Askren hefur ekki staðið undir væntingum hjá UFC síðan hann kom þangað ósigraður frá ONE-bardagasambandinu.
Askren vann fyrst mjög umdeildan sigur á Robbie Lawler en var síðan rotaður á um þremur sekúndum af Jorge Masvidal. Svo náði Maia að hengja hann um síðustu helgi en það var í fyrsta sinn sem glímukappinn tapar á uppgjafartaki.
„Ég hef aldrei haft neina sérstaka ánægju af því að berjast. Mér hefur alltaf fundist það skemmtilegra að glíma,“ sagði Askren við Ariel Helwani hjá ESPN.
„Hluti af mér vill enn berjast því ég tel mig enn geta barist við þá bestu. Annar hluti af mér vill hætta því það er svo margt annað sem mig langar að gera í lífinu.“
Sjá má viðtalið hér að neðan.