Hraun í Öxnadal líður enn fyrir bankahrunið Kristján Már Unnarsson skrifar 28. október 2019 20:44 Hanna Rósa Sveinsdóttir er formaður Menningarfélagsins Hrauns. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Áform um að opna fræðslusetur á Hrauni í Öxnadal um Jónas Hallgrímsson hafa legið í láginni í áratug eftir að bakhjarlar verkefnisins urðu gjaldþrota í bankahruninu. Fyrir vikið hefur fæðingarstaður Jónasar verið leigður út til gistingar til stéttarfélaga í stað þess að vera opið menningarsetur. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það finnst vart magnaðri umgjörð um bæjarstæði en sú sem er um Hraun í Öxnadal, fæðingarstað skáldsins og náttúrufræðingsins Jónasar Hallgrímssonar. Hefðbundnum búskap lauk þar fyrir tveimur áratugum en fyrir sextán árum var Menningarfélagið Hraun stofnað um jörðina með það í huga að koma þar upp fræðslusetri til að halda minningu Jónasar á lofti.Horft heim að Hrauni í Öxnadal, fæðingarstað Jónasar Hallgrímssonar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Bakhjarlar verkefnisins voru sparisjóðirnir, Menningarsjóður sparisjóða og Byr sparisjóður, og það vita nú margir hver urðu afdrif þeirra í fjármálahruninu. Þannig að þar með fór bakhjarl verkefnisins. Og við stöndum eftir svolítið veik, veikburða,“ segir Hanna Rósa Sveinsdóttir sagnfræðingur og formaður Menningarfélagsins Hrauns.Jónas Hallgrímsson (1807-1845) skáld og náttúrufræðingur. Afmælisdagur Jónasar, 16. nóvember, er Dagur íslenskrar tungu vegna framlags hans til íslenskunnar. Sem einn Fjölnismanna var Jónas í fararbroddi sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar.Til að afla tekna hefur Menningarfélagið neyðst til að leigja íbúðarhúsið út sem orlofshús. Sýning um Jónas í stofum hússins hefur þar af leiðandi ekki verið opin almenningi og áform félagsins um að taka útihúsin á jörðinni undir gestamóttöku og fræðslusetur hafa ekki enn náð að rætast. Fólki er þó frjáls för um stórbrotna náttúru jarðarinnar enda er hún friðlýstur fólkvangur og búið að gefa út göngukort sem lýsir fjórtán gönguleiðum, meðal annars upp að Hraunsvatni. Ráðamenn Menningarfélagsins segja markmiðið enn skýrt og vonast til að fá stuðning ríkisins til að koma upp menningarsetrinu um Jónas. „Og þetta verði rekið á sambærilegan hátt og ýmis önnur skáldasöfn og -setur víða um land. Þannig að Jónas fái sitt setur,“ segir Hanna Rósa. Fjallað var um Öxnadal í þættinum „Um land allt“ í kvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hörgársveit Menning Um land allt Tengdar fréttir Jónína Bjartmarz friðlýsir æskustöðvar Jónasar Hallgrímssonar Æskustöðvar Jónasar Hallgrímssonar, þjóðskálds, að Hrauni í Öxnadal verða framvegis á lista yfir friðlýst svæði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu. Jónína, Bjartmarz, umhverfisráðherra, undirritar friðlýsinguna í dag en þá verða einnig Arnarnesstrýtur á botni Eyjafjarðar friðlýstar. 10. maí 2007 10:17 Dæturnar vilja taka við í Öxnadal: Pabbi verður allavega ekkert yngri Dæturnar á bænum Syðri-Bægisá í Öxnadal stefna að því að taka við búskap af foreldrum sínum. "Pabbi verður allavega ekkert yngri,“ er svarið þegar spurt hvort er hvort farið sé að huga að kynslóðaskiptum. 26. október 2019 20:30 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Áform um að opna fræðslusetur á Hrauni í Öxnadal um Jónas Hallgrímsson hafa legið í láginni í áratug eftir að bakhjarlar verkefnisins urðu gjaldþrota í bankahruninu. Fyrir vikið hefur fæðingarstaður Jónasar verið leigður út til gistingar til stéttarfélaga í stað þess að vera opið menningarsetur. