Landhraðametsbíllinn Blóðhundur við prófanir Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 29. október 2019 14:00 Blóðhundurinn í gömlum litum. Nýjustu litasamsetninguna má sjá í myndbandinu. Getty Bloodhound LSR (Blóðhundurinn) er þessa dagana við prófanir á Hakskeen flötunum í Suður Afríku. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá hann ná 160 km/klst. Markmið Blóðhundsins er að ná nýju landhraðameti. Núverandi met er 1227,98 km/klst. En bein atlaga að því verður ekki á dagskrá á fyrr en eftir um 12 til 18 mánuði. Þetta er allt hluti af áætluninni samkvæmt mark Chapman, yfirverkfræðingi verkefnisins. „Þegar við prófuðum í Newquay í lok árs 2017, þá var þetta spurning um að koma bílnum af stað, í Suður Afríku er þetta allt spurning um að stöðva hann, komast á ákveðinn hraða og prófa kerfin, lofthemlun, bremsur og fallhlífar, allt það sem hægir á bílnum, sagði Chapman í samtali við Top Gear. Á næstu vikum er ætlunin að ná yfir 804 km/klst, til gagnaöflunar. Eins er ætlunin að fínpússa verkelga hluti eins og hvernig teymið í kringum bílinn virkar í eyðimörkinni.„500 mph [804 km/klst] er áhugaverður hraði, því þá fer ýmislegt að gerast. Sem dæmi virkar stýrði sem stýri upp að 400mph [644 km/klst] en yfir það virkar stýrið sem bátastýri,“ sagði Chapman. Teymið er einnig meðvitað um hætturnar sem fylgja þessum hraða. Í ágúst lést ökumaðurinn Jessi Combs þegar American Eagle einnig er sérsmíðaður landhraðametsbíll skemmdist þegar óhapp varð við prófanir. Bílar Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Innlent
Bloodhound LSR (Blóðhundurinn) er þessa dagana við prófanir á Hakskeen flötunum í Suður Afríku. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá hann ná 160 km/klst. Markmið Blóðhundsins er að ná nýju landhraðameti. Núverandi met er 1227,98 km/klst. En bein atlaga að því verður ekki á dagskrá á fyrr en eftir um 12 til 18 mánuði. Þetta er allt hluti af áætluninni samkvæmt mark Chapman, yfirverkfræðingi verkefnisins. „Þegar við prófuðum í Newquay í lok árs 2017, þá var þetta spurning um að koma bílnum af stað, í Suður Afríku er þetta allt spurning um að stöðva hann, komast á ákveðinn hraða og prófa kerfin, lofthemlun, bremsur og fallhlífar, allt það sem hægir á bílnum, sagði Chapman í samtali við Top Gear. Á næstu vikum er ætlunin að ná yfir 804 km/klst, til gagnaöflunar. Eins er ætlunin að fínpússa verkelga hluti eins og hvernig teymið í kringum bílinn virkar í eyðimörkinni.„500 mph [804 km/klst] er áhugaverður hraði, því þá fer ýmislegt að gerast. Sem dæmi virkar stýrði sem stýri upp að 400mph [644 km/klst] en yfir það virkar stýrið sem bátastýri,“ sagði Chapman. Teymið er einnig meðvitað um hætturnar sem fylgja þessum hraða. Í ágúst lést ökumaðurinn Jessi Combs þegar American Eagle einnig er sérsmíðaður landhraðametsbíll skemmdist þegar óhapp varð við prófanir.
Bílar Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Innlent