Borgarstjóri sem Duterte benti á myrtur Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2019 15:43 Duterte birti lista fyrr á þessu ári yfir þá sem hann kallaði fíkniefnastjórnmálamenn. Navarro var á þeim lista. AP/Bullit Marquez Óþekktir byssumenn skutu borgarstjóra sem Rodrigo Duterte forseti Filippseyja sakaði um að vera tengdur fíkniefnasmygli til bana í dag. Lögreglumenn voru að flytja borgarstjórann á milli staða þegar morðingjarnir veittu þeim fyrirsát og skutu hann.Reuters-fréttastofan segir að David Navarro, borgarstjóri á eyjunni Mindanao, hafi verið handtekinn í gær, sakaður um að ráðast á nuddara í bænum Cebu. Verið var að flytja hann á skrifstofu saksóknara í borginni þegar hann var skotinn til bana. Duterte forseti setti nafn Navarro á lista um stjórnmálamenn sem hann sakaði um tengsl við fíkniefnaglæpi og birtur var opinberlega fyrir þingkosningar í maí. Þúsundir manna hafa verið drepnir í stríði Duterte gegn fíkniefnum, fjöldi þeirra utan dóms og laga. Lögreglan segist sjálf hafa drepið 6.700 „fíkniefnasala“ í skotbardögum á þeim þremur árum sem liðin eru frá kjöri Duterte. Mannréttindasamtök og vestræn ríki hafa fordæmt mannréttindabrot í fíkniefnastríði Duterte. Filippseysk stjórnvöld brugðust hart við því þegar ályktun sem Ísland lagði fram í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna um að staða mannréttinda á Filippseyjum yrði rannsökuð var samþykkt í sumar. Filippseyjar Tengdar fréttir Duterte blótar Íslendingum í sand og ösku og vonar að þjóðin frjósi í hel Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, sparaði ekki stóru orðin um Ísland og Íslendinga í ræðu sem hann hélt í gær í Quezon-borg á Filippseyjum. Gagnrýndi hann stefnu Íslands hvað varðar þungunarrof harkalega. Kallaði hann Íslendinga drullusokka og fábjána, auk þess sem að hann sagðist vona að þjóðin frjósi í hel. 28. ágúst 2019 08:45 Neyðarráðstefna á Íslandi vegna mannréttindabrota á Filippseyjum Tveggja daga neyðarráðstefna verður haldin hér á landi dagana 20. til 22. september þar sem kastljósinu verður beint að mannréttindabrotum stjórnvalda á Filippseyjum. 31. ágúst 2019 15:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
Óþekktir byssumenn skutu borgarstjóra sem Rodrigo Duterte forseti Filippseyja sakaði um að vera tengdur fíkniefnasmygli til bana í dag. Lögreglumenn voru að flytja borgarstjórann á milli staða þegar morðingjarnir veittu þeim fyrirsát og skutu hann.Reuters-fréttastofan segir að David Navarro, borgarstjóri á eyjunni Mindanao, hafi verið handtekinn í gær, sakaður um að ráðast á nuddara í bænum Cebu. Verið var að flytja hann á skrifstofu saksóknara í borginni þegar hann var skotinn til bana. Duterte forseti setti nafn Navarro á lista um stjórnmálamenn sem hann sakaði um tengsl við fíkniefnaglæpi og birtur var opinberlega fyrir þingkosningar í maí. Þúsundir manna hafa verið drepnir í stríði Duterte gegn fíkniefnum, fjöldi þeirra utan dóms og laga. Lögreglan segist sjálf hafa drepið 6.700 „fíkniefnasala“ í skotbardögum á þeim þremur árum sem liðin eru frá kjöri Duterte. Mannréttindasamtök og vestræn ríki hafa fordæmt mannréttindabrot í fíkniefnastríði Duterte. Filippseysk stjórnvöld brugðust hart við því þegar ályktun sem Ísland lagði fram í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna um að staða mannréttinda á Filippseyjum yrði rannsökuð var samþykkt í sumar.
Filippseyjar Tengdar fréttir Duterte blótar Íslendingum í sand og ösku og vonar að þjóðin frjósi í hel Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, sparaði ekki stóru orðin um Ísland og Íslendinga í ræðu sem hann hélt í gær í Quezon-borg á Filippseyjum. Gagnrýndi hann stefnu Íslands hvað varðar þungunarrof harkalega. Kallaði hann Íslendinga drullusokka og fábjána, auk þess sem að hann sagðist vona að þjóðin frjósi í hel. 28. ágúst 2019 08:45 Neyðarráðstefna á Íslandi vegna mannréttindabrota á Filippseyjum Tveggja daga neyðarráðstefna verður haldin hér á landi dagana 20. til 22. september þar sem kastljósinu verður beint að mannréttindabrotum stjórnvalda á Filippseyjum. 31. ágúst 2019 15:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
Duterte blótar Íslendingum í sand og ösku og vonar að þjóðin frjósi í hel Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, sparaði ekki stóru orðin um Ísland og Íslendinga í ræðu sem hann hélt í gær í Quezon-borg á Filippseyjum. Gagnrýndi hann stefnu Íslands hvað varðar þungunarrof harkalega. Kallaði hann Íslendinga drullusokka og fábjána, auk þess sem að hann sagðist vona að þjóðin frjósi í hel. 28. ágúst 2019 08:45
Neyðarráðstefna á Íslandi vegna mannréttindabrota á Filippseyjum Tveggja daga neyðarráðstefna verður haldin hér á landi dagana 20. til 22. september þar sem kastljósinu verður beint að mannréttindabrotum stjórnvalda á Filippseyjum. 31. ágúst 2019 15:00