur að konur sæta í miklum mæli hótunum, kynferðisofbeldi og áreitni í stjórnmálum. „Og það voru miklar heitstrengingar um að forsetar þjóðþinga bæru náttúrlega mikla ábyrgð í þeim efnum. Að þingin væru öruggur og heilbrigður vinnustaður fyrir bæði kyn og fyrir alla,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.
Alþingi Rússland Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira