Léttir að sjá jafn afgerandi niðurstöðu Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. október 2019 15:37 Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs. Íbúar í fjórum sveitarfélögum á Austurlandi samþykktu sameiningu þeirra með afgerandi hætti í kosningu í gær. Nýja sveitarfélagið verður með fimm þúsund íbúa, og segja sveitarstjórar að tryggt verði að jaðarbyggðir verði ekki áhrifalausar í þessu landfræðilega langstærsta sveitarfélag landsins. Íbúar Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar gengu að kjörborðinu í gær og greiddu atkvæði um sameiningu sveitarfélaganna. Stuðningur við sameininguna reyndist mestur í Fljótsdalshéraði, eða um 93 prósent, og rúmur meirihluti var henni fylgjandi í hinum sveitarfélögunum þremur.Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs og formaður sameiningarnefndar, segir því ánægjulegt hversu mikils stuðnings sameiningin nýtur.„Mjög mikill léttir að sjá hvað niðurstaðan var afgerandi“ segir Björn.Hið nýja sveitarfélag verður víðfeðmt, raunar það stærsta á landinu, með fjórum byggðarkjörnum og umfangsmiklu dreifbýli. Að þessu var hugað að sögn Björns og reynt að tryggja að jaðarbyggðir verði ekki áhrifalausar í sameinuðu sveitarfélagi.„Það sem við vorum að horfa til var að við næðum að tryggja áframhaldandi vægi allra kjarna. Ég hef þá trú að þær tillögur sem við lögðum til og voru samþykktar séu til þess fallnar að tryggja slíkt“, segir Björn.Sameinað sveitarfélag yrði langstærsta sveitarfélagið á landinu landfræðilega séð.vísir/hafsteinnMinnstur stuðningur á Djúpavogi Minnstur stuðningur við sameininguna reyndist vera á Djúpavogi, þar sem rúmlega þriðjungur kjósenda sagðist henni andsnúinn. Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri Djúpavogshrepps, segist þakklátur fyrir góða kjörsókn og rúman meirihlutastuðning.„Við lögðum upp með það í samstarfsnefndinni að gera fólki kleift að taka upplýsta afstöðu og mér sýnist fólk hafa gert það,“ segir Gauti.Það sé jafnframt styrkleikamerki að á Djúpavogi þrífist skiptar skoðanir. „Í kröftugum samfélögum þá geta menn ekki vera sammála um allt. Ég tel þetta bara vera merki um að á Djúpavogi sé öflugt og kraftmikið samfélag, var þó meirihluti þessarar skoðunar,“ segir Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri Djúpavogshrepps.Nú verður skipuð undirbúningsstjórn sem mun undirbúa sveitarstjórnarkosningar í sameinuðu sveitarfélagi, sem ætla má að verði næsta vor, og svo auðvitað að velja nafn á nýja sveitarfélagið.„Það er í raun nýrrar sveitarstjórnar að taka ákvörðun um slíkt en það er algengt að kallað verði eftir tillögum og farið verði í einhverja samkeppni. Sveitarstjórn er hins vegar ekki bundin af slíku en niðurstaða slíkrar samkeppni hefur oftast nær endað á nafngift viðkomandi sveitarfélags,“ segir Björn Ingimarsson. Borgarfjörður eystri Djúpivogur Fljótsdalshérað Seyðisfjörður Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira
Íbúar í fjórum sveitarfélögum á Austurlandi samþykktu sameiningu þeirra með afgerandi hætti í kosningu í gær. Nýja sveitarfélagið verður með fimm þúsund íbúa, og segja sveitarstjórar að tryggt verði að jaðarbyggðir verði ekki áhrifalausar í þessu landfræðilega langstærsta sveitarfélag landsins. Íbúar Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar gengu að kjörborðinu í gær og greiddu atkvæði um sameiningu sveitarfélaganna. Stuðningur við sameininguna reyndist mestur í Fljótsdalshéraði, eða um 93 prósent, og rúmur meirihluti var henni fylgjandi í hinum sveitarfélögunum þremur.Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs og formaður sameiningarnefndar, segir því ánægjulegt hversu mikils stuðnings sameiningin nýtur.„Mjög mikill léttir að sjá hvað niðurstaðan var afgerandi“ segir Björn.Hið nýja sveitarfélag verður víðfeðmt, raunar það stærsta á landinu, með fjórum byggðarkjörnum og umfangsmiklu dreifbýli. Að þessu var hugað að sögn Björns og reynt að tryggja að jaðarbyggðir verði ekki áhrifalausar í sameinuðu sveitarfélagi.„Það sem við vorum að horfa til var að við næðum að tryggja áframhaldandi vægi allra kjarna. Ég hef þá trú að þær tillögur sem við lögðum til og voru samþykktar séu til þess fallnar að tryggja slíkt“, segir Björn.Sameinað sveitarfélag yrði langstærsta sveitarfélagið á landinu landfræðilega séð.vísir/hafsteinnMinnstur stuðningur á Djúpavogi Minnstur stuðningur við sameininguna reyndist vera á Djúpavogi, þar sem rúmlega þriðjungur kjósenda sagðist henni andsnúinn. Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri Djúpavogshrepps, segist þakklátur fyrir góða kjörsókn og rúman meirihlutastuðning.„Við lögðum upp með það í samstarfsnefndinni að gera fólki kleift að taka upplýsta afstöðu og mér sýnist fólk hafa gert það,“ segir Gauti.Það sé jafnframt styrkleikamerki að á Djúpavogi þrífist skiptar skoðanir. „Í kröftugum samfélögum þá geta menn ekki vera sammála um allt. Ég tel þetta bara vera merki um að á Djúpavogi sé öflugt og kraftmikið samfélag, var þó meirihluti þessarar skoðunar,“ segir Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri Djúpavogshrepps.Nú verður skipuð undirbúningsstjórn sem mun undirbúa sveitarstjórnarkosningar í sameinuðu sveitarfélagi, sem ætla má að verði næsta vor, og svo auðvitað að velja nafn á nýja sveitarfélagið.„Það er í raun nýrrar sveitarstjórnar að taka ákvörðun um slíkt en það er algengt að kallað verði eftir tillögum og farið verði í einhverja samkeppni. Sveitarstjórn er hins vegar ekki bundin af slíku en niðurstaða slíkrar samkeppni hefur oftast nær endað á nafngift viðkomandi sveitarfélags,“ segir Björn Ingimarsson.
Borgarfjörður eystri Djúpivogur Fljótsdalshérað Seyðisfjörður Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira