Jón segir uppbyggingu varaflugvalla ekki þola bið Heimir Már Pétursson skrifar 29. október 2019 12:14 Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins, varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra. Vísir/Vilhelm Varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra segir uppbyggingu varaflugvalla á Akureyri og Egilsstöðum ekki þola bið. Breyta þurfi fyrirliggjandi samgönguáætlun og þar með fjárlögum næsta árs til að framkvæmdir geti hafist. Lengi hefur legið fyrir að stækka þurfi flughlaðið á Akureyrarflugvelli og stækka flugstöðina þar sem og á Egilsstöðum þannig að þessir flugvellir geti sinnt hlutverki sínu til fulls sem varaflugvellir í millilandaflugi. Þá stendur aðstaðan á Akureyrarflugvelli uppbyggingu alþjóðlegrar ferðaþjónustu á Norðurlandi fyrir þrifum. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins, varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra segir þessa uppbyggingu ekki þola lengri bið. Ákveðnar lausnir hafi verið í samgönguáætlun sem kynnt var í febrúar og gerðu ráð fyrir gjaldtöku en þær séu ekki færar. Ekki sé hægt að leggja meiri álögur á flugstarfsemina. „Því verður að að nota væntanlega eitthvað af því viðbótarfjármagni sem verið er að setja í samgöngumálin til að hefja framkvæmdir við þetta sem allra fyrst,“ segir Jón. En ákveðið hefur verið að setja fjóra milljarða til viðbótar til samgöngubóta í þá samgönguáætlun sem nú er að koma til umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd. Jón segir umsagnir öryggisnefndar íslenskra atvinnuflugmanna og fulltrúa flugfélaganna undirstrika hversu aðkallandi uppbygging þessara flugvalla sé. Það eigi reyndar einnig við um hafnir einnig sem setið hafi á hakanum undanfarin ár. „Það er talað um að leggja viðbótar akstursbraut við Egilsstaðaflugvöll þar sem hægt yrði að geyma flugvélar á ef til kæmi. Síðan að stækka flughlaðið og gera aðstöðuna á Akureyri sómasamlega til að Akureyrarflugvöllur geti sinnt þessu hlutverki,“ segir Jón. Jarðefni sem féll til við gerð Vaðlaheiðarganga hefur verið ætlað til stækkunar flughlaðsins á Akureyrarflugvelli allt frá ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.Hvað hefur stoppað þetta þegar allir virðast vera sammála um að þetta sé nauðsynlegt? „það er nú bara eins og oft hefur komið fram að það eru auðvitað mjög stór verkefni fyrir framan okkur í samgöngumálum. Þetta er bara eitt af þeim. Fjármagninu hefur verið forgangsraðað kannski fyrst og fremst í mjög brýn samgönguverkefni í vegagerð,“ segir Jón Gunnarsson. Akureyri Alþingi Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra segir uppbyggingu varaflugvalla á Akureyri og Egilsstöðum ekki þola bið. Breyta þurfi fyrirliggjandi samgönguáætlun og þar með fjárlögum næsta árs til að framkvæmdir geti hafist. Lengi hefur legið fyrir að stækka þurfi flughlaðið á Akureyrarflugvelli og stækka flugstöðina þar sem og á Egilsstöðum þannig að þessir flugvellir geti sinnt hlutverki sínu til fulls sem varaflugvellir í millilandaflugi. Þá stendur aðstaðan á Akureyrarflugvelli uppbyggingu alþjóðlegrar ferðaþjónustu á Norðurlandi fyrir þrifum. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins, varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra segir þessa uppbyggingu ekki þola lengri bið. Ákveðnar lausnir hafi verið í samgönguáætlun sem kynnt var í febrúar og gerðu ráð fyrir gjaldtöku en þær séu ekki færar. Ekki sé hægt að leggja meiri álögur á flugstarfsemina. „Því verður að að nota væntanlega eitthvað af því viðbótarfjármagni sem verið er að setja í samgöngumálin til að hefja framkvæmdir við þetta sem allra fyrst,“ segir Jón. En ákveðið hefur verið að setja fjóra milljarða til viðbótar til samgöngubóta í þá samgönguáætlun sem nú er að koma til umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd. Jón segir umsagnir öryggisnefndar íslenskra atvinnuflugmanna og fulltrúa flugfélaganna undirstrika hversu aðkallandi uppbygging þessara flugvalla sé. Það eigi reyndar einnig við um hafnir einnig sem setið hafi á hakanum undanfarin ár. „Það er talað um að leggja viðbótar akstursbraut við Egilsstaðaflugvöll þar sem hægt yrði að geyma flugvélar á ef til kæmi. Síðan að stækka flughlaðið og gera aðstöðuna á Akureyri sómasamlega til að Akureyrarflugvöllur geti sinnt þessu hlutverki,“ segir Jón. Jarðefni sem féll til við gerð Vaðlaheiðarganga hefur verið ætlað til stækkunar flughlaðsins á Akureyrarflugvelli allt frá ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.Hvað hefur stoppað þetta þegar allir virðast vera sammála um að þetta sé nauðsynlegt? „það er nú bara eins og oft hefur komið fram að það eru auðvitað mjög stór verkefni fyrir framan okkur í samgöngumálum. Þetta er bara eitt af þeim. Fjármagninu hefur verið forgangsraðað kannski fyrst og fremst í mjög brýn samgönguverkefni í vegagerð,“ segir Jón Gunnarsson.
Akureyri Alþingi Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira