Atlético Madrid jafnaði Barcelona að stigum á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar með 2-0 sigri á Athletic Bilbao á heimavelli í kvöld.
Þetta var fyrsti sigur Atlético í fjórum leikjum. Liðið er með 19 stig líkt og Börsungar sem eiga leik til góða.
Saúl Níguez kom Atlético yfir á 28. mínútu eftir undirbúning Ángels Correa.
Á 64. mínútu bætti Álvaro Morata öðru marki við með skoti af stuttu færi eftir sendingu frá Correa.
Atlético hefur aðeins skorað tíu mörk í fyrstu tíu umferðum spænsku deildarinnar. Aftur á móti hefur liðið aðeins fengið á sig fimm mörk, fæst allra.
Atlético upp að hlið Barcelona á toppnum
