Klón Sáms komið í heiminn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. október 2019 22:45 Dorrit og Sámur árið 2012. Fréttablaðið/Stefán Dorrit Moussaieff tilkynnti í kvöld að hvolpurinn hennar Sámur sé kominn í heiminn. Í annarri færslu staðfestir hún að hvolpurinn sé klón af Sámi, hundi hennar og Ólafs Ragnars Grímssonar. „Hann stækkar í þessum töluðu orðum. Móður og syni heilsast vel, svo spennandi,“ skrifar Dorrit við myndina af fæðingarskýrteini hins nýja Sáms. Fæðingarskírteinið er merkt ViaGen Pets, sem tekur að sér að klóna gæludýr. Það vakti hörð viðbrögð í október á síðasta ári þegar Ólafur sagði að sýni hefðu verið tekin úr Sámi og send til fyrirtækis í Texas, ViaGen Pets. Fyrirtækið gæti þá klónað hann hvenær sem er. Sámur varð svo allur í janúar á þessu ári. Í mars var tilkynnt að klónunarferlið væri hafið en þá skrifaði Dorrit á Instagram að ef allt gengi vel, myndi nýr Sámur líta dagsins ljós þann 13. Maí. Einhver töf virðist hafa orðið því hvolpurinn, hinn nýi Sámur, kom í heiminn þann 25. október samkvæmt myndinni á Instagram síðu Dorritar.Sjáskot/InstagramKári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreininar sagði í samtali við fréttastofu á síðasta ári að klónið gæti hagað sér ólíkt Sámi því klónið væri eins og eineggja tvíburi en samspil erfða og umhverfis geti þó leitt til ólíkra einstaklinga þar sem klónið kemur til á öðrum tíma. Samkvæmt verðskrá kostar 50 þúsund Bandaríkjadali, eða 6 milljónir króna, að klóna hund hjá Viagen Pets í Texas. Sámur er fyrsti íslenski klónaði hundurinn. Dýr Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Dorrit syrgir Sám sáran Hundurinn fylgdi Dorrit og Ólafi í gegnum árin. 29. janúar 2019 11:03 Klónunarferli Sáms hafið Gæti litið dagsins ljós þrettánda maí næstkomandi. 19. mars 2019 08:42 Umdeild gæludýraklónun aðeins á færi þeirra ríku: "Er þetta ekki frekar ógeðslegt?“ Fréttir af því að Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, hygðist klóna hundinn Sám vöktu mikla athygli í gær. Netverjar settu málið margir í skoplegt samhengi og aðrir hneyksluðust á því. 28. október 2018 11:11 Klónið gæti hagað sér ólíkt Sámi Klónað gæludýr er eins og eineggja tvíburi upprunalega eintaksins en samspil erfða og umhverfis leiðir til þess að persónuleikinn getur verið gjörólíkur, að sögn forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Fyrsti íslenski hundurinn verður líklega klónaður innan tíðar en slíkt kostar um sex milljónir króna. 29. október 2018 21:30 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Dorrit Moussaieff tilkynnti í kvöld að hvolpurinn hennar Sámur sé kominn í heiminn. Í annarri færslu staðfestir hún að hvolpurinn sé klón af Sámi, hundi hennar og Ólafs Ragnars Grímssonar. „Hann stækkar í þessum töluðu orðum. Móður og syni heilsast vel, svo spennandi,“ skrifar Dorrit við myndina af fæðingarskýrteini hins nýja Sáms. Fæðingarskírteinið er merkt ViaGen Pets, sem tekur að sér að klóna gæludýr. Það vakti hörð viðbrögð í október á síðasta ári þegar Ólafur sagði að sýni hefðu verið tekin úr Sámi og send til fyrirtækis í Texas, ViaGen Pets. Fyrirtækið gæti þá klónað hann hvenær sem er. Sámur varð svo allur í janúar á þessu ári. Í mars var tilkynnt að klónunarferlið væri hafið en þá skrifaði Dorrit á Instagram að ef allt gengi vel, myndi nýr Sámur líta dagsins ljós þann 13. Maí. Einhver töf virðist hafa orðið því hvolpurinn, hinn nýi Sámur, kom í heiminn þann 25. október samkvæmt myndinni á Instagram síðu Dorritar.Sjáskot/InstagramKári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreininar sagði í samtali við fréttastofu á síðasta ári að klónið gæti hagað sér ólíkt Sámi því klónið væri eins og eineggja tvíburi en samspil erfða og umhverfis geti þó leitt til ólíkra einstaklinga þar sem klónið kemur til á öðrum tíma. Samkvæmt verðskrá kostar 50 þúsund Bandaríkjadali, eða 6 milljónir króna, að klóna hund hjá Viagen Pets í Texas. Sámur er fyrsti íslenski klónaði hundurinn.
Dýr Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Dorrit syrgir Sám sáran Hundurinn fylgdi Dorrit og Ólafi í gegnum árin. 29. janúar 2019 11:03 Klónunarferli Sáms hafið Gæti litið dagsins ljós þrettánda maí næstkomandi. 19. mars 2019 08:42 Umdeild gæludýraklónun aðeins á færi þeirra ríku: "Er þetta ekki frekar ógeðslegt?“ Fréttir af því að Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, hygðist klóna hundinn Sám vöktu mikla athygli í gær. Netverjar settu málið margir í skoplegt samhengi og aðrir hneyksluðust á því. 28. október 2018 11:11 Klónið gæti hagað sér ólíkt Sámi Klónað gæludýr er eins og eineggja tvíburi upprunalega eintaksins en samspil erfða og umhverfis leiðir til þess að persónuleikinn getur verið gjörólíkur, að sögn forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Fyrsti íslenski hundurinn verður líklega klónaður innan tíðar en slíkt kostar um sex milljónir króna. 29. október 2018 21:30 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Umdeild gæludýraklónun aðeins á færi þeirra ríku: "Er þetta ekki frekar ógeðslegt?“ Fréttir af því að Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, hygðist klóna hundinn Sám vöktu mikla athygli í gær. Netverjar settu málið margir í skoplegt samhengi og aðrir hneyksluðust á því. 28. október 2018 11:11
Klónið gæti hagað sér ólíkt Sámi Klónað gæludýr er eins og eineggja tvíburi upprunalega eintaksins en samspil erfða og umhverfis leiðir til þess að persónuleikinn getur verið gjörólíkur, að sögn forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Fyrsti íslenski hundurinn verður líklega klónaður innan tíðar en slíkt kostar um sex milljónir króna. 29. október 2018 21:30