Segir að samtal milli Spánar og Katalóníu þurfi að eiga sér stað Andri Eysteinsson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 27. október 2019 22:53 Mótmælendur fjölmenntu enn á ný í Katalóníu í dag, nú til þess að lýsa andstöðu sinni við kröfur sjálfstæðissinna. Staðkunnugir segja stöðuna flókna og telja að ekki verði hægt að vinda ofan af ólgunni án þess að bæta samskipti Madrídar og Katalóníu. Tugþúsundir sambandssina söfnuðust saman á strætum Barselóna-borgar í dag. Vopnaðir spænska fánanum og slagorðum mótmæltu þeir kröfunni um að Katalónar lýsi yfir sjálfstæði. Mótmæli dagsins voru andsvar við kröfugöngum síðustu daga þar sem Katalónar hafa mótmælt þungum fangelsisdómum yfir níu leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar. Dómarnir hafa gefið hugmyndum hreyfingarinnar byr undir báða vængi og leitt til stjórnmálaástands sem greinendur segja það viðkvæmasta á Spáni í áratugi. „Ég lít á mig sem Spánverja og Katalóna svo ég get einfaldlega ekki séð fyrir mér að við skiljum okkur frá Spáni, sagði María José Aguilar einn mótmælendanna í Barselóna í dag.Málefni Katalóníu voru til umræðu í Víglínunni, þjóðmálaþáttar Stöðvar 2, í dag. Viðmælendur þáttastjórnandans Heimis Más Péturssonar voru sammála um að ekki verði undið ofan af ólgunni í Katalóníu án samtals.Ég held þetta lagist ekki fyrr en við sjáum eitthvað raunverulega gerast, ekki bara stjórnmálamenn að tala í sjónvarpinu. Ákvarðanir verða að vera teknar. Það verður að eiga sér stað samtal á milli Spánar og Katalóníu, sagði lyfjafræðingurinn Ramón Flavia Piera, sem fæddur er í Barselóna en hefur búið hér á landi í áraraðir. „Fram undan er mikil bylgja mótmæla. Þetta er sama fólk og hefur verið að skipuleggja mótmæli í Barselóna og Katalóníu. Þau eru þaulskipulögð og meirihluti þeirra hafa farið fram friðsamlega. Fangarnir sjálfir hafa beðið um að þau fari friðsamlega fram. Það er í raun og veru engin augljós lausn í augsýn, þetta er flókið mál og eins og Ramón segir er bara hægt að leysa það með samtali,“ sagði Úa Matthíasdóttir útgefandi sem undanfarin ár hefur verið búsett í Katalóníu.Sjá má umræðurnar í Víglínunni hér að neðan Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Sjá meira
Mótmælendur fjölmenntu enn á ný í Katalóníu í dag, nú til þess að lýsa andstöðu sinni við kröfur sjálfstæðissinna. Staðkunnugir segja stöðuna flókna og telja að ekki verði hægt að vinda ofan af ólgunni án þess að bæta samskipti Madrídar og Katalóníu. Tugþúsundir sambandssina söfnuðust saman á strætum Barselóna-borgar í dag. Vopnaðir spænska fánanum og slagorðum mótmæltu þeir kröfunni um að Katalónar lýsi yfir sjálfstæði. Mótmæli dagsins voru andsvar við kröfugöngum síðustu daga þar sem Katalónar hafa mótmælt þungum fangelsisdómum yfir níu leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar. Dómarnir hafa gefið hugmyndum hreyfingarinnar byr undir báða vængi og leitt til stjórnmálaástands sem greinendur segja það viðkvæmasta á Spáni í áratugi. „Ég lít á mig sem Spánverja og Katalóna svo ég get einfaldlega ekki séð fyrir mér að við skiljum okkur frá Spáni, sagði María José Aguilar einn mótmælendanna í Barselóna í dag.Málefni Katalóníu voru til umræðu í Víglínunni, þjóðmálaþáttar Stöðvar 2, í dag. Viðmælendur þáttastjórnandans Heimis Más Péturssonar voru sammála um að ekki verði undið ofan af ólgunni í Katalóníu án samtals.Ég held þetta lagist ekki fyrr en við sjáum eitthvað raunverulega gerast, ekki bara stjórnmálamenn að tala í sjónvarpinu. Ákvarðanir verða að vera teknar. Það verður að eiga sér stað samtal á milli Spánar og Katalóníu, sagði lyfjafræðingurinn Ramón Flavia Piera, sem fæddur er í Barselóna en hefur búið hér á landi í áraraðir. „Fram undan er mikil bylgja mótmæla. Þetta er sama fólk og hefur verið að skipuleggja mótmæli í Barselóna og Katalóníu. Þau eru þaulskipulögð og meirihluti þeirra hafa farið fram friðsamlega. Fangarnir sjálfir hafa beðið um að þau fari friðsamlega fram. Það er í raun og veru engin augljós lausn í augsýn, þetta er flókið mál og eins og Ramón segir er bara hægt að leysa það með samtali,“ sagði Úa Matthíasdóttir útgefandi sem undanfarin ár hefur verið búsett í Katalóníu.Sjá má umræðurnar í Víglínunni hér að neðan
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Sjá meira