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það finnst vart magnaðri umgjörð um bæjarstæði en sú sem er um Hraun í Öxnadal, fæðingarstað skáldsins og náttúrufræðingsins Jónasar Hallgrímssonar. Hefðbundnum búskap lauk þar fyrir tveimur áratugum en fyrir sextán árum var Menningarfélagið Hraun stofnað um jörðina með það í huga að koma þar upp fræðslusetri til að halda minningu Jónasar á lofti.Horft heim að Hrauni í Öxnadal, fæðingarstað Jónasar Hallgrímssonar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Bakhjarlar verkefnisins voru sparisjóðirnir, Menningarsjóður sparisjóða og Byr sparisjóður, og það vita nú margir hver urðu afdrif þeirra í fjármálahruninu. Þannig að þar með fór bakhjarl verkefnisins. Og við stöndum eftir svolítið veik, veikburða,“ segir Hanna Rósa Sveinsdóttir sagnfræðingur og formaður Menningarfélagsins Hrauns.Jónas Hallgrímsson (1807-1845) skáld og náttúrufræðingur. Afmælisdagur Jónasar, 16. nóvember, er Dagur íslenskrar tungu vegna framlags hans til íslenskunnar. Sem einn Fjölnismanna var Jónas í fararbroddi sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar.Til að afla tekna hefur Menningarfélagið neyðst til að leigja íbúðarhúsið út sem orlofshús. Sýning um Jónas í stofum hússins hefur þar af leiðandi ekki verið opin almenningi og áform félagsins um að taka útihúsin á jörðinni undir gestamóttöku og fræðslusetur hafa ekki enn náð að rætast. Fólki er þó frjáls för um stórbrotna náttúru jarðarinnar enda er hún friðlýstur fólkvangur og búið að gefa út göngukort sem lýsir fjórtán gönguleiðum, meðal annars upp að Hraunsvatni. Ráðamenn Menningarfélagsins segja markmiðið enn skýrt og vonast til að fá stuðning ríkisins til að koma upp menningarsetrinu um Jónas. „Og þetta verði rekið á sambærilegan hátt og ýmis önnur skáldasöfn og -setur víða um land. Þannig að Jónas fái sitt setur,“ segir Hanna Rósa. Fjallað var um Öxnadal í þættinum „Um land allt“ í kvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hörgársveit Menning Um land allt Tengdar fréttir Jónína Bjartmarz friðlýsir æskustöðvar Jónasar Hallgrímssonar Æskustöðvar Jónasar Hallgrímssonar, þjóðskálds, að Hrauni í Öxnadal verða framvegis á lista yfir friðlýst svæði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu. Jónína, Bjartmarz, umhverfisráðherra, undirritar friðlýsinguna í dag en þá verða einnig Arnarnesstrýtur á botni Eyjafjarðar friðlýstar. 10. maí 2007 10:17 Dæturnar vilja taka við í Öxnadal: Pabbi verður allavega ekkert yngri Dæturnar á bænum Syðri-Bægisá í Öxnadal stefna að því að taka við búskap af foreldrum sínum. "Pabbi verður allavega ekkert yngri,“ er svarið þegar spurt hvort er hvort farið sé að huga að kynslóðaskiptum. 26. október 2019 20:30 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Jónína Bjartmarz friðlýsir æskustöðvar Jónasar Hallgrímssonar Æskustöðvar Jónasar Hallgrímssonar, þjóðskálds, að Hrauni í Öxnadal verða framvegis á lista yfir friðlýst svæði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu. Jónína, Bjartmarz, umhverfisráðherra, undirritar friðlýsinguna í dag en þá verða einnig Arnarnesstrýtur á botni Eyjafjarðar friðlýstar. 10. maí 2007 10:17
Dæturnar vilja taka við í Öxnadal: Pabbi verður allavega ekkert yngri Dæturnar á bænum Syðri-Bægisá í Öxnadal stefna að því að taka við búskap af foreldrum sínum. "Pabbi verður allavega ekkert yngri,“ er svarið þegar spurt hvort er hvort farið sé að huga að kynslóðaskiptum. 26. október 2019 20:30