Borgarstjóri sem Duterte benti á myrtur Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2019 15:43 Duterte birti lista fyrr á þessu ári yfir þá sem hann kallaði fíkniefnastjórnmálamenn. Navarro var á þeim lista. AP/Bullit Marquez Óþekktir byssumenn skutu borgarstjóra sem Rodrigo Duterte forseti Filippseyja sakaði um að vera tengdur fíkniefnasmygli til bana í dag. Lögreglumenn voru að flytja borgarstjórann á milli staða þegar morðingjarnir veittu þeim fyrirsát og skutu hann.Reuters-fréttastofan segir að David Navarro, borgarstjóri á eyjunni Mindanao, hafi verið handtekinn í gær, sakaður um að ráðast á nuddara í bænum Cebu. Verið var að flytja hann á skrifstofu saksóknara í borginni þegar hann var skotinn til bana. Duterte forseti setti nafn Navarro á lista um stjórnmálamenn sem hann sakaði um tengsl við fíkniefnaglæpi og birtur var opinberlega fyrir þingkosningar í maí. Þúsundir manna hafa verið drepnir í stríði Duterte gegn fíkniefnum, fjöldi þeirra utan dóms og laga. Lögreglan segist sjálf hafa drepið 6.700 „fíkniefnasala“ í skotbardögum á þeim þremur árum sem liðin eru frá kjöri Duterte. Mannréttindasamtök og vestræn ríki hafa fordæmt mannréttindabrot í fíkniefnastríði Duterte. Filippseysk stjórnvöld brugðust hart við því þegar ályktun sem Ísland lagði fram í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna um að staða mannréttinda á Filippseyjum yrði rannsökuð var samþykkt í sumar. Filippseyjar Tengdar fréttir Duterte blótar Íslendingum í sand og ösku og vonar að þjóðin frjósi í hel Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, sparaði ekki stóru orðin um Ísland og Íslendinga í ræðu sem hann hélt í gær í Quezon-borg á Filippseyjum. Gagnrýndi hann stefnu Íslands hvað varðar þungunarrof harkalega. Kallaði hann Íslendinga drullusokka og fábjána, auk þess sem að hann sagðist vona að þjóðin frjósi í hel. 28. ágúst 2019 08:45 Neyðarráðstefna á Íslandi vegna mannréttindabrota á Filippseyjum Tveggja daga neyðarráðstefna verður haldin hér á landi dagana 20. til 22. september þar sem kastljósinu verður beint að mannréttindabrotum stjórnvalda á Filippseyjum. 31. ágúst 2019 15:00 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Óþekktir byssumenn skutu borgarstjóra sem Rodrigo Duterte forseti Filippseyja sakaði um að vera tengdur fíkniefnasmygli til bana í dag. Lögreglumenn voru að flytja borgarstjórann á milli staða þegar morðingjarnir veittu þeim fyrirsát og skutu hann.Reuters-fréttastofan segir að David Navarro, borgarstjóri á eyjunni Mindanao, hafi verið handtekinn í gær, sakaður um að ráðast á nuddara í bænum Cebu. Verið var að flytja hann á skrifstofu saksóknara í borginni þegar hann var skotinn til bana. Duterte forseti setti nafn Navarro á lista um stjórnmálamenn sem hann sakaði um tengsl við fíkniefnaglæpi og birtur var opinberlega fyrir þingkosningar í maí. Þúsundir manna hafa verið drepnir í stríði Duterte gegn fíkniefnum, fjöldi þeirra utan dóms og laga. Lögreglan segist sjálf hafa drepið 6.700 „fíkniefnasala“ í skotbardögum á þeim þremur árum sem liðin eru frá kjöri Duterte. Mannréttindasamtök og vestræn ríki hafa fordæmt mannréttindabrot í fíkniefnastríði Duterte. Filippseysk stjórnvöld brugðust hart við því þegar ályktun sem Ísland lagði fram í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna um að staða mannréttinda á Filippseyjum yrði rannsökuð var samþykkt í sumar.
Filippseyjar Tengdar fréttir Duterte blótar Íslendingum í sand og ösku og vonar að þjóðin frjósi í hel Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, sparaði ekki stóru orðin um Ísland og Íslendinga í ræðu sem hann hélt í gær í Quezon-borg á Filippseyjum. Gagnrýndi hann stefnu Íslands hvað varðar þungunarrof harkalega. Kallaði hann Íslendinga drullusokka og fábjána, auk þess sem að hann sagðist vona að þjóðin frjósi í hel. 28. ágúst 2019 08:45 Neyðarráðstefna á Íslandi vegna mannréttindabrota á Filippseyjum Tveggja daga neyðarráðstefna verður haldin hér á landi dagana 20. til 22. september þar sem kastljósinu verður beint að mannréttindabrotum stjórnvalda á Filippseyjum. 31. ágúst 2019 15:00 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Duterte blótar Íslendingum í sand og ösku og vonar að þjóðin frjósi í hel Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, sparaði ekki stóru orðin um Ísland og Íslendinga í ræðu sem hann hélt í gær í Quezon-borg á Filippseyjum. Gagnrýndi hann stefnu Íslands hvað varðar þungunarrof harkalega. Kallaði hann Íslendinga drullusokka og fábjána, auk þess sem að hann sagðist vona að þjóðin frjósi í hel. 28. ágúst 2019 08:45
Neyðarráðstefna á Íslandi vegna mannréttindabrota á Filippseyjum Tveggja daga neyðarráðstefna verður haldin hér á landi dagana 20. til 22. september þar sem kastljósinu verður beint að mannréttindabrotum stjórnvalda á Filippseyjum. 31. ágúst 2019 15:00